Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 23
✝ María Jóns-dóttir fæddist á
Akureyri 13. febr-
úar 1958. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 26. júlí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Karítas
Snjólaug Krist-
insdóttir, f. 26.
september 1928, d.
18. ágúst 1993, og
Jón Stefánsson, f. 9. maí 1931, d.
3. ágúst 1991. Var hún eina barn
þeirra.
María ólst upp hjá móður sinni
á Árhóli á Dalvík. Á heimilinu
bjuggu einnig móðursystir henn-
ar, Rósa Laufey, móðuramma og
móðurafi. 16 ára gömul fór
María í nám í Samvinnuskólann
á Bifröst og í framhaldi af því í
María og Sigurjón hófu bú-
skap í Reykjavík árið 1976 og
bjuggu þar í tvö ár. Þá fluttu þau
til Akureyrar, þar sem þau
bjuggu allt til ársins 1995 þegar
þau fluttu aftur til Reykjavíkur.
María fór þá í grunnnám við
Myndlistaskólann í Reykjavík og
fór að því loknu í Listaháskóla
Íslands, þaðan sem hún útskrif-
aðist með BA-próf í textílhönnun
árið 2000.
Haustið 2011 hóf María nám í
margmiðlunarhönnun við Iðn-
skólann í Reykjavík. Hún útskrif-
aðist þaðan árið 2013. Auk þess
að búa á Íslandi bjó María um
tíma í París og í Brussel.
María starfaði lengst af við
bókhald en fyrir andlát sitt starf-
aði hún sem fjármálastjóri hjá
Iceland ProTravel.
Í desember 2016 greindist
María með illkynja heilaæxli.
Útför Maríu verður gerð frá
Háteigskirkju 8. ágúst 2017 og
hefst athöfnin klukkan 13.
Samvinnuskólann í
Reykjavík, þaðan
sem hún lauk versl-
unarprófi árið 1978.
14. desember
1980 giftist María
Sigurjóni Sigur-
björnssyni frá Hrís-
ey, f. 29. júlí 1955.
Þau skildu. María
og Sigurjón eign-
uðust tvær dætur:
1) Lilja Ösp, f. 16.
september 1980, maki Yngvi
Karl Sigurjónsson f. 15. ágúst
1982. Þeirra börn eru Sunna
María, f. 7. október 2007, Katla
Karítas, f. 1. október 2009, og
Elmar Karl, f. 24. nóvember
2015.
2) Hrefna Karítas, f. 23. júní
1987, gift Eiríki Erni Þorsteins-
syni, f. 21. október 1987.
Það er sárt að kveðja ein-
staka vinkonu allt of snemma.
Við vorum 42 sem útskrifuðumst
á sólríkum vordegi úr Sam-
vinnuskólanum á Bifröst 1. maí
1976. Lífið blasti við og lok þess
voru í huga okkar flestra í
margra ljósára fjarlægð.
Þau tvö ár sem við vorum
saman í bekk áttum við sem
þetta ritum, Lára og Jóhanna,
kannski ekki svo margt sameig-
inlegt, annað en þennan stað,
þessa félaga, kennara og náms-
greinar. Við bundumst þó sterk-
um böndum, trygglyndi Maríu á
vafalaust stærstan þátt í því.
Áratugum seinna, við breytt-
ar aðstæður í lífi hverrar og
einnar, kom í ljós að við áttum
ýmislegt sameiginlegt. Við vor-
um listhneigðar, vildum bara
gera það sem okkur sýndist
burtséð frá því hvað öðrum
fannst. Langaði kannski bara að
vera bóhemar, skapa og njóta
lífsins. Við urðum nánar vinkon-
ur. Samveru okkar og verkefn-
um fylgdi mikill húmor, stund-
um svartur á okkar kostnað.
Við fórum í ógleymanlegar
ljósmyndaferðir, þar sem við
gistum í Bárðarbúð á Hellnum á
Snæfellsnesi og í Kvígindisfirði í
Barðastrandarsýslu. Við héldum
listsýningar í stofunni í Bakkat-
úni á Akranesi. Við gáfum út
bók. Við fórum í heimsóknir og
gátum ekki verið verklausar, oft
var vesenið okkar eitthvað smá-
legt sem alla jafnan flokkast
ekki undir skemmtanir. Það að
skrifa skólafélögum okkar póst-
kort á þýsku, klára uppvaskið af
metnaði eða að fara með drasl í
Sorpu varð hjá okkur í það
minnsta eins fyndið og fokdýrar
skemmtanir í heimsklassa.
