Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 12
Viðtal Hjúkrunarnemarnir unnu margvísleg störf og fannst gott að geta
orðið að liði. Þær hafa lært mikið og eru þakklátar fyrir það sem þær hafa.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Þessi draumur hefur blund-að í okkur lengi en hjálp-arstarfsferðir eldri nemakveiktu áhuga okkar,“
segja hjúkrunarfræðinemarnir
Arna Hlín Ástþórsdóttir, Guðný
Björg Sigurðardóttir, Herdís Gunn-
arsdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir,
Karen Eik Sverrisdóttir, Rakel
Gunnlaugsdóttir og Þórdís Jóna
Guðmundsdóttir.
Þær segjast hafa tekið sig
saman í einu hádegishléinu á öðru
ári í námi og ákveðið að láta draum-
inn um hjálparstörf rætast. Í sept-
ember 2016 var fyrsti fundurinn og
skipulagið tók allan veturinn.
„Það er margt sem þarf að
huga að við skipulagningu svona
ferðar. Hvert á að fara? Í gegnum
hvaða samtök? Hvernig er best og
ódýrast að komast þangað? Hvað á
að vera lengi og hvenær er best að
fara? Hvernig á að fjármagna ferð-
ina? Hvaða bólusetningar þarf? og
margt fleira,“ segja hjúkrunarnem-
arnir sem leituðu ráða hjá þeim
sem ferðast hafa á sömu slóðir.
„Við völdum að fara í gegnum
samtökin African Impact og vorum
í verkefni sem fólst í því að sinna
heilbrigðisþjónustu í Livingstone og
nágrenni. Á morgnana fórum við
annaðhvort í heimaþjónustu í nær-
liggjandi þorp eða aðstoðuðum í
heilsugæslustöðvum þorpanna.“
Hjúkrunarnemarnir voru ánægðir
með að fá að mæta fólki á heimilum
þess og fá þannig að kynnast vel
menningu og lifnaðarháttum íbú-
anna.
„Við sinntum alls konar veik-
indum. Frá litlum sárum upp í það
að sinna mjög veiku fólki með há-
þrýsting, HIV, berkla, ofþornun,
slæm sár og margt fleira. Við lærð-
um að vinna með það sem við höfð-
um í höndunum en bæði lyf og
hjúkrunarvörur eru af mjög skorn-
um skammti,“ segja hjúkrunarnem-
arnir í Zambíu sem kalla sig team
Zambía á fésbókarsíðu sinni,
Hjúkrunarnemar í Zambíu. Þær
segja að mikið sé treyst á sjálf-
boðaliða og styrktaraðila þeirra.
„Allar vörur og lyf sem við höfðum
til umráða voru gjafir frá styrkt-
araðilum.“ Team Zambía segir þörf-
ina mikla.
Sem dæmi tóku þær eftir því
einn morguninn að mikill verkja-
lyfjaskortur á litla lyfjalagernum
þeirra. „Við gátum ekki annað en
stoppað á litlum markaði í þorpinu
sem við vorum í þann daginn og
fundið parasetamól til þess að
redda okkur þann daginn. Seinni-
partinn var svo farin hópferð í
næsta apótek og keyptar helstu
nauðsynjar fyrir næstu vikur.“
Þakklátar
Hjúkrunarfræðinemarnir segja
að starfið sem þær unnu í Livings-
ton skilji eftir sig ómetanlega
reynslu.
„Okkur finnst við allar hafa
þroskast umtalsvert sem hjúkr-
unarfræðingar, fengið aukið sjálfs-
traust í starfi og lært að vinna bet-
ur í hópi. Þetta kennir okkur að
vera þakklátari fyrir það sem við
höfum. Hér mæta okkur allir með
bros á vör óháð þeim aðstæðum
sem þeir lifa við og hvað þeir hafa á
milli handanna,“ segir team
Zambía. Þær eru allar sammála um
að þær muni fara í hjálparstarf.
„Það erfiðasta við svona starf
er það að sjá vesöldina sem fólkið
býr við. Það er erfitt að horfa upp á
það að fólk geti ekki sótt lífs-
nauðsynlega læknisaðstoð eða þjón-
ustu sem það þarf á að halda,“
segja hjúkrunarnemarnir og nefna
dæmi um mann með háan blóð-
þrýsting sem vísað var á heilsu-
gæsluna. „Ef við vísum á heilsu-
gæsluna þarf ekki að borga fyrir
þjónustuna. Af heilsugæslunni var
honum vísað á spítalann. Hann
gekk langa leið blindur og lamaður
að hluta til vegna heilablóðfalls. Á
spítalanum vildu læknar taka af
honum hjartalínurit, röntgenmynd
af lungum og hjartaómun. Mað-
urinn hafði ekki efni á rannsóknum
og fékk því ekki viðeigandi lyf,“
Team Zambía segir skemmti-
legast við hjálparstarfið að sjá og
finna að þær séu virkilega að hjálpa
og gera gagn.
Treysta á sjálfboðaliða
„Einn daginn kemur móðir
hlaupandi með þriggja ára dóttur
sína sem hafði brennt sig á hafra-
grautarpotti. Stúlkan var með
blöðrur sem þöktu alla fingur henn-
ar og upp handlegginn þar sem hún
var með djúpt brunasár. Við vorum
komnar upp í rútu og gátum því
miður ekki sinnt henni . Við létum
móðurina hafa brunakrem, plástur
og sárabindi og sögðum henni
hvernig væri best væri að gera að
sárunum. Við myndum reyna að
koma aftur í næstu viku. Þegar við
komum aftur hafði móðirin gengið í
klukkustund með stelpuna á bakinu
og beið okkar. Við gátum gert að
sárinu og gefið kvöldu barninu
verkjastillandi mixtúru,“ segja
hjúkrunarfræðinemarnir alvarlegir
og bæta við að þær hafi gefið móð-
urinni sjúkragögn og kennt henni
að búa um sárið. „Móðirin hefur
ekki efni á þjónustu á heilsugæslu
eða sjúkrahúsi og treystir því al-
gjörlega á sjálfboðaliða.
Sjálfstyrking ungra stúlkna
Verkefnin í ferðinni voru fjöl-
breytt og tengdust ekki öll heil-
brigðisþjónustu. „Einn daginn vor-
Draumurinn um hjálparstörf rættist
Sjö hjúkrunarnemar sem allir eru að hefja sitt fjórða
og síðasta ár í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands
lögðu land undir fót til þess að taka þátt í hjálpar-
starfi í Livingstone og nágrenni, í Zambíu. Hópurinn
hefur fjölbreytta hjúkrunarreynslu úr náminu sem
nýst hefur vel í hjálparstarfinu. Hjúkrunarnemarnir
koma heim reynslunni ríkari og hafa bundist vin-
áttuböndum sem þær segja engu lík.
Vinsældir Arna Hlín Ástþórdóttir umvafin börnum í Zambíu. Liðsmenn
team Zambía voru ánægðar að kynnast menningu heimamanna.
Vinir Herdís Gunnardóttir brosir
með lífsglöðu barni í Zambíu.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Allt í heyskapinn
Varðskipið Óðinn á sér merka
sögu. Óðinn tók þátt í öllum þrem-
ur þorskastríðunum á 20. öld.
Þekktasta og árangursríkasta
vopnið í þorskastríðunum voru
togvíraklippur, sem sjá má á aft-
urdekki skipsins. Þrjár fastar leið-
sagnir á dag eru um varðskipið Óð-
in, kl. 13.00, 14.00 og
15.00.Varðskipið Óðinn er hluti af
Sjóminjasafninu. Skipið kom til
safnsins árið 2008 og hefur verið
varðveitt í því ástandi sem það
kom í.
Varðskipið Óðinn
Sjóminjasafnið á Grandagarði