Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Veðrið skiptir um gír 2. Mætt á Þjóðhátíð eftir 10 ára fjarveru 3. Heilar kynfæri kvenna 4. Konur gerðar að skiptimynt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  90 ár verða í mars á næsta ári liðin frá því Natan Ketilsson og Pétur Jónsson voru myrtir á Illugastöðum í Húnavatnssýslu. Úr varð eitt þekkt- asta sakamál Íslandssögunnar sem endaði með því að Agnes Magnús- dóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin á Þrístöpum í janúar 1830 og var þar um að ræða síðustu aftökurnar á Íslandi. Sigríður Guð- mundsdóttir var send til fangavistar í Kaupmannahöfn. Leikhópurinn Aldrei óstelandi hyggst rannsaka tildrög morðanna í uppfærslu sem Marta Nordal leikstýrir og frumsýnd verður á Litla sviði Borgarleikhússins í októ- ber. Margt hefur verið rætt og ritað um ofangreinda atburði og í leikritinu verður hluti þess tekinn til greina. Leikarar í uppfærslunni eru Edda Björg Eyjólfsdóttir, Íris Tanja Ívars Flygenring, Stefán Hallur Stefánsson og Snorri Engilbertsson. Morgunblaðið/Rósa Braga Rannsaka morðin á Natani og Pétri  Á næstsíð- ustu sum- artónleik- unum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar verður Bösendorfer-flygill safnsins í aðalhlutverki. Þá leika ítölsku píanóleikararnir Marco Sco- lastra og Sebastiano Brusco fjórhent á flygilinn verk eftir Brahms, Schu- bert, Verdi, Martucci, Casella og Tsjaíkovskíj. Scolastra og Brusco eru báðir afar virtir og eftirsóttir píanó- leikarar í heimalandi sínu og hafa unnið til þekktra verðlauna og við- urkenninga á alþjóðlegum vettvangi. Heimsókn frá Ítalíu í Sigurjónssafni í kvöld Á miðvikudag Breytileg og síðar norðlæg átt 3-10 m/s og víða skúrir eða rigning, en styttir upp að mestu seinnipartinn. Hiti frá 8 stigum á Norðurlandi, upp í 17 stig suðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 8-13 m/s með rign- ingu og súld. Hægari vindur og birtir til eystra, en bætir í vind og fer að rigna þar í kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR „Mér finnst ótrúlega gaman að spila með svo marga áhorfendur á eftir mér. Það er kannski leiðinlegt að maður upplifi það bara einu sinni á ári því maður nær aldrei að spila eins og mað- ur á Íslandsmótinu,“ sagði Kristján Þór Einarsson m.a. í samtali við Morgunblaðið á Seltjarnarnesi í gær eftir að hafa sigrað í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerð- armóti Nesklúbbsins. »1 Kristján naut sín vel á Nesinu Hollendingurinn Lieke Martens var útnefnd besti leikmaður Evrópu- keppninnar í knattspyrnu í Hollandi. Varð hún í þriðja til fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins og vann til gullverðlauna með Hollend- ingum eftir sigur á Danmörku í úr- slitaleiknum. Er hún samherji Glódís- ar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengård en er á leið til Barcelona. »3 Leikmaður mótsins kemur úr Rosengård „FH tapaði þar með dýrmætum stig- um í toppslagnum en þokaði sér upp í þriðja sætið. Liðið er nú níu stigum á eftir Val þegar níu umferðir eru eftir, en liðin mætast einmitt í Kaplakrika í kvöld og þar verða FH-ingar að sigra til að eiga séns á að verja Íslands- meistaratitilinn,“ skrifar Einar Sig- tryggsson meðal annars um jafn- teflisleik KA og FH. »2-3 Eru FH-ingar að missa af titlinum? