Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Made by Lavor
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
SUMARSALAN
– er í fullum gang
Lavor Vertico 20
háþrýstidæla
140bör 400 L / klst.
INDUCTION
MOTOR POWERED
19.793
Áður kr. 29.990
34%
AFSLÁTTURLavor Galaxy 140
háþrýstidæla
140 Max bar, 450 L / klst.
1900KW
25%
AFSLÁTTUR
Áður kr. 17.990
13.493
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Árbæjarsafn blés til heljarinnar leikjadagskrár um helgina
undir yfirskriftinni „Komdu að leika“. Krökkum á öllum aldri
gafst tækifæri til að leika sér með leikföng fortíðar. Um tíma
á laugardag hellirigndi skamma stund og þá fór fljótlega allt
á flot, þannig að erfitt gat orðið fyrir vegfarendur að komast
um lóð safnsins. Gestir létu það þó ekki á sig fá.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árbæjarsafn bauð ungum sem öldnum að koma og leika
Flutningabíll með minkafóður
valt á Reykjastrandarvegi,
skammt norðan Sauðárkróks við
bæinn Daðastaði, fyrir hádegi í
gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Sauðárkróki slapp
bílstjórinn ómeiddur. Vegkant-
urinn mun vera mjúkur og hafa
þannig gefið sig undan þunga
bílsins. Mikil mildi er að ekki fór
verr.
Seinnipart gærdagsins var at-
hugað hvort olía læki úr bílnum
en svo mun ekki vera. Flutn-
ingabíllinn verður líklega réttur
við og dreginn upp á veg í dag.
Reykjastrandarvegur er þröng-
ur og holóttur og hafa íbúar á
ströndinni ítrekað kvartað til
Vegagerðarinnar.
Bílstjóri flutningabíls með minkafóður
slapp án meiðsla úr veltu í Skagafirði
Ljósmynd/Viggó Jónsson
Velta Frá vettvangi á Reykjaströnd í gær.
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Papey skartaði sínu fegursta þrátt fyrir þokuslæðing á
laugardag er Óskar Ragnarsson og Hildur Björk Þor-
steinsdóttir frá Djúpavogi voru gefin saman í eynni. Að
sögn Margrétar Gústafsdóttur, afkomanda síðustu
heilsársíbúa hennar, var síðasta brúðkaup í eyjunni
haldið sumarið 1963 og lifði það hjónaband aðeins í
nokkra mánuði. „En þetta mun endast lengur. Það er
engin spurning um það,“ segir hún.
Búið var í Papey frá landnámi og fram til ársins 1966
en síðan þá hefur eyjan verið sumardvalarstaður Mar-
grétar og fjölskyldu auk þess sem skipulagðar ferðir
eru í eyna á sumrin.
Minnsta kirkja landsins
Brúðguminn var að vonum ánægður með athöfnina.
„Upphaflega ætluðum við að gifta okkur í Hofskirkju í
Álftafirði þar sem ég er skírður og fermdur, en þegar
við fórum að skoða kirkjuna í síðustu viku kom í ljós að
hún var illa á sig komin og það voru framkvæmdir í
gangi,“ segir Óskar. Því hafi verið gripið til þess ráðs að
færa athöfnina út í Papey. Vinur Óskars er skipstjóri á
Papeyjarferjunni og Papeyjarferðir ferjuðu gesti fram
og til baka, þeim og brúðhjónunum að kostnaðarlausu.
„Það var mjög rausnarlegt af þeim,“ segir Óskar.
Hann segir að líklega sé Papeyjarkirkja sú minnsta á
landinu. Um 40 gestir voru samankomnir í eynni en
stærstur hluti þeirra þurfti að standa utan við kirkjuna.
Auk brúðhjónanna komust einungis foreldrar þeirra og
fjögur börn þeirra fyrir inni í kirkjunni auk prestsins
og söngkonu. Að athöfn lokinni héldu gestir svo í land
þar sem veislan var haldin á Gömlu hlöðunni á Bragða-
völlum þar sem bræður Óskars reka veitingasal, en þar
ólust þeir bræður upp.
Hætt við fyrir 20 árum
Sjöfn Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Djúpavogs-
sókn, gaf hjónin saman. Hún hefur verið prestur á
Djúpavogi frá árinu 1989 en þetta er í fyrsta sinn sem
hún giftir fólk í eynni. Hún segir það þó hafa staðið til
eitt sinn fyrir um 20 árum, en færa varð athöfnina til
Djúpavogs þar sem ófært var út í eyna. Sjöfn hefur
skírt nokkur börn í Papey og messað einstaka sinnum
en segir að annars standi kirkjan að mestu tóm þó að
henni sé vel við haldið.
Kirkjan, sem tilheyrir Djúpavogsprestakalli, var upp-
haflega reist árið 1807 og er talin elsta timburkirkja
hérlendis. Hún var friðuð árið 1990 og endurbyggð
1996. Kirkjan er einungis 5,3 metrar á lengd og 3,4
metrar á breidd, eða um 18 fermetrar að stærð.
Hjónavígsla í Papey í
fyrsta sinn í hálfa öld
Ákváðu í síðustu viku að
færa athöfnina úr Álftafirði
yfir í Papeyjarkirkju
Morgunblaðið/Jón Ragnarsson
Hjón Óskar og Hildur stilla sér upp fyrir framan kirkj-
una snotru ásamt börnum sínum fjórum.