Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 25

Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 25
og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þinn sonur, Sigurjón. Þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Elsku Jói, þessi orð eru mér hugleikin þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð til þín. Örlögin höguðu því þannig til að á erfiðu tímabili í lífi móður minnar tókuð þið Anna frænka yngri bróður minn, Sigurjón, til ykkar til að létta undir með henni. Ráðstöfun sem átti ein- ungis að vera tímabundin en varð að lokum þannig að hann ólst upp hjá ykkur. Yfirleitt myndi maður ætla að ef einn úr systkinahópi væri ekki alinn upp á sama heimili og hin myndi ákveðin gjá myndast á milli þessa barns og hinna. Þetta varð hins vegar ekki raunin hjá okkur systkinunum og mér er til efs að til séu nánari bræður en ég og Sigurjón. Ástæðan er líklega sú að þið, mamma og allir sem í kringum okkur voru létu okkur aldrei finna að þetta væri á neinn hátt óvenjuleg ráðstöfun. Þið Anna opnuðuð heimili ykkar ekki einungis fyrir Sigurjóni heldur öllum systkinahópnum. Margar af bestu æskuminn- ingum mínum eru tengdar ykkur fjölskyldunni. Fjölmargar sum- arbústaðaferðir í Ölfusborgir, veiðiferðir á Þingvelli og ótelj- andi stundir í Árbænum. Þú að glugga í alfræðibækur og segja okkur krökkunum frá einhverj- um skrýtnum og skemmtilegum staðreyndum um lífið og til- veruna. Að ógleymdum jólaboð- unum þar sem dansað var í kringum jólatréð, bornar fram dýrindis krásir og jólaölið bland- að eftir kúnstarinnar reglum af húsbóndanum. Elsku Jói, þú varst ekki mað- ur margra orða en lést verkin tala. Í raun er það þannig að þeir sem góðverkin vinna gera það í hljóði og ætlast ekki til að fá hól eða lof fyrir. Ég vil með þessum orðum þakka þér alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér alla tíð og óteljandi dýrmætar æskuminningar. Elsku Anna frænka, Anna Hlíf, Óli, Sigurjón og Fríða. Ykk- ur, og fjölskyldum ykkar, send- um við Nonni okkar innilegustu samúðarkveðjur, Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir) Steindór. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Styrkir Virk Starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. Framkvæmdastjórn VIRK úthlutar styrkjunum tvisvar á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum fyrir 15. janúar eða 15. ágúst ár hvert. Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar í framhaldinu af framkvæmdastjórn VIRK, í mars og október, að fenginni umsögn frá sérfræðingum VIRK. Sérstaklega verður horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rannsóknar- og þróunarverkefna tengdu ungu fólki í styrkveitingum VIRK árið 2017. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir á styrkjum til VIRK og umsóknareyðublöð má finna á www.virk.is Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2017. Styrkir VIRK Tilkynningar Auglýsing um próf til viðurkenningar bókara Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara 2017 sem hér segir: • Prófhluti I: Reikningshald 12. október 2017 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. • Prófhluti II: Skattskil og upplýsingatækni 21. nóvember 2017 – prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. • Prófhluti III: Raunhæft verkefni 16. desem- ber 2017 – prófið hefst kl. 12 og stendur til kl. 17. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglu- gerðar nr. 686/2015 um próf til viðurkenningar bókara og til prófefnislýsingu sem birt er á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins www.anr.is. Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 35.000. Próftökugjöld skal greiða í síðasta lagi fjórum vikum fyrir hvern auglýstan prófdag. Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé skil- yrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að próf- tökumaður sé lögráða og hafi forræði á búi sínu (að búið hafi ekki verið tekið til gjald- þrotaskipta). Væntanlegir prófmenn skulu skrá sig til prófs á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins www.anr.is Reykjavík, 4. ágúst 2017. Prófnefnd viðurkenndra bókara Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa. kl. 9-12 og 12 -15. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12:30. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8:30- 15:45. Hádegismatur, bjúgu, kl. 11:40-12:45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15 -15:45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir vel- komnir nær og fjær. Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.00. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617-1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:45. Göngu- hópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Gerðubergi 3-5 Opin handavinnustofa kl. 10-14. