Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 29.11.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Hestamannafélagið Máni hlaut nú á dögunum hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landsambands Hestamanna. Bikarinn er afhentur ár hvert hestamannafélagi sem skarar fram úr í æskulýðsstarfi og má með sanni segja að Máni hafi gert það í ár og lítur félagið á bikarinn sem hvatningu til að halda áfram öflugu starfi sínu. Í æskulýðsdeild Mána starfar öf lugur hópur fólks sem vinnur í sjálfboðastarfi mjög óeigingjarnt starf í þágu Mána. Nefndin hefur verið gífurlega virk og unnið afkastamikið starf í æskulýðsmálum á þessu ári. Meðal uppákoma sem æskulýðsdeild Mána stóð fyrir á árinu má nefna töltmót, leikjadag, árshátíð fyrir unglinga og ungmenni frá mörgum hestamannafélögum, glæsilega aðkomu að sýningunni Æskan og hesturinn, páskabingó, fjölskyldureiðtúr, utanumhald um reiðnámskeið og heils dags óvissuferð. Auk þessara uppákoma hélt æskulýðsdeildin uppi mjög virkri heimasíðu á slóðinni mani.is/aeskulydsdeild. Afhending Æskulýðsbikarsins f ó r f r a m á l a n d s f u n d i formanna hestamannafélaga nú á dögunum. Á aðalfundi hestamannafélagsins Mána afhenti svo formaður Mána, Guðbergur Reynisson, bikarinn æskulýðsdeild Mána síðastliðins árs, þeim Bryndísi Líndal Arnbjörnsdóttur, Gunnari Pétr i Róbertssyni, Hauki Aðalsteinssyni og Sigrúnu Pétursdóttur sem vel eru að titlinum komin. Hest amannafé lag ið Máni stendur nú í ströngu við að byggja um 2000 fermetra reiðhöll sem áætlað er að verði tilbúin til notkunar í febrúar á næsta ári. Það er því nokkuð ljóst að félagið heldur áfram að blása til sóknar og er með byggingu hallarinnar að skapa æskulýð Mána sem og öðrum félögum þjálfunaraðstöðu eins og hún gerist best. Akademían leitar til bæjarbúa Íþróttaakademían í Reykja- nesbæ fer þess á leit við bæj- arbúa hvort þeir eigi kost á því að taka í fóstur fríska íþróttaunglinga. Einn á hverja fjölskyldu. Um er að ræða nemendur sem stunda nám við afreksbraut Íþróttaakadem- íunnar. Nánari upplýsingar veita Kristján Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson í símum 862 7670 og 896 5243. Fjórir frá ÍRB á NMU Fjórir sundmenn frá ÍRB munu keppa á Norðurlanda- meistaramóti unglinga dag- ana 1. og 2. desember næst- komandi. Sundmennirnir eru þau Davíð Hildiberg Að- alsteinsson, Elfa Ingvadóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir. Bjarney Snævarsdóttir fer með sem far- arstjóri og Steindór Gunnars- son fer sem aðstoðarþjálfari hópsins. Dregið í bikarnum í dag Í dag verður dregið í Lýsingar- bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik. Drátturinn fer fram á Hilton hótelinu í Reykjavík þar sem dregið verður í 16 liða úrslit karla og fyrstu umferð kvenna. Öll Suð- urnesjaliðin í Iceland Express deildunum komust áfram og þá var Þróttur Vogum eitt af fáum liðum úr 1. deild til þess að komast áfram í karlaflokki. Redo til Keflavíkur Keflvíkingar hafa fengið liðs- styrk fyrir átökin í Lands- bankadeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Sænski leik- maðurinn Patrik Redo gerði á dögunum tveggja ára samning við Keflavík og lék hann með Fram í sumar. Redo er 26 ára gamall sóknarmaður og hefur áður leikið með Halmstadt og Trelleborg í sænsku deildinni. Þróttur gerir það gott í bikarnum Á mánudag mun handknatt- leikslið Þróttar í Vogum mæta Víkingum í 8 liða úrslitum Eimskipsbikar karla og hefst leikurinn kl. 20:00 að Strand- götu í Hafnarfirði. Þróttarar hafa í nokkur ár telft fram liði í bikarkeppninni og eru þeir að slá félagsmet með því að vera komnir inn í 8 liða