Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hún varóneit-anlega skrítin pantaða könnunin sem fjölmiðlar kynntu fyrir skömmu. Hún var um Rík- isútvarpið. Það lá í loftinu að smám saman er að renna upp fyrir þeim, sem með hrokafullri sveiflu hafa blás- ið á alla gagnrýni á þessa trénuðu ríkisstofnun að sí- fellt fleirum þykir minna til hennar koma. Reyndar var talið að þau fyrirtæki sem spyrja út úr skoðunum fólks láti ekki hafa sig í hvað sem er. En kannski bresta varn- irnar þegar mikið er í húfi. Þannig var spurt hvort þjóðinni þætti rétt að einka- væða Ríkisútvarpið?! Heil 16% vildu það. Það er mjög merkilegt ef ekki stórundar- legt að svo margir svari slíkri spurningu játandi. Hver myndi kaupa Ríkis- útvarpið ef einhver væri svo bilaður að vilja einkavæða það? Þetta er fyrirtæki sem þarf að borga 5.000 milljónir með á hverju einasta ári. Sá sem álpaðist til að kaupa það í einkavæðingu væri kominn á hausinn eftir kort- ér. Eða er verið að gefa í skyn að hægt sé að setja Ríkis- útvarpið í einkavæðingu, og bjóða til sölu á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu og segja í auglýsingunni að í kaupunum fylgi sérstök heimild til að skattleggja Ís- lendinga um 5.000 milljónir á ári næstu öldina? Það væru þá 500 milljarðar í kaupbæti. Þetta er engin smávegis upphæð. Fyrir hana er hægt að leysa allan húsnæðisvanda ungs fólks, byggja ríkisspítala í hverj- um fjórðungi og blúndu- leggja hringveginn með fjórum akreinum og eiga þó afgang. Þegar „aðeins“ 16% svara því til að vilja „einka- væða“ Ríkisútvarpið er það talið til marks um það hve almenningur sé háður því. Og miklu meira sé að marka það en það að aðeins rétt rúmt 1% landsmanna hlusti á „RÚV“ eftir kl. 18.15! Ætti Árvakur að fá könn- unarfyrirtæki til að spyrja (sem vart nokkurt þeirra fengist til) hvort rétt sé að þjóðnýta fjölmiðla þess? Og ef aðeins 1% svaraði þeirri fáránlegu spurningu játandi væri komin þjóðarákvörðun með 99% fylgi um að fjölmiðlar Ár- vakurs héldu sínu striki? Þessi skrítna könnun er gott merki um það að einhver glæta er að opnast í súrrandi sjálf- umgleðinni í Efstaleiti. Dettur einhverjum á þeim bæ í hug að Fréttastofa „RÚV“ sé söluvæn vara? Það er lífsspursmál fyrir hana að hafa tekjur snýttar út úr almenningi til að lifa daginn af. Aðrar greinar rekstursins eru smám saman að gefa eft- ir í samkeppni við miðla sem engan stuðning fá, en eru þvert á móti skattlagðir af sama ríkisvaldinu og mokar fé í „RÚV“ af gömlum óvana. Björn Bjarnason, fyrrver- andi menntamálaráðherra, skrifar eftirtektarverðan pistil um sama efni og segir þar meðal annars: „Þeir sem hlusta á rás 1 vita að þar er öll metnaðarfull nýsköpun úr sögunni. Leitast er við að halda í horfinu með flutningi á gömlu efni. Kveður svo rammt að slíkum flutningi að þess er ekki lengur getið í dagskrárkynningu frá hvaða ári viðkomandi efni er. Mætti ætla að dagskrár- stjórinn skammaðist sín fyr- ir allan endurflutninginn. Nýsköpunin felst í yfir- borðskenndu lausatali til kynningar á viðburðum í auglýsingaskyni og flutningi á sígildri tónlist í krafti samvinnu erlendra útvarps- stöðva – bera þeir þættir af öðru efni ásamt Hátal- aranum. Hnignun ríkisútvarpsins er augljós. Þar er hvorki við fjárskort né stjórnmála- flokka að sakast. Kjarna- starfseminni hefur einfald- lega verið fórnað fyrir eitthvað annað. Æ erfiðara verður að halda uppi vörn- um fyrir að skattgreiðendur standi undir úreltu bákni við miðlun lélegs efnis þegar unnt er að ná betri árangri á hagkvæmari hátt. Einka- væðing á ríkisútvarpinu er óskynsamleg, undan starf- seminni heldur áfram að fjara. Það á að koma á fót sjóði á borð við kvikmynda- sjóð og gera mönnum fært að keppa um styrki til að framleiða metnaðarfullt, ís- lenskt hljóðvarps-, sjón- varps- og netmiðlaefni.“ Nýbirt könnun segir miklu alvarlegri sögu fyrir „RÚV“ en hið hannaða ferli átti að gera} Gruggug könnun Þ að þarf lítt að fjölyrða um það hversu mjög til verri vegar banda- rísk stjórnmál hafa snúist síðan al- menningur þar í landi (minnihlut- inn, reyndar) afréð að velja kaupsýslumanninn, fasteignabraskarann og raunveruleikasjónvarpsþáttastjórnandann Do- nald Trump til forystu sem forseta þjóðarinnar. Kosningabarátta hans var öll með galnasta móti en embættissetan hefur síst verið beysn- ari. Maðurinn er augljóslega galinn og sýnir það nánast daglega í verki. Hann hefur til að mynda ekki slakað á æpandi ósannsögli sinni nema síður sé; hvort sem það snýst um að standa ekki við gefin orð („ég mun ekki vera mikið í golfi verði ég forseti“ lýsti hann hátíð- lega yfir en hefur frá embættistöku verið nán- ast þriðja hvern dag í fríi, mestanpartinn í golfi) ellagar að ljúga beinlínis fullum fetum, samanber frásögn hans um viðtökur á skátasamkomu nýverið. Gall- inn er bara sá að á tækniöld tekur sekúndur að sannreyna orð forsetans og þá kemur jafnan í ljós að maðurinn er raðlygari. Þetta fer skiljanlega í taugarnar á Trump enda óþolandi að geta ekki logið sauðsvartan almúgann fullan án þess að einhverjir uppástöndugir apakettir séu að kanna hvort eitthvert sannleikskorn leynist í þvælunni. Hann tók snemma upp á því að kalla fréttir allra virtustu dagblaða og fréttastofa Bandaríkjanna (New York Times, Wash- ington Post, CNN, ABC og NBC þar á meðal) einu orði „fake news“ eða falsfréttir og síðan hann tók við lyklunum að Hvíta húsinu hefur hann tíst um 80 sinnum um falsfréttir. Það er þó mesta furða að hann hafi ekki tíst ennþá oftar því all- ar fréttir sem ekki henta hans brengluðu ver- öld eru sjálfkrafa falsfréttir. Upp á síðkastið hafa til að mynda ítrekað birst niðurstöður kannana á þá leið að Trump hafi slegið öll eldri met hvað varðar óvinsældir sitjandi Banda- ríkjaforseta. Slíkt afgreiddi hann á einu bretti, eða réttara sagt með einu tísti: „Allar neikvæð- ar skoðanakannanir eru falsfréttir“ – og fór svo í golf. Nú hefur Trump hins vegar stigið skrefi lengra og opnað eigin fréttastofu þar sem átta- villtur almenningurinn getur fengið alvöru- fréttir um foringjann beint í æð, og þarf þar af leiðandi ekki að stóla á falsfréttasúpuna frá NY Times og öllum hinum margverðlaunuðu fréttaveitu- unum sem neita að lepja upp lygaþvæluna úr aumingja manninum. Trump News munu líkast til hafa KellyAnne Conway, Stephen Miller og fleiri fyrirbæri úr greni Trumps í öndvegi enda ærinn starfi að dæla út áróðri fyrir málstað forsetans á móti öllum „falsfréttunum“ sem benda með réttu á hvílíkt hneyksli allt embætti Trumps er. Fréttaskýrendur vestanhafs eru á einu máli um að dag- skráin jafnist á við þá geggjun sem ríkissjónvarp Norður- Kóreu bjóði upp á – eða hvað? Eru þessi viðbrögð ekki bara falsfréttir? jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Trompuð veröld STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Það sem kom mér einna mestá óvart var ráðaleysið ísumum skólunum, með allaþá þekkingu sem er til staðar. Í einum skólanum gekk allt mjög vel en þar var ekkert meiri eða dýrari þjónusta en annars staðar, þar var allt önnur hugsun og öðruvísi vinnubrögð,“ segir Gunnhildur Ásta Jóhannsdóttir, sérkennari við Hofs- staðaskóla í Garðabæ, en í lokarit- gerð sinni til meistaraprófs í sér- kennslufræðum við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ís- lands skoðaði hún aðstæður fjögurra nemenda með greiningu á einhverfu- rófi. Einnig ræddi hún við mæður þeirra og umsjónarkennara. Eru nemendurnir í hefðbundnum