Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa
brugðist ögrandi við hertum við-
skiptaþvingunum sem öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna samþykkti
gegn ríkinu um helgina. Svöruðu
stjórnvöld í Norður-Kóreu því að
þvinganirnar myndu ekki stöðva eld-
flaugatilraunir landsins eða þróun
kjarnavopna. Þá hótuðu þau Banda-
ríkjunum hefndum vegna aðgerð-
anna.
Hinar hertu viðskiptaþvinganir,
sem samþykktar voru einróma í ör-
yggisráðinu, munu skerða útflutn-
ingstekjur Norður-Kóreu um þriðj-
ung. Nema útflutningstekjur
Norður-Kóreu um þremur milljörð-
um Bandaríkjadala á ári.
„Við munum undir engum kring-
umstæðum setja kjarnorkuvopn eða
skotflaugar upp á samningaborðið,“
sagði utanríkisráðherra Norður-Kór-
eu, Ri Yong-Ho, í yfirlýsingu. Ekki
komi til greina að taka þátt í samn-
ingaviðræðum um kjarnorkuvopna-
áætlun landsins á meðan Bandaríkin
hafi í hótunum, sagði ennfremur í yf-
irlýsingunni. Áður hafði yfirlýsing
birst á ríkisfréttastofu Norður-Kór-
eu þar sem sagði m.a. að með við-
skiptaþvingununum væri verulega
brotið á sjálfstæði landsins.
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi,
sagði að landið myndi styðja viðskipt-
ingaþvinganirnar að fullu, en Kína
hefur verið einn helsti bandamaður
Norður-Kóreu. Þá útilokaði utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, Rex Til-
lerson, að viðræður við Norður--
Kóreu gætu hafist á meðan
skotflaugaáætlun landsins væri í
gildi.
N-Kórea hótar hefndum
Viðskiptaþvinganir SÞ minnka útflutningstekjur Norður-Kóreu um þriðjung
AFP
Þvinganir Utanríkisráðherra Kína,
Wang Yi, tjáir sig við blaðamenn.
Forsetakosningar fara fram í Kenía í dag. Kannanir
benda til að afar mjótt verði á munum milli þeirra Uh-
uru Kenyatta, núverandi forseta, og Raila Odinga sem
býður sig fram til forseta í fjórða sinn. Feikileg óvissa
er um hvort sá sem bíður lægri hlut muni viðurkenna
kosningarnar. Gríðarlega spenna hefur ríkt í landinu.
AFP
Tvísýn barátta milli forsetaefna í Kenía
Mikil spenna vegna kosninganna
Leynileg at-
kvæðagreiðsla
fer fram á suður-
afríska þinginu á
morgun um van-
trauststillögu á
forseta landsins,
Jacob Zuma, seg-
ir í frétt BBC.
Talið er að lík-
urnar á að þing-
menn stjórn-
arflokksins ANC kjósi með
vantrauststillögunni aukist nú þeg-
ar kosning er leynileg. Zuma hefur
staðist fimm atkvæðagreiðslur um
vantraust gegn honum en kjörið er
nú í fyrsta sinn leynilegt. Zuma hef-
ur verið forseti Suður-Afríku frá
árinu 2009 og hefur lent í hverju
hneykslinu á fætur öðru.
Atkvæðagreiðsla
um vantraust
Jacob Zuma, for-
seti Suður-Afríku.
SUÐUR-AFRÍKA
Um 50 létu lífið í
hverfinu Sayad í
Afganistan í árás
vígasamtaka síð-
asta laugardag.
Langstærstur
hluti fórnar-
lamba var al-
mennir borg-
arar. Talsmaður
fylkisstjóra Sar-e
Pul, sem Sayad
hverfið er í, segir við AFP-
fréttastofuna að árásin hafi verið
sameiginleg aðgerð talibana og
Ríkis íslams sem réðust á lög-
reglulið á svæðinu.
50 látnir eftir árás
Mikil áföll hafa
dunið á Afgönum.
AFGANISTAN
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, segist hafa nóg að gera við
að stýra landinu frá golfklúbbi
sínum í New Jersey. Endurbætur
standa yfir í Hvíta húsinu og því
varð Trump að sinna starfinu
annars staðar. Hann hefur verið
gagnrýndur fyrir að eyða miklum
tíma á golfvellinum en það segir
Trump að sé ekki rétt, hann sé á
fullu að vinna þó svo að hann sé
ekki staddur í Hvíta húsinu.
Mikið álag á Trump
BANDARÍKIN
Tveir menn létu lífið og átta voru
handsamaðir eftir að uppreisnarlið
gerði árás á herstöð í borginni
Valencia í Venesúela á sunnudag-
inn, segir í frétt AFP. Her Vene-
súela gerði síðan mikla leit í gær
að 10 mönnum úr uppreisnarliðinu
sem komust undan með vopn úr
herstöðinni.
Nicolas Maduro, forseti Vene-
súela, fullyrti að uppreisnarliðið
væri hryðjuverkahópur með tengsl
við Bandaríkin og Kólumbíu.
Hann hrósaði hernum fyrir snör
viðbrögð við árásinni. Þá sagði í
yfirlýsingu hans að herstöðin hefði
orðið fyrir árás „hóps glæpa-
manna leiddra af fyrrverandi liðs-
foringa, sem hefði yfirgefið herinn
fyrir nokkrum árum.“
Fulltrúi uppreisnarliðsins, með
hóp manna á bak við sig, birti
myndband á netinu skömmu fyrir
árásina þar sem hann lýsti yfir að
liðið berðist gegn grimmdarlegri
harðstjórn Nicolas Maduro for-
seta.
Tveir létust
í árás upp-
reisnarliðs
Átök í herstöð
í Venesúela
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
Saksóknarar í Suður-Kóreu hafa
krafist 12 ára fangelsisdóms yfir
Lee Jae-Yong, varastjórnar-
formanni Samsung og erfingja
fyrirtækisins, eftir spillingar-
hneyksli sem leiddi m.a. til þess að
þáverandi forseti Suður-Kóreu,
Park Geun-Hye, var svipt embætti.
Lee og fjórir aðrir yfirmenn
Samsung eru sakaðir um að hafa
mútað trúnaðarvinkonu Park með
fúlgu fjár til þess að vera í náð for-
setans og auðvelda umdeildan
fyrirtækjasamruna árið 2015. Hef-
ur Lee verið í haldi í sex mánuði.
Hann segir að á þeim tíma hafi
hann komist að því að hann sé mað-
ur margra galla en hafnar alfarið
að hafa notað hylli forsetans sér til
framdráttar.
12 ára fangelsis krafist í spillingarmáli