Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2007, Qupperneq 28

Víkurfréttir - 29.11.2007, Qupperneq 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Pósthússtræti 1 Glæsileg 124m2 íbúð með frábæru útsýni. 2 svefnherb., eikarparket og flísar á gólfum, falleg eikar eldhúsinnrétting, eikar fataskápar, yfirbyggðar svalir sem eru flísalagðar. Hagstæð lán áhvílandi. 29.500.000 Háteigur 2, Keflavík Góð tveggja herbergja íbúð á 2 hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er með stórum svölum sem eru flísalagðar. 13.500.000 Heiðarbraut 9d, Keflavík 184m2 raðhús á 2 hæðum ásamt bílskúr. 4 svefnherb, parket og flísar á gólfum, ný útihurð og ný bílskúrshurð, mikið endurnýjað. Eignin er staðsett í rólegu hverfi við skóla. Hagstæð lán áhvílandi. 31.900.000 Svölutjörn 46-54, Reykjanesbæ 156m2 raðhús ásamt bílskúr, húsin eru byggð úr steinsteyptum einingum með steyptri loftplötu. Húsið verður afhent fullbúið að utan en tilbúið undir spörslun og málningu innan. Nánari uppl. á skrifstofu. Heiðarbraut 7e, Keflavík Gott 185m2 raðhús með bílskúr, húsið er á tveimur hæðum, á efri hæðinni eru 5 svefnherbergi, baðh. og sjónvarpshol. Neðri hæð er stofa með arinn, flísar á neðri hæðinni. Laust fljótlega. Upp. á skrifstofu. Lækjarmót 57-59, Sandgerði Ný glæsileg tvö parhús í byggingu samtals 123m2 að stærð. Húsin verða seld fullbúin að utan en tilbúin undir innréttingar að innan. Lóðin með þökum og plan steypt með hitalögn. 17.600.000 asberg.is Hringbraut 94b, Keflavík Stór og góð 4ra herbergja 122m2 neðri hæð með sérinngangi. Búið að endurnýja skolplögn og þakjárn hússins. Steypt bílskúrsplata. 17.000.000 Nónvarða 2, Keflavík Stór 121m2 íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi með sérinngangi. Húsið var allt tekið í gegn að utan pússað og málað árið 2007. Íbúðin er laus strax til afhendingar. 17.900.000 Í Garðinum hefur sjávarút-veg ur ver ið burð ar stoð atvinnulífs. Fyrir rúmu ári síð an unnu hjá fiskvinnslufyrir- tækjum í bænum, 40% þeirra sem búa í Garðinum og sækja atvinnu í b y g g ð a l a g - inu. Öflug fisk- vinnslufyrirtæki í Garðinum hafa styrkt stöðu sína ár frá ári með aukinni aflahlutdeild. Kvóta eign Garð búa hef ur þannig aukist hægt og bítandi á undanförnum árum og styrkt stöðu fiskvinnslufyrirtækja, sveitarfélagsins og afkomu íbú- anna. Á þessu fiskvinnsluári dregst vinnsla í byggðarlaginu hins vegar verulega saman. Skerðing þorskkvóta um 33,5% kemur þar af leiðandi mjög illa við fiskvinnslufyrirtæki í Garðinum, starfsmenn þeirra og bæinn í heild. Garðbúar með erlent ríkisfang hafa verið fjölmennir í fisk- vinnslu. Rúmlega 12% af 1.487 íbúum Garðs voru með erlent ríkisfang í desember 2006 sam- kvæmt vef Hagstofunnar. Í dag hefur þetta hlutfall lækkað og um 10,5% íbúanna er með er- lent ríkisfang þó íslenskum Garð- búum hafi ekki fækkað. Þegar Hagstofan tók saman miðárs- mannfjölda á landinu og flokk- aði eftir sveitarfélögum hafði Garðbúum fjölgað en staðan er ekki sú sama nú. Garðbúar sem hafa flust til annarra landa á ár- inu eru mun fleiri en hafa flutt til okkar frá öðrum löndum. Þetta er reyndar lýsandi fyrir ástand sem skapast með skerð- ingu kvótans í byggðum sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi. Kallað eftir stuðningi ráðamanna Fram hefur komið að byggðir á svokölluðu vaxtarsvæði njóti ekki mótvægisaðgerða ríkisins vegna niðurskurðar á þorsk- kvóta. Þetta er mér með öllu óskiljanlegt einkum í ljósi þess- ara staðreynda sem tíundaðar eru hér að ofan. Stutt er síðan að við Suðurnesjamenn þurftum að þola fjölmennustu fjöldaupp- sagnir í sögu þjóðarinnar við brottför varnarliðsins. Nú bætist við niðurskurður á þorskkvóta. Atvinnuástandið á Suðurnesjum er óstöðugt og ráðamenn þurfa að líta til Suðurnesja með stuðn- ing í huga, einkum við þær að- gerðir sem heimamenn eru nú þegar að vinna að, s.s. þróun atvinnutækifæra á Keflavíkur- flugvelli og álversframkvæmda í Helguvík. Helguvík nýr hornsteinn stöðugleika Mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík hefur nýlega fengið jákvæða umsögn Skipulagsstofn- unar. Þar kemur m.a. fram að talið er að álverið muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á um- hverfi og samfélag. Skipulags- stofnun telur að áhrif álvers í Helguvík á vinnumarkað muni að miklu leyti ráðast af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og víðar, bæði á byggingartíma og þegar rekstur hefst. Fjár- málaráðuneytið spáir því að at- vinnuleysi muni aukast hér á landi frá því sem nú er á næstu tveimur árum. Þau störf sem verða til í álverinu í Helguvík og vegna starfsemi sem tengist því munu skapa stöðugleika í at- vinnumálum Suðurnesjamanna. Þeim stöðugleika þurfum við á að halda enda fylgja honum vel launuð störf og fyrirtæki sem vinnur með samfélögunum á Suðurnesjum. Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum sem hald- inn var 10. nóvember sl. lýsti yfir fullum stuðningi við fyrir- huguð áform um byggingu ál- vers í Helguvík. Ég hvet þing- menn okkar og aðra ráðamenn þjóðarinnar að athuga vel hvaða áhrif bæði brottför varnarliðsins og skerðing þorskkvóta hefur haft á einstakar byggðir á Suð- urnesjum og vinna með okkur að aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að skapa stöðugleika á svæðinu. Oddný Harðardóttir, bæjar- stjóri Sveitarfélagsins Garðs. Fast þeir sóttu sjóinn...? Oddný Harðardóttir skrifar: Kaffitár opnaði í vikunni veglegt kaffihús í innrit- unarsal Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. Þetta er stór staður á fyrstu hæð í norðurskála og þjónar öllum þeim sem koma í flugstöðina, annaðhvort til að fljúga, starfa eða skutla far- þegum. Þetta er líka sérlega þægilegur staður til að bíða eftir fólki sem er að lenda, eða þegar fólk hittist fyrir flug. Alltaf ljúft að vera tímanlega í flugstöðinni. Í þessu kaffihúsi er boðið uppá áfengi, sem og léttvín og bjór sem er nýjung hjá Kaffitári. Í tilkynningu segir að aðal- áherslan sé samt eins og áður á fullkomna kaffidrykki og gott meðlæti, brauð og kökur. Af- greiðslutíminn er frá klukkan 5.30 á morgnana til 17.30. Kaffitár: NÝTT KAFFIHÚS Í LEIFSSTÖÐ VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.