Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Kynningarfundur Reykjanesbæjar og Félags eldri borgara á Suður- nesjum um þjónustu við eldri borgara í Reykjanesbæ var vel sóttur. Fundurinn fór fram í Kirkjulundi sl. föstudag. Á fundinum kynnti starfsfólk Reykjanes- bæjar þjónustu við eldri borgara. Nes- vellir kynntu þjónustu sína fyrir eldri borgara og þá ræddi Guðrún E. Ólafs- dóttir um hin undursamlegu efri ár. Einnig voru Nesvellir kynntir fyrir eldri borgurum en nú stendur yfir umfangs- mikil uppbygging á Nesvallasvæðinu. Nesvellir eru staðsettir á gamla knatt- spyrnuvellinum í Njarðvík en svæðið markast af veitingahúsinu Stapa og Sam- kaup annars vegar og Njarðarbraut og Vallarbraut hins vegar. Í kynningu kom fram að Nesvellir eru meira en hefðbundið íbúðasvæði eða þjónustuíbúðir fyrir fólk sem náð hefur a.m.k. 55 ára aldri og er barnlaust. Við rekstur svæðisins verður lögð áhersla á að vinna stöðugt að umbótum í þeim tilgangi að uppfylla þarfir og væntingar íbúa með það að leiðarljósi að bjóða að- stöðu og félagsstarf sem íbúar Reykjanes- bæjar vilja hafa aðgang að. Nesvellir eru einstakur kostur fyrir eldri íbúa af því að þar er verið að setja saman heildstæða lausn sem uppfyllir þarfir sem flestra, hvort sem í hlut eiga eru fullhraustir einstaklingar/hjón, sem vilja, og geta rekið eigið heimili, eða þeir sem þurfa á einhverri aðstoð að halda. Í raðhúsaíbúðum verður stefnt að því að skapa andrúmsloft fyrir þá sem vilja sam- eina það að búa sem lengst í sérbýli, en hafa engu að síður aðgang að því öryggi sem fylgir þjónustumiðstöð og nálægð við samferðafólk. Í öryggisíbúðum og fjöl- býli verður meiri áhersla á að nýta beina tengingu við þjónustumiðstöð og nýta sameign til þess að gefa fólki tækifæri til að búa áfram í eigin íbúð með fullri þjón- ustu og því öryggi sem fylgir því. Í fyrsta áfanga framkvæmda á Nesvöllum verður fólki boðið að leigja raðhús eða öryggisíbúðir en síðar er fyrirhugað að bjóða einnig til leigu íbúðir í fjölbýlis- húsum og á hjúkrunarheimili. Allar íbúðir verða glæsilega innréttaðar með vönduðum gólfefnum, klæðningum og innréttingum og verða jafnframt hann- aðar sérstaklega til þess að gera öll heimil- isstörf sem auðveldust. Allar íbúðir verða afhentar til afnota full- búnar, með vönduðum innréttingum, heimilistækjum og eigin svölum eða ver- önd. Lóð, bílastæði og innkeyrslur verða fullfrágengin og íbúar þurfa ekki að hafa áhyggjur af utanhússviðhaldi né vinnu við lóð. Raðhús verða 95m² eða 125m² í sérbýli á einni hæð. Húsin eru fyrir heilsuhrausta einstaklinga og hjón sem vilja búa í rúmgóðu sérbýli með sérinn- gangi, innkeyrslu og/eða bílageymslu, ásamt verönd og litlum garði. Öryggisíbúðir verða 70 til 170m² með sameign í fjögurra hæða húsi með kjall- ara. Í hverri íbúð eru stofa, eldhús, bað, 1-2 svefnherbergi og 7m² svalir. Hverri íbúð fylgir geymsla í kjallara. Íbúðirnar eru góður kostur fyrir einstaklinga og hjón sem vilja búa í öruggum tengslum við þjónustu, í litlum eða rúmgóðum íbúðum. Allar íbúðir hafa aðgang að sameign þar sem m.a. eru breiðir gangar með handriðum, setustofur, gestaíbúðir, hjólageymslur, sorpgeymsla, bílastæði og fleira. Í þjónustu- og félagsmiðstöð verður ein besta aðstaða fyrir félags- og tómstunda- starf sem völ er á. Þar verður m.a. að- staða fyrir