Við voru ólíkar, ein var uppá-
tektarsöm og stökk af stað með
galna hugmynd, önnur tók hlæj-
andi undir en María gagnrýndi
okkur hinar af hlýju. María var
samviska okkar, hún setti
ákveðinn standard sem við urð-
um að fylgja.
Hún leysti úr ýmsum flækjum
í öllum merkingum þess orðs,
garnið átti ekki að vera í bendu,
hemja varð greinar í skreyting-
um svo hið smáa fengi líka að
njóta sín. Hún kláraði erindi
okkar hinna í erlendum stór-
borgum á tungumáli heima-
manna, þegar við strönduðum.
Hún kenndi okkur að það að
tína bláber var list og þau voru
af fleiri tegundum en við höfðum
nokkur tímann heyrt um. Hún
hélt okkur að verki þar sem
annars staðar.
Hún var til viðræðu á kaffi-
húsi eða í símanum þegar við
sáum ekki fram úr okkar mál-
um. Við gátum treyst því að hún
var hreinskiptin í öllum þeim
samskiptum. Samræðurnar voru
skapandi og oft krefjandi því
María var föst fyrir. Við rædd-
um margt saman tvær eða þrjár
sem ekki var rætt annars stað-
ar, við byggðum líka skýjaborgir
um fleiri ævintýri, í því fólst svo
mikil gleði.
En nú sitjum við eftir tvær,
Lára og Jóhanna, dálitið hnípn-
ar með tár á hvarmi. Í fanginu
erum við með fallegu púðana
með ljóði Jónasar: „Háa skilur
hnetti …“ og við horfum á gler-
píramídana svo hvassa að innan
en slétta að utan, listaverkin
sem María skapaði. Við erum
þakklátar. Það var okkar gæfa
að eiga Maríu fyrir vinkonu og
félaga, við munum sakna hennar
þann spöl sem við eigum ógeng-
inn í lífinu.
Lilju Ösp, Hrefnu Karitas,
fjölskyldum og öðrum ástvinum
Maríu vottum við samúð.
Jóhanna Leópoldsdóttir.
Það þyrftu allir að hafa átt
vin eins og Maju, því heilli og
trúrri manneskja er vandfundin.
Hún Maja mín fór ekki með
himinskautum og því áttaði fólk
sig ekki alltaf á hverslags eð-
almanneskja hún var en þegar
tengingin var komin átti fólk
hauk í horni þar sem hún var,
enda var hún vinamörg.
Vegna þess hversu hrein í
lund hún var, þýddi ekki að
bjóða henni upp á froðusnakk
eða hálfkæring. Það var fádæma
gott að ræða við hana um það
sem efst var á baugi því hún var
fljót að átta sig og hafði svo
greinandi og velviljaðan huga.
Ég vona að ég hafi líka getað
lagt eitthvað til.
Við Maja kynntumst þegar
við vorum 13 ára í sumarbúðum
á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.
Þarna vorum við eina dásamlega
viku í tvö sumur. Ekki þurftum
við lengri tíma til að verða bestu
vinkonur og til að halda í hvor
aðra gerðumst við pennavinkon-
ur.
Maja ólst upp á Dalvík og
voru tengslin sterk við fallega
bæinn hennar og ekki síst við
fjöllin og náttúruna þar í kring.
Maja elskaði að spá í draumana
sína og oftar en ekki voru fjöllin
og berjabrekkurnar fyrir ofan
Dalvík í þeim.
Þegar Maja flutti um tvítugt
til Akureyrar með manni og
dætrum endurnýjuðum við
kynnin. Nú var hún komin í nýtt
hlutverk og ekki skyldi það vera
verr unnið en skólagangan en
afburðanámsmaður var hún.
Eftir Akureyrardvöl flutti
fjölskyldan suður og Maja fór í
listaháskólann auk þess að
leggja stund á frönsku. Þegar
stelpurnar hennar voru orðnar
sjálfbjarga tóku við nýir tímar
og Maja gjörbylti lífi sínu, skildi
við eiginmanninn, kúplaði sig út
úr fyrirmyndarhúsmóðurhlut-
verkinu og gerðist lífskúnstner.
