Morgunblaðið - 08.08.2017, Page 24

Morgunblaðið - 08.08.2017, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 ✝ Kristján Jó-hann Ólafsson fæddist í Reykjavík 24. desember 1932. Hann lést á heimili sínu 26. júlí 2017. Foreldrar hans voru Ólafur Ein- arsson sjómaður, f. í Reykjavík 8. apríl 1888, d. 5. febrúar 1980, og Sigrún Kristín Kristjáns- dóttir matráðskona, f. 19. nóv- ember 1896 í Vigur í Ísafjarð- ardjúpi, d. 11. janúar 1968. Kristján átti sex systkini, þar af þrjú alsystkini. Systir Krist- jáns er Hulda Guðrún Ólafs- dóttir Getz, búsett í Los Angel- es, f. 1. nóvember 1926. Bræður fag m.a. hjá Bólstrun Gunnars Helgasonar og hjá Stál- húsgögnum. Í lok starfsævinnar vann Kristján Jóhann hjá Plast- prenti hf. Hinn 2. júlí 1955 kvæntist Kristján Jóhann eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jórunni Önnu Sig- urjónsdóttur frá Reykjavík, f. 18. júlí 1934. Þau hjónin eiga fjögur börn, Önnu Hlíf, f. 6. apr- íl 1952, maki hennar er Jón Sveinsson, f. 12. febrúar 1945, Ólaf, f. 23. apríl 1957, Sigurjón, f. 11. desember 1964, maki hans er Ásta G. Björnsdóttir, f. 8. nóvember 1963, Fríðu, f. 29. mars 1973, maki hennar er Ragnar Reynisson, f. 14. nóv- ember 1972. Einnig lætur Kristján Jóhann eftir sig 15 barnabörn, 24 barna- barnabörn og eitt barnabarna- barnabarn. Útför Kristjáns Jóhanns fer fram frá kirkju Óháða safnaðar- ins í dag, 8. ágúst 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Kristjáns voru Ólafur Einar, f. 21. nóvember 1928, d. 16. september 1974, og Kristinn, f. 27. desember 1935, d. 28. júlí 1963. Hálfsystkini Krist- jáns, sammæðra, voru Guðmundur, Sólveig og Hanni- bal. Kristján Jóhann ólst upp frá tveggja ára aldri á Ingunnarstöðum í Brynjudal hjá hjónunum Lúther Lárussyni og Guðrúnu Sigtryggsdóttur. Kristján Jóhann lærði hús- gagnabólstrun í Iðnskólanum í Reykjavík og í Nýju bólst- urgerðinni. Hann stundaði sitt Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku pabbi minn, ég er ekki enn farinn að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þótt heilsan hafi verið slæm hjá þér síðustu ár var hugur þinn alltaf skýr og við vonuð- umst til að hafa þig hjá okkur lengur. Þegar ég skrifa þessar línur hrannast upp minningar frá því að ég var lítill strákur að alast upp í Rofabænum hjá ykkur mömmu, hvað þú varst alltaf þol- inmóður og góður við mig. Ég man eftir því að þú fórst með mig í sunnudagaskólann, spilaðir við mig körfubolta úti á skólavelli og margt fleira. Minn- isstæðar eru allar ferðirnar á æskuslóðir þínar í Brynjudal. Þar fórum við í ógleymanlegar fjallgöngur upp að Hvalvatni og Sandvatni. Þú varst mikið nátt- úrubarn og undir þér alltaf best í sveitinni, hlaupandi upp um fjallshlíðar með sjónaukann um hálsinn. Þú varst jafnlyndur, heiðar- legur og góður maður, sást alltaf það besta í fólki og hallmæltir ekki nokkrum manni. Stelpunum mínum varstu góður afi. Hafðir alltaf tíma fyrir þær og þær fundu hvað þér þótti vænt um þær. Þær hafa misst mikið. Þeim þykir svo vænt um þig og sakna þín mikið, eins og við öll. Þið mamma hafið alltaf verið hjá okkur á öllum hátíðum og sambandið alltaf verið náið og gott. Það verður skrítið að halda jól og enginn pabbi spenntur að borða möndluísinn. Þið mamma áttuð yndislegt og gott hjónaband og missir hennar er mikill, þið voruð sem eitt. Elsku pabbi, þakka þér fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur alltaf sýnt mér, betri föður hefði ég ekki getað eignast. Ég lofa þér því að við Ásta og stelpurnar munum hugsa vel um mömmu. Ég mun alltaf elska þig, pabbi minn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma Kristján Jóhann Ólafsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar HALLGRÍMS BOGASONAR, Heiðarhrauni 28, Grindavík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þóhildur Rut Einarsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BÖÐVARSSONAR frá Brennu. Róbert Hilmir Anna María Böðvar Páll Ásthildur Björg Jóhanna Kristín Lilja Björk Soffía Eyrún tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Halldóra Sig-urgeirsdóttir fæddist í Bolung- arvík 8. ágúst 1936. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 29. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Guðfinns- dóttir, f. 29. mars 1909 í Litlabæ í Ögursveit, d. 3. okt. 1994, og Sigurgeir Guðmundur Sigurðs- son, f. 22. júlí 1902 á Markeyri í Skötufirði, d. 28. júlí 1995. Systkini Halldóru eru Evlalía, f. 13. apríl 1927, d. 1. des. 2014, Guðfinnur, f. 28. apríl 1929, d. 17. ágúst 1930, Guðfinna Sig- urborg, f. 7. ágúst 1931, Erla, f. 24. des. 1932, Jón Eggert, f. 17. okt. 1937, d. 15. des. 1995, Þór- arinn, f. 12. maí 1939, d. 9. feb. 1961, Guðmundur Baldur, f. 20. júní 1941, Svenna Rakel, f. 31. mars 1943, d. 16. feb. 2008, Heiðrún, f. 1. mars 1946. Upp- eldisbróðir Ásgeir Guðmunds- son, f. 12. des. 1919, d. 13. jan. 1997. Halldóra giftist 15. jan. 1960 Erling Sigurlaugssyni bifvéla- virkjameistara, f. 4. apríl 1936 einn son, Jóhann Atla, c) Jó- hönnu, f. 23. sept. 1992, d) Mar- gréti, f. 10. jan. 1995, og e) Júl- íönu Karitas, f. 20. júní 2003. 3) Rúnar, starfsmaður í Ási Kópa- vogi, f. 10. jan. 1970. Halldóra ólst upp í Bolung- arvík og stundaði þar hefð- bundna skólagöngu. Hún hélt áfram námi eftir miðjan aldur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1994 og BA í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Ís- lands árið 2000. Halldóra vann ýmis skrif- stofustörf, lengst af hjá Lands- samtökunum Þroskahjálp, og var ritstjóri tímaritsins Þroska- hjálpar í mörg ár. Hún var fulltrúi samtakanna í norrænu samstarfi til margra ára og sótti fjölda ráðstefna fyrir þeirra hönd á erlendri grundu. Hún var einnig formaður ým- issa nefnda samtakanna um sértæk verkefni. Þá lét Hall- dóra einnig mikið til sín taka í réttindabaráttu fatlaðra um árabil en hún var einn af stofn- félögum Landssamtakanna Þroskahjálpar. Halldóra og Erling hófu bú- skap á Ísafirði og bjuggu þar sín fyrstu ellefu hjúskaparár en fluttu síðan á Seltjarnarnes árið 1971 og bjuggu þar það sem eftir lifði. Útför Halldóru fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 8. ágúst 2017, og hefst athöfnin kl. 15. á Ísafirði, d. 21. des. 2010. For- eldrar hans voru hjónin Karitas Ingibjörg Rósenk- arsdóttir, f. 17. september 1909 í Súðavík, d. 9. ágúst 1994, og Sig- urlaugur Þorleifur Sigurlaugsson, f. 20. ágúst 1903 á Ísafirði, d. 28 júlí 1965. Halldóra og Erling eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Reynir fasteignasali, f. 3. júlí 1960, kvæntist Jóhönnu Ingadóttur, f. 8. mars 1963, þau skildu, þau eiga tvo syni a) Inga Karl, f. 19. júlí 1981, maki: Sara Björk Hauksdóttir, f. 7. jan. 1977. Hún á tvær dætur, Sigríði Ylfu og Þorgerði, og saman eiga þau Jóhönnu. b) Erling, f. 8. maí 1989. 2) Ingilaug grunnskóla- kennari, f. 18. feb. 1963, gift Jó- hanni Kjartanssyni, f. 13. maí 1959, þau eiga fimm dætur: a) Halldóru Elínu, f. 24. sept. 1985, maki Atli Jóhannesson, f. 15. júní 1988, þau eiga eina dóttur, Þóreyju, b) Snjólaugu, f. 13. nóv. 1987, maki Einar Ósk- arsson, f. 3. júní 1987, þau eiga Kveðja til ástkærrar móður okkar. Þú ert ljúfasta ljóðið og lagið, sem yfir töfrunum býr. Þú setur brunann í blóðið, boðar frelsi og ævintýr, kveikir gneistann, glóðina magnar, og gefur hjartanu ljós og yl. Þú fagnar – fagnar því öll að vera til. Á liminu laufið titrar og lofsyngur hvern þinn andardrátt. Steinninn starir og glitrar, stráin fá nýjan mátt. Návist þína þrá naktir sandar, nábleikar heiðar og akurrein. Hvert sem þú ferð, til fjalls eða strandar – þú andar – andar lífi í mold og stein. Þú hlærð, svo himnarnir ljóma. Á