Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Halldór Þórhallsson hefur rekið matsöluna Hjá Dóra í Mjódd-inni frá 1996. Hann fagnar 60 ára afmæli sínu í dag og munhalda upp á tímamótin með því að fara með eiginkonu, börn-
um og barnabörnum til Benidorm á Spáni.
„Þetta er aðallega góður heimilismatur sem við erum með, lamba-
læri, purusteik, kjúklingur, djúpsteikt ýsa, fiskibollur o.s.frv. Við er-
um alltaf með sex fasta rétti og svo tvo breytilega hvern dag þannig
að fastagestirnir eru farnir að vita að það er snitsel á miðvikudögum
og föstudögum og fiskibollur á mánudögum og fimmtudögum. Opn-
unartíminn er frá hálf tólf til hálf tvö og frá kl. fimm til sjö. Þar á milli
erum við að elda fyrir kvöldið því við viljum ekki láta matinn standa
allan daginn. Við viljum fríska þetta upp á milli.“
Áhugamál Halldórs eru laxveiðar, fótbolti og myndlist. „Mér finnst
gaman að njóta góðrar myndlistar, ég horfi bæði á enska og íslenska
boltann og svo fer ég alltaf reglulega í laxveiði. Síðustu ár hef ég farið
í Leirvogsá og í Laxá í Refasveit, það eru fastir liðir.“
Eiginkona Dóra er Stefanía Þóra Flosadóttir, sem sér um bókhald
Hjá Dóra. Þau hafa verið saman síðan 1980. Dætur þeirra eru Tinna,
f. 1982, og Sara, f. 1983, barnabörnin eru orðin fjögur og eitt er á leið-
inni.
Með tvo væna Halldór staddur í Laxá í Refasveit, A-Hún.
Hefur rekið matsöl-
una Hjá Dóra í 20 ár
Halldór Þórhallsson er sextugur í dag
A
nna Stefánsdóttir fædd-
ist 5. ágúst 1947 á
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Hún ólst upp á
Grund í Svarfaðardal
þar sem foreldrar hennar bjuggu til
ársins 1960. Flutti hún þá með fjöl-
skyldu sinni til Dalvíkur.
„Eftir að við fluttum til Dalvíkur
var ég tvö sumur kaupakona á Hóli í
Svarfaðardal. Ég gekk í grunnskól-
ann á Húsabakka í Svarfardal og
síðar í gunnskóla Dalvíkur. Húsa-
bakki var heimavistarskóli og þar
var ég í heimavist þó að heimili mitt
væri nánast í göngufæri.“
Anna lauk námi frá Hjúkrunar-
skóla Íslands árið 1968, diploma í
gjörgæsluhjúkrun frá Háskóla-
sjúkrahúsinu í Edinborg 1975 og
MS-gráðu í hjúkrunarstjórnun frá
Edinborgarháskóla árið 1988. „Að
loknu námi í hjúkrunarfræði flutti
ég til Edinborgar með Jóni Péturs-
syni eiginmanni mínum. Hann
stundaði nám í eðlisfræði við Ed-
inborgarháskóla. Við bjuggum þar í
átta ár og síðar í eitt ár.“
Anna starfaði við hjúkrun og
hjúkrunarstjórnun alla starfsævina
lengst af á Landspítala, síðast sem
hjúkrunarforstjóri í alls 17 ár. Hún
fór á eftirlaun 65 ára.
Anna hefur ætíð verið virk í
félagsmálum. Hún sat í stjórn deild-
ar hjúkrunarstjórnenda 1988-1998
og var stofnandi deildar gjörgæslu-
hjúkrunarfræðinga í HFÍ. Hún var
einnig stjórnarmaður í Samtökum
evrópskra hjúkrunarstjórnenda
2003-2011. Anna var formaður
Rauða kross Íslands 2008-2014. Hún
er félagi í Rótarýklúbbnum Borgum
í Kópavogi og var forseti þar 2009-
2010. Anna fékk riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu
heilbrigðis- og mannúðarmála 2016.
„Ég er mikil áhugakona um upp-
Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur – 70 ára
Fjölskyldan Anna, börn, tengdabörn og barnabörn á heimaslóðum á Dalvík fyrir rúmri viku.
Uppbygging Land-
spítala efst í huga
Hjónin Anna og Jón í gönguferð á
Hornströndum árið 2009.
Ívar Nói Karlsson, Arnar Steinn Þórarinsson og Elín María Þórarinsdóttir söfn-
uðu fyrir utan Bónus í Hraunbæ 13.278 kr. til styrktar börnum í Sýrlandi og fjöl-
skyldum þeirra og gáfu Rauða krossinum að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón