Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nýr tónlistarskóli, Menntaskóli í tónlist (www.menton.is) varð til fyrr á árinu við sameiningu framhalds- deilda Tónlistarskóla FÍH og Tón- listarskólans í Reykjavík. Kjartan Óskarsson er skólameistari hins ný- stofnaða skóla en hann var áður skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Eins og nafn nýja skólans gefur til kynna er um að ræða framhalds- skóla og verður bæði boðið upp á stúdentsbraut og almennar náms- brautir í tónlist. Hefðbundnu bók- námsgreinarnar sem tilheyra stúd- entsnáminu verða fyrsta kastið kenndar við Menntaskólann við Hamrahlíð en boðið upp á mikla breidd af tónlistarmiðuðu námi til stúdentsprófs innan veggja MÍT. „Með nýjum framhalds- skólalögum árið 2011 breyttist um- gjörð stúdentsnáms og vægi kjarna- greina á borð við íslensku, ensku og stærðfræði minnkaði og er nú um 69 einingar af samtals 200. Þannig varð til svigrúm fyrir fjölbreyttara nám,“ segir Kjartan. Bæði almenna námið og stúdents- námið hjá MÍT skiptast í klassíska og rytmíska braut, og er almenna námið sambærilegt við það fram- haldsnám sem áður var í boði við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistar- skólann í Reykjavík, en framboðið af námskeiðum verður mun meira. Geta þeir sem vilja stunda sitt stúd- entsnám við aðra skóla áfram valið að stunda eingöngu tónlistarnám hjá MÍT. „Við getum einnig tekið við nemendum með einingar frá öðrum framhaldsskólum og metið það til stúdentsprófs frá Menntaskólanum í tónlist,“ útskýrir Kjartan. Geta komist fyrr af stað Með því að bjóða upp á tónlistar- miðað stúdentsnám skapast áhuga- verðir nýir möguleikar fyrir ungt fólk sem vill setja stefnuna á að starfa við tónlist. Bendir Kjartan t.d. á að með því að sameina krafta tveggja tónlistarskóla sé hægt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari námskeið. „Hjá MÍT koma saman tveir mjög öflugir tónlistarskólar sem hafa verið leiðandi hvor á sínu sviði; annar stofnaður snemma á 9. áratugnum og hinn stofnaður fyrir seinna stríð; annar sérhæfður í klassísku tónlistarnámi og hinn í rytmísku. Um leið verður til vett- vangur þar sem koma saman nem- endur úr tveimur heimum, ef svo má segja.“ Stúdentsbrautin ætti líka að vera þægilegri leið fyrir nemendur sem vilja hella sér út í tónlistarnámið án þess að þurfa að láta framhalds- skólanámið mæta afgangi: „Nem- endurnir eru þá ekki að koma til okkar í tíma eftir að hafa verið fullan skóladag við einn af mennta- skólunum,“ segir Kjartan og tekur undir það með blaðamanni að stytt- ing náms til stúdentsprófs geti aukið mjög álagið á þeim sem hingað til hafa tekið framhaldsnám í tónlist samhliða fullu framhaldsskólanámi. Nýja stúdentsnámið getur líka hjálpað unga tónlistarfólkinu að hefja starfsferilinn fyrr, og komast fyrr í framhaldsnám erlendis. „Tón- listarfólk hefur yfirleitt ekkert voða- lega mörg ár til að ná þeirri tækni- legu færni sem það þarf að búa yfir, og verður oftast að vera komið á ákveðinn stað um tvítugt eftir að hafa tekið tónlistarnámið mjög föst- um tökum. Við flesta tónlistarhá- skóla erlendis þekkist að nemendum er ekki hleypt í bachelor-nám ef þeir eru komnir eru yfir 23-24 ára ald- urinn,“ segir Kjartan og bætir við að að þessu leyti sé verið að færa náms- framboðið á Íslandi nær því sem þekkist í Evrópu, þar sem hefð er fyrir menntastofnunum sem tvinna saman menntaskólanám og nám í listum. „Þannig skólar hafa starfað lengi í Austur-Evrópu, s.s. Tékk- landi og Ungverjalandi, og bjóða ekki aðeins upp á tónlistartengt nám heldur einnig nám í leiklist, dansi og öllu mögulegu.