úrslitin. Rétt eins og áður er það handboltagoðsögnin Sig- urður Valur Sveinsson sem fer fyrir liðinu en Þróttarar hafa nú þegar farið í gegnum Þrótt Reykjavík og lið Vík- ings 2 á leið sinni í 8 liða úr- slitin. Búist er við fjölmenni í Strandgötuna á mánudag og eru Suðurnesjamenn hvattir til að fjölmenna í Hafnarfjörð og styðja vel við bakið á eina handboltaliði Suðurnesja. Forréttindi að fá að taka þátt í þessu Kar l a - o g k ven n a l i ð Keflavíkur sitja á toppi Iceland Express deildanna í körfuknattleik en bæði lið hafa unnið átta fyrstu deild- arleiki sína. Karlaliðið mætir Tindastól á Sauðárkróki annað kvöld en kvennaliðið mætir Grindavík í grannaslag á laugardag kl. 16:00 í Grinda- vík. Keflavíkurkonur leika án Birnu Valgarðsdóttur, Svövu Ósk Stefánsdóttur og Bryn- dísar Guðmundsdóttur en láta samt engan bilbug á sér finna. TaKesha Watson meiddist ný- verið á hné í leik gegn KR og hefur verið frá síðan þá en hún er væntanleg aftur inn í hóp- inn fyrir grannaslaginn gegn Grindavík. Víkurfréttir náðu tali af Jóni Halldóri Eðvalds- syni þjálfara Keflavíkurkvenna sem sagði Keflavík hafa sýnt það að undanförnu hvernig al- vöru lið bregðast við meiðsla- hrynum sem þessum. „Stelpurnar hafa ekkert verið að leggja árar í bát og það er mikið af stórkostlegum leik- mönnum í liðinu sem hafa svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem ég hef gert til þeirra,“ sagði Jón en síðan Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir tók við fyrirliðabandinu hefur liðið ekki tapað leik. „Það er líka magnað að sjá þegar maður kemur inn í klefa fyrir leik þá ætla allir að standa sig og því finnst mér það algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Jón. Ljóst er þó að Bryndís Guðmundsdóttir verður ekki meira með í vetur þar sem krossbandið fór al- gerlega í sundur og báðir lið- þófarnir fóru líka. Þá er Birna Valgarðsdóttir líkleg aftur inn í Keflavíkurliðið á nýja árinu eftir barnsburð. TaKesha Watson er vafalítið einn sterkasti leikmaður deild- arinnar og fagnaðarefni fyrir Keflavík að hún verði með gegn Grindavík um helgina. Kvennaliðið er ekki eitt í Kefla- víkinni um góðan árangur því karlaliðið sem mætir Tinda- stól fyrir Norðan annað kvöld hefur einnig unnið átta fyrstu deildarleiki sína. Við báðum Jón um að líta aðeins á karla- liðið. „Sigurður Ingimundarson er einn albesti þjálfarinn á landinu í dag og tekst vel að púsla þessu saman. Karlaliðið er stórkostlegt körfuboltalið með mikið af reynsluboltum og góða blöndu af útlend- ingum. Karlaliðið er í flottum málum og eru klárlega sterkir kandídatar í titilinn í ár,“ sagði Jón og benti á þátt íslensku leik- mannanna í kvennaliðinu til samanburðar. „Það sýnir sig á kvennaliði Keflavíkur að þetta snýst um hvað íslensku leikmennirnir eru að gera og hjá okkur eru íslensku leikmennirnir að gera meira en aðrir íslenskir leik- menn í öðrum kvennaliðum,“ sagði Jón og svipaða sögu má segja um karlaliðið þar sem þeir Gunnar Einarsson, Magnús Þór Gunnarsson og Jón N. Hafsteinsson hafa verið að leika afbragðsvel á tímabil- inu. Af þessu má augljóslega ráða að Keflvíkingar hafi ekki verið allskostar sáttir með það á síð- ustu leiktíð að sjá á eftir öllum titlum KKÍ mótanna inn á höfuðborgarsvæðið. Pálína Gunnlaugsdóttir er einn þeirra leikmanna í Keflavíkurliðinu sem bætt hefur við sig verulegum snúningi síðan aðrir lykilmenn liðsins hurfu í meiðsli. Máni fékk æskulýðsbikarinn Frá töltmóti Mána í mars á þessu ári. Æskulýðsnefnd Mána með viðurkenninguna. Unga kynslóðin er í eldlínunni hjá Mánamönnum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.