Þar vandaði hún sig eins og með
annað. Hún fékk mikinn áhuga á
því að lifa lífinu lifandi, flutti
tímabundið til útlanda þar sem
hún naut lífsins og lagði áfram
stund á frönsku. Mataræðið
breyttist í lífrænt og hollt. Kál,
fræ og kókosolía fékk heiðurs-
sess og áhuginn beindist líka
mjög að því hvernig hún gæti
orðið besta útgáfan af sjálfri sér.
En það voru fleiri breytingar í
lífi hennar, og það var að
hreinsa til í efnislegum hlutum.
Hún ýmist gaf, henti eða seldi
meirihluta búslóðar sinnar. Bíll-
inn fékk líka að fjúka og eftir
það fór hún allra sinna ferða
gangandi eða með strætó. Ekki
var til að tala um að sækja hana
eða skutla. Sem dæmi um hvað
hún var einörð í að bjarga sér
sjálf þá má nefna skötuboðið
mitt á Þorláksmessu á síðasta
ári. Ekki átti ég von á henni í
veisluna þar sem hún hafði verið
skorin einungis viku fyrir jól.
En viti menn, Maja mín ætlaði
ekki að missa af veislunni og
þverneitaði að láta sækja sig.
Þrátt fyrir alvarleg veikindi
mætti hún til okkar, ræktarsöm
eins og ávallt. Svona var bara
elsku sjálfstæði og ræktarlegi
dugnaðarforkurinn minn.
Þegar eitthvað stóð til í litlu
fjölskyldunni minni, afmæli, kór-
tónleikar o.s.frv. var sjálfsagt að
hóa í Maju. Hún skipti okkur
máli. Fjölskyldu sína elskaði
Maja meira en allt annað og fátt
sem hún vildi ekki fyrir hana
gera en trú sjálfri sér og sinni
lífsskoðun vildi hún ekki stjórna
þeim en einungis styðja og vera
til hjálpar reiðubúin.
Hún fór hljótt um lífið hún
vinkona mín en samt setti hún
svo falleg fótspor á jörðina og
inn í líf þeirra sem henni þótti
vænt um.
Elsku trygga og trúa Maja,
þakka þér fyrir allt. Þín verður
sárt saknað. Við sjáumst síðar
því vinátta okkar er skrifuð í
skýin.
Inga Jóhannsdóttir.
Fyrir tveimur vikum vorum
við þrjár vinkonur og gamlir
vinnufélagar samankomnin
gegnum netið og minntumst
Helgu, fjórðu vinkonunnar.
Eygló var í Svíþjóð, en Álfhildur
og Maja í Kópavogi, þar sem
Maja lá á líknardeildinni.
Og núna erum við að kveðja
Maju, hana duglegu Maju okkar,
sem ætlaði að sigrast á krabba-
meininu en þurfti að lokum að
lúta í lægra haldi.
Maja var svona manneskja
sem fékk hugmyndir og fram-
kvæmdi. Ekki eins og við sem
segjum að: það væri gaman að
gera þetta og hitt, og gerum svo
ekki neitt. Hún framkvæmdi.
Hún skellti sér t.d. í frönskunám
í Frakklandi og var au pair í
Brussel. Og íbúðirnar sem hún
gerði upp og leigði svo út her-
bergi til erlendra námsmanna af
því henni fannst svo gaman að
hafa fólk í kringum sig.
Hún vann mikið. Kannski of
mikið. Eldklár og rosalega ná-
kvæm. Við vorum reyndar báðar
hálfsmeykar við hana þegar við
byrjuðum að vinna með henni,
héldum að hún væri svo ströng
en það var nú áður en við kynnt-
umst henni og hennar endalausu
umhyggju og vináttu. Við áttum
eftir að eiga ótalmargar góðar
stundir saman, hvort sem það
var á kaffihúsahittingum, í utan-
landsferðum eða á íslenskri
kosningavöku á krá í Kaup-
mannahöfn.
Takk fyrir allt elsku Maja
okkar. Góða ferð. Við sjáumst.
Álfhildur og Eygló.
Hún María okkar tapaði að
lokum baráttunni við sjúkdóm
sinn. Tíðindin um andlát hennar
voru mjög sár, þó að allir vissu í
hvað stefndi.