heillandi dans minna öll þín spor. Orð þitt er ilmur blóma, ást þín gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjarnið kalt. Í hvílunni engin jafn-sólhvít sefur. Þú gefur – og gefur – allt. (Davíð Stefánsson) Reynir, Ingilaug og Rúnar. Kær tengdarmóðir mín hefur kvatt. Henni var alla tíð umhug- að um sitt nánasta fólk, vegferð þess og lífsins gang. Var sann- arlega lifandi í sínu lífi, spurði spurninga og sýndi áhuga á mönnum og málefnum. Trygg- lyndi var henni í blóð borið. Mér var hún afskaplega kær, ljúf og góð. Tengdamóður mína kveð ég með virðingu og hlýju og þakka samfylgdina. Jóhann Kjartansson. Elsku amma Dóra. Alltaf þeg- ar ég hef sest niður fyrir framan tölvu til að setja saman texta, af hvaða tilefni sem er, hef ég feng- ið ömmu Dóru til að lesa hann yf- ir. Einu sinni átti ég að skila rit- gerð í menntaskóla um bók sem mér þótti afskaplega leiðinleg og skildi eiginlega varla um hvað fjallaði. Ég fór niðurlútur til ömmu og bað um hjálp og hana munaði nú ekki um það að að- stoða drenginn við að snara sam- an texta á einu kvöldi. Fyrir þessa ritgerð fékk ég sérstakt hrós frá kennaranum fyrir fram- an bekkinn. Amma var snillingur og frá- bær manneskja. Hún kláraði bókmenntafræði í Háskólanum á sjötugsaldri. Hún hafði alltaf tíma fyrir öll barnabörnin og þótti ekkert skemmtilegra en að hafa okkur öll í kringum sig. Það var alveg sama hvað bjátaði á, alltaf gat maður leitað til ömmu. Nú er amma Dóra fallin frá eftir stutta og snarpa baráttu við krabbamein. Ég mun minnast ömmu með hlýju og söknuði. Ömmumaturinn, þar sem öll fjöl- skyldan kom saman og borðaði góðan mat, var í sérstöku uppá- haldi og við barnabörnin höfum ákveðið að halda í þá hefð. Guð geymi þig og afa. Ingi Karl. Elsku amma. Þvílíkur heiður sem það hefur verið að eiga þig að og ég er stolt af því að vera barnabarn þitt. Þú varst einlæg, hjálpsöm, traust og einstaklega ástkær en fyrst og fremst hafðir þú þann góða kost að draga fram það besta sem í hverjum og ein- um bjó. Svo varstu líka bara svo skemmtileg, eins og ein af vin- konunum, enda þegar ég hélt upp á afmælið mitt síðasta haust og ég ætlaði bara að hafa smá kaffiboð fyrir vinkonur mínar kom ekki annað til greina en að bjóða þér líka. Þú varst og verð- ur alltaf höfðinginn í fjölskyld- unni, og þú varst alltaf til staðar svo við, fólkið sem þú elskaðir, gætum blómstrað og notið okkar í daglega lífinu. Manni fannst kannski sjálfsagt að fara í ömm- umat í öll þessi skipti en þegar ég lít til baka var þetta ekki sjálfsagður hlutur, heldur for- réttindi. Þú lagðir hart að þér við að rækta fjölskyldutengslin og þeir sem þér þótti vænt um fundu fyrir væntumþykju í orði þínu og verki. Til dæmis hafði hver einasti jóla- og afmælis- pakki frá þér verið valinn af kostgæfni fyrir þann sem pakk- ann átti að fá og þú nostraðir við innpökkun og að skrifa falleg orð á kort. Þú varst líka boðin og bú- in að hjálpa, og gott dæmi um það var þegar ég var í algjöru veseni að finna kjól fyrir fiðlu- ballið í MR. Fyrir þér var þetta ekkert vandamál heldur skemmtileg áskorun, þú skelltir bara upp saumastofu heima á Stekkjarflötinni og saumaðir á mig síðkjól á tveimur dögum. Kjóllinn var ótrúlega flottur. Hjá þér var gott að vera og njóta líðandi stundar yfir rjúk- andi heitum kaffibolla eða góm- sætu snarli sem þú tíndir til úr frystinum. Bestu stundirnar voru í sumarbústaðnum ykkar afa, þar bjuggum við til enda- lausar minningar sem ég mun seint gleyma. Á páskunum í bú- staðnum voru iðulega borðuð mörg páskaegg, og mér eru sér- staklega minnisstæð viðbrögð þín þegar málshættirnir sem komu úr eggjunum voru lesnir upp. „Já, það er sko alveg rétt!“ sagðir þú sama hversu fáránleg- ir málshættirnir voru og út- skýrðir innhald þeirra fyrir okk- ur þannig að hægt væri að draga lærdóm af þeim. Af þér lærði ég svo margt. Elsku amma mín, það er svo sárt að kveðja þig. Alveg eins og þú breiddir heklað sjal yfir axl- irnar á mér þegar ég var þreytt eða mér var kalt, þá breiði ég yf- ir þig núna til að hlýja þér svo þér líði vel. Þú ert fallegasti eng- illinn á himnum. Þín einlæg, Jóhanna. Mér finnst svo óraunverulegt að þú sért farin, elsku amma mín. Þú varst stór hluti af mínu lífi og það er erfitt að hugsa til þess að ég fái ekki að sjá þig aft- ur. Ég á eftir að sakna þinnar einstöku nærveru og hlýju. Þú varst alltaf til staðar með opinn faðminn og góð ráð þegar ég þurfti á að halda. Þegar ég bjó í Danmörku vor- um við duglegar að skrifa hvor annarri. Þú sýndir öllu því sem ég tók mér fyrir hendur svo mik- inn áhuga og veittir mér ómæld- an stuðning. Í einum tölvupóst- inum skrifaðir þú: „Njóttu lífsins eins og þú best getur. Tíminn líð- ur hratt. Trúðu mér.“ Þetta eru orð að sönnu og þessi orð mun ég hafa að leiðarljósi í lífinu. Ég vona að þér líði vel núna, elsku amma mín. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Margrét Jóhannsdóttir. „Gjörið svo vel“ söng amma alltaf í dyrasímann á Hrólfs- skálamelnum. Í dyragættinni stóð hún og tók á móti manni með stóran og mjúkan faðminn. Svona var amma, alltaf svo hlý og góð. Alltaf til í að hlusta á það sem maður hafði frá að segja úr sínu lífi. Það er svo ótalmargt sem mig langar til að segja um ömmu. Hún var svo dugleg, allt- af að. Þegar við fórum í mán- aðarlega ömmumatinn stóð amma í eldhúsinu allan daginn og undirbjó matinn. Allt var gert frá grunni. Það var alvöru heimilismatur á boðstólum. Eng- inn tískumatur eins og hún kall- aði það. Iðulega bauð hún upp á heimabakaðar bollur eða brauð og síðan var eftirréttur. Oftast var fullt af ávöxtum og eitthvað sætt með. Amma hélt fjölskyld- unni saman með ömmumatnum og það var ómetanlegt. Amma var alltaf með eitthvað í höndunum. Hún prjónaði, hekl- aði og saumaði töskur, svuntur, teppi og margt fleira. Margt af því sem hún gerði var hennar hönnun. Hún var stundum spurð hvort hún vildi ekki selja hönn- unina sína. En hún var alls ekki til í það, vildi bara að sínir nán- ustu fengu að njóta. Það var svo gaman að fá pakka frá ömmu því þeir voru sannkölluð listaverk. Hún vandaði sig við hvern ein- asta pakka. Amma var svo þakklát þegar maður bauðst til að hjálpa. Síð- astliðin jól bauðst ég til að hjálpa henni að þrífa. Þegar við mamma kláruðum að þrífa sagði hún „Snjólaug mín, þú gerir það ekki endasleppt“ og gaf mér svuntu sem hún hafði hannað og saumað sjálf. Þetta var síðasta gjöfin, af svo ótalmörgum í gegnum árin, sem ég fékk frá henni. Hana mun ég alltaf eiga, setja hana upp um jólin og baka eitthvað gott, eins og amma. Ég átti stórkostlega ömmu. Hún var svo mikil fyrirmynd og mun ég ávallt minnast hennar sem einstakrar ömmu. Elsku amma, ég sakna þín. Snjólaug Jóhannsdóttir. Hún hét Halldóra eins og móðuramma okkar, en við systk- inin kölluðum hana alltaf Dóru. Við andlát hennar leitar hugur- inn til æskuáranna í Bolungarvík þar sem við ólumst upp í stórum hópi systkina við mjög gott at- læti og mikið öryggi. Foreldr- arnir stunduðu búskap meðfram sjómennsku pabba og vandist Dóra snemma á að sinna heim- ilisstörfum jafnt og vinnu við bú- skapinn. Margar góðar minning- Halldóra Sigurgeirsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS BRANDSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 31. júlí. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju föstudaginn 11. ágúst klukkan 13. Brandur St. Guðmundsson Edda G. Ríkharðsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Þórhallur Halldórsson Ríkharður Þór Brandsson Guðrún Sigurbjörnsd. Cooper Lilja Brandsdóttir Valdís Guðrún Þórhallsdóttir Halldór Bjarni Þórhallsson Mikael Aron Ríkharðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.