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Þau Margrét Sesselja Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með verkefnið Elligleði árið 2009. Hlutverk verkefnisins er að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Heimsækja þau alls 30 staði og eru heimsókn- irnar komnar vel yfir 2.000 í heild- ina, segir Stefán Helgi tenórsöngv- ari í samtali við Morgunblaðið. „Þetta myndi ekki ganga án hennar Margrétar Sesselju. Hún er svo já- kvæð og frábær einstaklingur, hún hrífur alla með sér og heldur utan um verkefnið, bókar alla tíma og sinnir þessu af heilum hug,“ segir Stefán. Söngurinn hrífur fólk með Hugmynd að verkefninu kemur frá Sesselju en hún bað Stefán um að koma og syngja í 90 ára afmæli móð- ur hennar árið 2009. Móðir Sesselju var þá mjög veik af alzheimer og dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík. Stef- án mætti þar ásamt Davíð Ólafssyni bassasöngvara og sungu þeir nokkur lög, sem vöktu mikla lukku. Tóku Sesselja og aðrir eftir að dval- argestir, sem nánast aldrei sýndu viðbrögð, sýndu þau allt í einu. Bað Sesselja því Stefán um að prófa þetta aftur á öðrum stað. Vakti heimsóknin aftur mikla lukku og eft- ir það varð ekki aftur snúið. Fara á um 15 staði í mánuði „Við reyndum alltaf að fara einu sinni í mánuði á hvern einasta stað en núna höfum við aðeins þurft að minnka við okkur. Þannig að nú för- um við á um 15 staði í mánuði og náum því öllum stöðunum á tveimur mánuðum,“ segir Stefán um gang mála. „Fólk með minnissjúkdóma er oft í sínum eigin heimi en einhvern veginn þá kemst það aðeins af stað. Sumir syngja með, aðrir raula og um leið og maður labbar út þá muna voða fáir eftir okkur en fólk er samt ánægt,“ segir Stefán um söngstund- irnar á dvalar- og hjúkrunarheim- ilunum. „Það eru tilfinningarnar, fólkið er hamingjusamt þennan til- tekna dag. Starfsfólk hefur sagt við okkur að staðurinn sé allt annar eftir heimsóknir okkar.“ Stefna á að halda ótrauð áfram Hann segir að framtíð verkefn- isins sé björt og sér enga endastöð á því. Leggja þau upp með að taka eitt ár í einu og þá frekar að draga úr heimsóknum heldur en að hætta. „Við ætlum að halda þessu áfram á meðan við tórum og nennum, það er mjög langur tími,“ bætir Stefán við að lokum. Elligleði syngjandi sæl í 8 ár  Hafa haldið yfir 2.000 söngskemmt- anir fyrir aldraða Gleði Verkefni þeirra Margrétar Sesselju og Stefáns Helga, Elligleði, hefur notið mikilla vinsælda allt frá upphafi. Stefán nefnir stundum við gestina að Stefán Íslandi tenórsöngvari hafi verið langafi hans. Vekur það mikla kátínu, að hans sögn, enda margir sem þekkja til Stefáns Ís- landi og hans ferils. „Þau grípa stundum að ég sé hann og koma til mín og þakka mér fyrir tónleika sem ég hélt eftir seinni heimsstyrj- öld. Að þau hafi beðið þrjá tíma í röð og þakkað mér fyrir. Ég tek bara undir og þakka þeim sömuleiðis,“ segir Stefán. Jafnan eru sungin gömul og góð lög frá miðri 20. öld á söngskemmtununum á vegum Sesselju og Stefáns. „Það er sungið með og það er svo gaman að þau verða svo ófeimin mörg. Allt í einu bresta margir í söng, koma til mín og halda utan um mig og syngja eins og við séum í útilegu. Það er alveg stórkostlegt þegar maður lendir í svoleiðis,“ segir Stefán um gleðina á skemmtununum. Er langafabarn Stefáns Íslandi FÆR ÞAKKIR FYRIR TÓNLEIKA SEM VORU Á MIÐRI 20. ÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.