María hóf störf hjá okkur um
það leyti þegar miklir uppgangs-
tímar í ferðaþjónustunni voru að
byrja. Hún hafði í sjálfu sér ekki
mikið komið nálægt greininni
okkar en það var aðdáunarvert
hversu fljót hún var að tileinka
sér alla þá siði og venjur sem
þar tíðkast. Hún tók að sér bók-
halds- og gjaldkerastörf með
miklum skörungsskap og það
var gott að hafa einhvern með
báða fæturna á jörðinni. Öllum
þótti gott að leita til hennar og
fá hjá henni góð ráð. Þar sem ég
er búsettur erlendis, þá varð ég
að treysta á hana í einu og öllu,
hún stóð sig frábærlega.
María var ekki bara úrvals
fagmanneskja, nákvæm og
fylgin sér, heldur var hún fyrst
og fremst traust og skemmtileg
samstarfskona. Við María áttum
oft ansi fjörlegar samræður um
landsmálin og pólitíkina hér á
landi. Hún hafði mjög ákveðnar
skoðanir á flestum málum, bar
hag þeirra sem minna mega sín
fyrir brjósti og barðist gegn
óréttlæti. Mér fannst oft gaman
að takast á við hana um lands-
málin og kallaði hana í gríni,
mesta „sósíalista“ nútímans, þó
hún hafi fengið sína skólun í
vöggu Framsóknarmanna á Bif-
röst.
Vinnustaður okkar verður
ekki sá hinn sami eftir fráfall
Maríu, við berum sorg í hjarta
og söknum hennar mikið. Mest
er þó sorg dætra hennar og fjöl-
skyldu og vottum við þeim okk-
ar dýpstu samúð. Við þökkum
Maríu fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman og
biðjum fyrir að hún fái að hvíla í
friði.
Fyrir hönd samstarfsfólks
Island ProTravel,
Guðmundur Kjartansson.
María Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Maríu Jónsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI BJÖRGVINSSON,
Leynisbraut 3, Akranesi,
lést fimmtudaginn 27. júlí.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 11. ágúst klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Sjúkrahúss Akraness.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ása Helgadóttir Halldór Sigurðsson
Hannes Jón Helgason Ásgerður Káradóttir
Anna Helgadóttir Kristján Sigurðsson
Helga Björg Helgadóttir Páll Erlingsson
og afabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir, mágkona, tengdadóttir, frænka og
vinkona,
GUÐRÚN BIRNA KJARTANSDÓTTIR
lést 29. júlí.
Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 10. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
styðja fjölskyldu Guðrúnar Birnu er bent á fjárvörslureikning í
þágu fjölskyldunnar. Fjárvöruslureikningurinn er í umsjá
Lögfræðistofu Reykjavíkur. Reikningur nr. 0133-26-370265.
Kennitala 560500-2890.
Guðmundur Freyr Sveinsson
Kjartan Sveinn, Bjarki Freyr og Anna Katrín
Katrín Þórlindsdóttir Kjartan Örn Sigurbjörnsson
Þórlindur Kjartansson Ingunn Hafdís Hauksdóttir
Guðný Anna Theódórsdóttir Sveinn Jónasson
vinkonur og vinir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARL EINARSSON
Kalli í Klöpp,
Vallargötu 21,
Sandgerði,
sem lést 27. júlí, verður jarðsunginn
frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 9. ágúst
klukkan 13.
Þökkum auðsýnda samúð og hugheilar þakkir til starfsfólks
Nesvalla í Reykjanesbæ.
Gréta Frederiksen
Ólína Alda Karlsdóttir Lárus Óskarsson
Snæfríður Karlsdóttir Pétur Guðlaugsson
Margrét Helma Karlsdóttir Karl Ólafsson
Reynir Karlsson Júlía Óladóttir
Karl Grétar Karlsson Margrét Jónasdóttir
Alda Karlsdóttir Danté Kubischta
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir minn, tegndafaðir, afi
og langafi,
BJARNI GUÐJÓNSSON,
Garðsenda 15, Reykjavík,
lést 3. ágúst á Vífilsstöðum.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13.
Lóa May Bjarnadóttir Benedikt Lövdahl
Bjarni Benediktsson
Pétur Þór Benediktsson Anna Kristín Guðmundsdóttir
Ása Diljá og Dagbjört Lóa
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
SKAPTI ÓLAFSSON
Maríubakka 2,
Reykjavík,
er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Kolbrún Gunnarsdóttir
Stella Skaptadóttir Ólafur Elísson
Sævar Skaptason Bryndís Óladóttir
Steinn Skaptason
Ólöf J. Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn