Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. NÓVEMBER 2007 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ljósin tendruð á jólatrénu frá Kristiansand Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi, laugardaginn 1. desember kl. 18:00. Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Barnakórar Holtaskóla og Heiðarskóla. Margit F. Tveiten sendiherra Noregs afhendir jólatréð sem er gjöf frá Kristiansand vinabæ Reykjanesbæjar. Tendrun: Karen Brá Gunnarsdóttir nemandi í 6. bekk Akurskóla. Ávarp: Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs. Hvað er í pakkanum? Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar og FS flytja lög úr jólasöngleik. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Heitt kakó og piparkökur í umsjón foreldrafélags Tónlistarskólans. Verið velkomin Bæjarstjóri Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Sand- gerðisskóla þann 16. nóvem- ber sl. Þar gaf að líta afrakstur þemadaga sem höfðu staðið þá vikuna og allir nemendur höfðu tekið þátt í auk nem- enda í fiskadeild leikskólans. Jónas Hallgrímsson, þjóðskáld okkar Íslendinga, og verka hans voru þemað sem unnið var eftir þetta árið og má segja að skól- inn hafi haft á sér þjóðlegt yfir- bragð. Hápunkturinn var sýning þar sem foreldrum var boðið að líta á verkin og var mikil ánægja með þau eins og gefur að skilja. Sandgerðisskóli: Glæsileg sýning á degi íslenskrar tungu Eins og sjálfsagt margir vita hefur Erlingur Jóns- son gert gríðarlega góða hluti í sambandi við for- varnir hér á Suðurnesjum. Hann kom af stað Lundi sem er forvarnarverkefni í samstarfi við Reykjanesbæ og SÁÁ. Markmiðið er að styðja við ungt fólk eft ir meðferð og gera þeim kleift að sækja þjónustu SÁÁ hér í Reykjanesbæ. Einnig að veita foreldrum og öðrum aðstandendum fræðslu og ráðgjöf í þessum málum. Í haust byrjaði svo Lundur með for eldra fræðslu sem haldin hefur verið í 88 húsinu á mánudögum. Það tók mig smá tíma að taka þá ákvörðun að mæta á þessa fundi, var í rauninni smeik um að hitta fólk sem vissi hver ég væri og hugsaði strax... hva á hún barn í vanda? Ég dreif mig á fund og er svo mikið ánægð í dag með að hafa farið. Þarna hitti ég fólk sem hefur liðið eins og mér, og ég sá að ég var ekki ein um þessa vanlíðan mína. Það er ekki bara fólk sem á unglinga sem kemur, þarna er fólk sem á „börn“ á öllum aldri. Þetta eru jú alltaf börnin okkar sama hversu gömul þau eru. Þetta hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og í dag líður mér mikið betur heldur en þegar ég kom óörugg á svæðið. Ég vil beina orðum mínum til þeirra foreldra sem sitja heima í vanlíðan að koma á fundi, í alvöru þetta hjálpar, og það sem annað er, við erum í leiðinni að hjálpa börn- unum okkar, því betur sem þér líður því betur gengur að takast á við „vandamálið“. Í dag er ég stolt af mér og því fólki sem hefur mætt á þessa fundi, því við erum að gera eitthvað í málunum. Foreldra- fræðslan er komin í jólafrí en fljótlega í janúar byrjar hún aftur, en við hittumst á mánu- dögum fram til jóla kl. 18.00 í 88 húsinu á hópfundum. Ekki sitja heima og gera ekki neitt. Láttu sjá þig. Ég veit ég tala fyrir hönd okkar sem á fundina höfum komið og margra annarra og segi: Er- lingur takk fyrir allt sem þú ert að gera. Mörgum líður mikið betur út af þínu framtaki. Fróðari móðir í foreldrafræðslu. UM FORELDRA- FRÆÐSLU LUNDAR VF-myndir/Þorgils

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.