grunn- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Gríðarleg álag á mæðurnar Í rannsókninni leitaðist Gunn- hildur við að varpa ljósi á reynslu mæðranna af skólagöngu barna sinna. Spurð af hverju hún ræddi að- eins við mæðurnar segist Gunn- hildur hafa þá reynslu í störfum sín- um að mestu samskiptin séu við mæður nemenda, feðurnir haldi sig oftast til hlés en séu mæðrunum til stuðnings á fundum og í öðru form- legu samstarfi heimilis og skóla. Þetta komi einnig fram í öðrum sam- bærilegum rannsóknum hér heima og erlendis. Gunnhildur segir úrtakið vissu- lega lítið, og því sé erfitt að alhæfa út frá niðurstöðunum, en það sé mikill samhljómur í hennar rannsókn við aðrar og jafnvel stærri rannsóknir. Af fjórum mæðrum eru þrjár einstæðar og Gunnhildur segir þær vera undir gríðarlegu álagi, bak- landið sé ekki mikið en þeim mun meira þurfi þær að berjast fyrir börnin. Ef þær t.d. óski ekki eftir þjónustu að fyrra bragði þá standi sú þjónusta ekki til boða. Komst Gunnhildur m.a. að því að samstarf heimilis og skóla var oft- ast óformlegt og höfðu skólarnir sjaldnast frumkvæði að samskiptum. Hún segir hlutverk umsjónarkenn- aranna, sem hún ræddi við, hafa ver- ið óskýrt og mótast af ríkjandi við- horfum innan skólanna. „Sumum þeirra fannst erfitt að mæta þörfum barnanna í stórum nemendahópum sem hentuðu börn- unum illa. Stuðningur við börnin var ólíkur eftir skólum en var sjaldan mótaður út frá þörfum þeirra. Einn skólanna skar sig úr og var samstarf og stuðningur veittur út frá þörfum barnsins með góðum árangri og end- urspeglaðist í góðu samstarfi heim- ilis og skóla og ánægju barns, móður og umsjónarkennara,“ segir m.a. í ritgerðinni. Skólar axli meiri ábyrgð Spurð hvernig hún vilji sjá skólana standa að málum gagnvart nemendum á einhverfurófi segir hún þá verða að axla ábyrgð á raunveru- legu samstarfi við heimilin. Einnig verði kennarar að fá meiri stuðning, rannsóknin sýni að þeir standi oft einir og þurfi að berjast einir fyrir sína nemendur. Nemendum með greiningu á einhverfurófi hefur fjölg- að mikið innan skólakerfisins. Gunn- hildur segir engu skipta hvort ein- hverfa barnanna sé mikil eða lítil, vandi þeirra sé hinn sami innan skól- anna. „Það er sorglegt að sjá hvað þessir krakkar eru að missa af miklu, þau fá ekki aðstoð í félagslegum að- stæðum, þeim líður illa á hverj- um einasta degi í skólanum, sérstaklega út frá há- vaða. Það virðist vanta skilning og áhuga á að- stæðum þeirra. Von- andi mun þessi rann- sókn stuðla að aukn- um skilningi á þörfum barnanna,“ segir hún að endingu. Ráðaleysi vegna nem- enda á einhverfurófi Morgunblaðið/Ófeigur Grunnskólar Nemendur á einhverfurófi fá ekki alla þá þjónustu og með- höndlun sem þeir eiga rétt á. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Gunnhildur er menntaður þroskaþjálfi en hefur í rúman áratug starfað í grunnskóla, lengst af sem umsjónarkenn- ari en síðustu ár sem sér- kennari. Hún starfar nú við sérkennslu í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Gunnhildur segist því hafa alla starfsævina verið í sam- starfi við foreldra og börn þeirra, með einum eða öðrum hætti. Samstarf við heimili hafi m.a. falist í foreldra- viðtölum, símtölum og tölvupóstsamskiptum. Hún segir umfangsmesta sam- starfið hafa verið vegna nem- enda á einhverfurófi. Gunnhildur telur mikilvægt að skólarnir nýti betur sitt starfsfólk og þá þekkingu sem þar sé til staðar. Þörf sé á meiri stuðningi og samstarfi. Stundum sé þjónustan heldur ekki veitt út frá þörfum barnanna. Tala þurfi meira við börnin og foreldrana um hvað þau vilji. Nýti betur starfsfólkið SÉRKENNSLA Í SKÓLUM Gunnhildur Ásta Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.