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, Bónusbíll kl.12.40, listasmiðjan er opin 9-15.30, brids kl.13, bókabíll kl.14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri og búsetu í nánar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11,opin listasmiðja 9-16, ganga m.starfsmanni kl.14, boccia,spil og leikir kl.15.30. Uppl. í s. 4112760. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Til sölu Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitulagna. Vatnsgeymar 100-50.000 lítra. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? ar eigum við frá heyskap í Vatnsnesi. Um tvítugsaldur dvaldist Dóra tvö ár í Svíþjóð við nám og störf, en utanlandsferðir voru ekki jafn sjálfsagðar þá eins og seinna varð. Áður en hún fór ut- an hafði hún kynnst æskuást- inni, honum Erling, og má segja að hann hafi „setið í festum“ á Íslandi við nám meðan Dóra fékk smjörþefinn af hinu stóra útlandi. En mikil var gæfa Dóru að hann hafði þolinmæði til að bíða hennar. Þau giftu sig og hófu búskap á Ísafirði og síðar á Seltjarnarnesi. Hjónaband þeirra var ástríkt og farsælt alla tíð, en Erling lést fyrir aldur fram árið 2010. Þau byggðu sér sumarbústað sem varð sælureit- ur þeirra, oft var þar fjölmennt og þangað var gott að koma enda voru þau hjón höfðingjar heim að sækja. Við eftirlifandi systkini Dóru erum þakklát fyrir að hafa átt hana að, til hennar var alltaf gott að leita og var samband okkar alla tíð ljúft og gott. Snörpum og erfiðum veikind- um tók hún af æðruleysi. Við gátum verið henni nokkur styrk- ur síðustu mánuðina og hún var ekki síður okkar styrkur og má segja að við upplifðum æskuna að nokkru leyti þótt aðstæður hafi verið aðrar og erfiðari. Boðskapur uppeldisins var að við ættum að standa okkur og ekki ætlast til of mikils af öðrum, vera fremur veitendur en þiggj- endur og veita þeim styrk sem minna mættu sín. Þessum vænt- ingum foreldranna stóð Dóra undir af myndarskap, hún kunni vel að taka mótlæti með þolin- mæði og meðbyr af lítillæti. Við óskum Dóru velfarnaðar á nýjum leiðum og biðjum hennar nánustu guðs blessunar. Megi systir okkar hvíla í friði. Guðmundur Baldur Sigurgeirsson. Með þessum orðum vil ég minnast elskulegrar fyrrverandi tengdamóður minnar, Halldóru Sigurgeirsdóttur. Ég hef stund- um sagt að hún hafi verið helsta fyrirmynd mín í lífinu. Ég kynnt- ist henni þegar ég var 16 ára. Þá kom ég fyrst á heimili tengda- foreldra minna á Seltjarnarnes- inu. Mér var vel tekið eins og öll- um sem komu þangað. Ég var feimin og uppburðarlítil í fyrstu. En með okkur tókust góð kynni og við spjölluðum mikið saman. Ég drakk af áfergju í mig alla þá visku og þekkingu sem hún bjó yfir. Dóra kenndi mér svo margt. Hún kenndi mér ekki síst að njóta – hvort heldur það var list, matur eða einfaldlega að kryfja málin saman. Dóra hafði óþrjót- andi áhuga á fólkinu sínu og hún vildi fá að fylgjast með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég man að mér þótti hús tengdaforeldra minna flott og tilkomumikið. Það var allt svo smart hjá þeim. Þau höfðu raðað múrsteinum undir sjónvarpið, voru með hlið í stað eldhúsdyra eins og maður sá í kúrekamynd- unum og baðkarið var niðurgraf- ið – allt var svo fallegt og sér- stakt. Dóra var afar stolt kona. Hún hafði til að bera reisn sem mér fannst eftirsóknarverð. Hún vildi ekki vera neinum háð og það kom skýrt fram í baráttu hennar fyrir hagsmunum Rún- ars. Hún bar hag hans fyrir brjósti alla tíð og sótti fast að hann nyti alls hins sama og syst- kini hans og hún þoldi enga „aumingjagæsku“. Dóra var heimskona – hún hafði búið í útlöndum sem ung kona og bar það með sér alla tíð. Eitt af því sem hún gerði og lýsir henni vel var að hún tók sig til og settist á skólabekk þegar hún var komin á miðjan aldur. Þetta fór ekki hátt en hún stundaði námið af miklum áhuga og sam- viskusemi og hætti ekki fyrr en hún lauk námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Leiðir skildi hjá okkur Reyni og eins og gefur að skilja reyndi það á alla í fjölskyldunni. Það var ekki síst erfitt fyrir mig og tengdamóður mína. En við fund- um okkar leið til að halda þræð- inum sem við höfðum spunnið. Við gerðum það í gegnum syni okkar Reynis, Inga Karl og Er- ling, og bjuggum til okkar hefð- ir. Dóra hafði fyrir reglu að bjóða mér og Ingilaugu í mat eða út að borða í kringum afmælin okkar. Hún sendi mér alltaf fal- lega kveðju þegar strákarnir okkar áttu afmæli. Þetta þótti mér ákaflega vænt um. Það bar aldrei skugga á samband okkar og þráðurinn slitnaði aldrei. Fyrir þetta er ég afar þakklát og fyrir það að hafa fengið að vera hluti af fjölskyldunni hennar Dóru. Hvíl þú í friði, elsku Dóra, þín Jóhanna (Hanna).  Fleiri minningargreinar um HalldóruSigurgeirs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.