“ Menntaskólinn í tónlist mun hefja starfsemi í haust og samkvæmt samningi við stjórnvöld hefur skól- inn heimild til að kenna 200 nem- endum. Nú þegar hafa 204 nem- endur verið skráðir til náms í vetur, en Kjartan segir að það sé eðlileg tala enda von á að einhverjir hætti við á síðustu stundu og að nýir nem- endur sækist eftir að fá skólavist í byrjun vetrar. Mikill meirihluti nemenda mun stunda nám á al- mennri braut en 27 hafa skráð sig í nýju stúdentsbrautina og skiptist sá hópur n.v. jafnt á milli klassíska og rytmíska námsins. Atvinnuhorfurnar góðar En af hverju ætti ungt fólk að vilja mennta sig í tónlist, og jafnvel taka tónlistarmiðað stúdentspróf? Er ekki óttalegt hark að vera tónlist- armaður á 21. öld, og skynsamlegra að reyna að komast á eðlisfræði- eða náttúrufræðibraut við einhvern rótgróinn menntaskólann, læra svo  Útlit er fyrir að tæplega 30 nemendur hefji stúdentsnám við nýjan Menntaskóla í tónlist í haust  Kjartan Óskarsson skólameistari segir spennandi atvinnumarkað bíða íslensks tónlistarfólks og að íslenska tónlistarsenan skapi allt að 2.000 stöðugildi Tónlist er risastór atvinnugrein Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lífsgæði Kjartan segir blómlega tónlistarsenu laða að bæði íbúa, ferða- menn og fjárfesta. Fólk vill vera þar sem tónlistin er. Úr Eldborgarsal. Sýning á verkum Ingibjargar Hönnu Pétursdóttur, fata- og text- ílhönnuðar, verður opnuð í Kirsu- berjatrénu, Vest- urgötu 4 í Reykjavík, í dag kl. 17. Sýningin nefn- ist Farvegir og hefur m.a. að geyma veggverk, skúlptúra, teppi og fiska, með hreinni og óunn- inni ull, þæfingu, prjóni og endurunnum textíl frá þessu og síðasta ári. „Ég sé verkin mín sem tækifæri til að veita innblástur og kalla fram tilfinningar með tengingu trefja, skapa nýtt jafnvægi og fæ inn- blástur af samspili ullar, náttúru og endursköpunar. Verkin endurspegla ákveðið hringrásarferli og ferðalag textílsins skapar sögu hvers stykkis og gerir það einstakt,“ segir Ingi- björg Hanna um sýninguna. Hún er með BA-próf frá Hoge- school voor de Kunsten Utrecht (HKU) og Master of Art European Fashion and Textiles Design frá Institut Français de la Mode Paris (IFM). Hönnunin farið víða „Ingibjörg Hanna hefur til að bera víðtæka reynslu á sviði fata- og textílhönnunar. Hún hefur rekið eig- ið fyrirtæki HANNA felting og tekið þátt í fjölmörgum sölusýningum er- lendis. Markaðssett og selt eigin hönnun til verslana víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Japan,“ seg- ir m.a. í tilkynningu um sýninguna. Sýningin í Herbergi Kirsuberja- trésins verður opin til og með 13. ágúst nk. og á afgreiðslutíma versl- unarinnar, þ.e. virka daga frá kl. 10- 22 og kl. 10-17 um helgar. Farvegir Ingi- bjargar Hönnu  Sýning opnuð í Kirsuberjatrénu í dag Textíll Eitt verka Ingibjargar Hönnu Pétursdóttur á sýningunni. Ingibjörg Hanna Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.