Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar NORÐUR-DAKOTA Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjölmenni sótti hátíðarhöld á Íslendingadegi sem haldinn var í bænum Mountain í Norð- ur-Dakotaríki á laugardag. Í byggðum nyrst í ríkinu eru fjölmargir af íslenskum ættum, gjarnan í 4. lið afkomendur vesturfara 19. aldar. Í gær, mánudag, var Íslendingadagurinn svo haldinn hátíðlegur í Gimli í Manitoba í Kanada með veglegri dagskrá. Það var á þeim slóðum, við Winnipeg-vatnið, sem ís- lenskir vesturfarar í þúsundatali sóttu helst á frá 1873 og lengi þar á eftir. Afkomendur þess fólks skipta tugum þúsunda – og eru þeir almennt áhugasamir um tengslin við gamla landið. Mountain er lítið þorp þar sem búa 80 til 100 manns. Flestir hafa afkomu sína af ak- uryrkju, en byggðin stendur á víðlendri og því sem næst óendanlegri sléttu. Því var skiljanlegt að í mikilli bílalest sem ekið var í gegnum þorpið við upphaf hátíðarinnar mætti sjá menn á dráttarvélum. Fremstar fóru þó drossíur og þar sátu ís- lenskir hátíðargestir. Þeir voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ágústa Johnson, kona hans, Geir H. Haarde, sendi- herra Íslands í Bandaríkjunum, og kona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, og Þórður Bjarni Guðjónsson, ræðismaður Íslands í Winnipeg. Áhugasamt um Ísland Í samkomu í félagsheimilinu í Mountain gerðu ræðumenn hin góðu tengsl Íslands og fólks í Norður-Dakota að umtalsefni og minntu á mikilvægi þeirra. Íslenskur dans- hópur kom fram og í sölutjöldum var kaffi- brauð í íslenska stílnum. Fólkið sem býr á þessu svæði og er ættað frá Íslandi er yfirleitt áhugasamt um Ísland og fylgist með fréttum þaðan, kann hrafl í ís- lensku og spyr tíðinda að heiman. Einnig er það áhugasamt um slóðir forfeðra sinna á Ís- landi, en íslensku Dakota-fararnir voru gjarnan úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Spyrja helst tíðinda að heiman  Íslendingadagur í Norður-Dakota og Gimli um helgina  Sterkt tengsl og þjóðlegt kaffibrauð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íslendingadagur Fulltrúar Íslendinga í Norður-Dakota og fulltrúar að heiman samankomin á Íslendingadeginum, m.a. utanríkisráðherra Íslands og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Bíltúr Guðlaugi Þór og Ágústu var ekið um á opnum blæjubíl. Víkingar Þeir voru vígalegir þessir kappar í Norður-Dakota.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.