félagsþjónustu Reykjanesbæjar sem og stór hluti af dagskrá félagsstarfs eldri borgara sem sveitarfélagið veitir. Í boði verður skemmtilegt og fræðandi fé- lagsstarf með tómstundum, námskeiðum og heilsurækt. Sérstök aðstaða verður í þjónustumiðstöð fyrir heilsueflingu þar sem fyrirhugað er að bjóða sjúkraþjálfun, leikfimi, líkams- rækt, nudd, snyrtiþjónustu, baðaðstöðu og fleira. Í þjónustumiðstöð verður einnig aðstaða fyrir dagvistun eldri borgara, auk þess sem máltíðir og veitingaþjónusta verða í boði. Einnig verður vinnuaðstaða í lista- smiðju þar sem íbúum gefst kostur á að stunda tómstundir og hannyrðir. Í skipulagi á Nesvallasvæðinu hefur verið lögð sérstök áhersla á að búa til ákjósan- lega útivistaraðstöðu. Með tilliti til þess hefur byggingum verið raðað upp til þess að mynda skjól, göngustígar verða lagðir á milli húsa, skapað rými fyrir opin svæði og hluti af garði verður grafinn niður um 1–2 metra svo að íbúarnir geti notið úti- veru í nánast hvaða veðri sem er. Á útivistarsvæði er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir íþróttaiðkun, afþreyingu, garðyrkju, gönguferðir og hvað annað sem bætir heilsu og andlega líðan fólks. Markmið þeirra, sem standa að uppbygg- ingu og þjónustu á Nesvöllum, er að auka lífsgæði íbúa á svæðinu og annarra eldri borgara í Reykjanesbæ. Þjónustumiðstöðin verður hjarta Nes- valla. Þar verður aðstaða fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Þar eiga allir eldri íbúar Reykjanesbæjar að geta sótt þjón- ustu, samveru og skemmtun. Félagsþjónusta Reykjanesbæjar verður til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti félags- og tómstundastarfs aldraðra á vegum bæjarfélagsins mun fara fram í glæsilegum húsakynnum Nesvalla. Þar verður einnig dagvist aldraðra við góðan kost. Stór og bjartur veitingastaður, sem býður íbúum svæðisins og gestum heimilis- mat, verður á fyrstu hæðinni. Þar verður einnig aðstaða til ýmissa uppákoma, veisluhalds og skemmtana. Útgengt verður á verönd og þaðan á skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nesvalla, þar sem m.a. verður skrúðgarður, púttvöllur og fleira. Ýmis heilsutengd þjónusta verður í boði á Nesvöllum. Gert er ráð fyrir móttöku heilbrigðisstarfsmanna, fótsnyrtingu og snyrtistofu. Í heilsueflingarmiðstöð verður líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Þaðan er einnig útgengt á útvistarsvæði Nesvalla og þar geta íbúar og aðrir, sem nýta sér heilsutengda þjónustu, farið í heita potta. Nesvellir verða skemmtilegt samfélag þar sem öll aðstaða, þjónusta og umgjörð eru til þess gerð að notendur þjónustunnar skapi í samstarfi við starfsfólk einstaka menningu – Nesvallamenningu. Nú þegar eru raðhús á Nesvallasvæðinu tilbúin til afhendingar. Öryggisíbúðir í húsinu sem er verið að byggja við Njarð- arbrautina verða tilbúnar annars vegar í janúar og hins vegar í maí á næsta ári. Þá verður þjónustumiðstöðin tilbúin í mars á næsta ári. Nesvellir hafa opna skrifstofu í einni af raðhúsaíbúðunum að Stapavöllum 1 alla fimmtudaga frá kl. 13–17. Þá verður opið hús og sýning á öryggisíbúðum um helgina eða laugardaginn 1. desember og sunnudaginn 2. desember nk. Eldri borgarar áhugasamir um þjónustu í Reykjanesbæ Reykjanesbær, Félag eldri borgara og Nesvellir:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.