Morgunblaðið - 08.08.2017, Page 33

Morgunblaðið - 08.08.2017, Page 33
Dúndurdúett Milkywhale, þau Árni Rúnar Hlöðversson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, á sviði Húrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg » Að vanda var tónlistarhá-tíðin Innipúkinn haldin í Kvosinni í Reykjavík um helgina. Boðið var upp á fjöl- breytta tónleikadagskrá þrjá daga í röð og steig fjöldi lista- manna og hljómsveita á svið á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þeirra á meðal voru Between Mountains, Cyber, Fufanu, Jón Jónsson, Sóley, Sturla Atlas, Vök, Dimma, FM Belfast og Milkywhale. Naust- in voru tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð meðan á hátíðinni stóð og boðið upp á götuhátíð- arstemningu gestum til gleði. Innipúkinn haldinn í Kvosinni um verslunarmannahelgina Vinkonur Debby, Elísa, Kristín og Jasmín skemmtu sér á Innipúkanum. Innipúkar Gestir á Gauknum þegar hátíðin var haldin 16. árið í röð. Rappað Tónlistarmaðurinn Elli Grill kom fram á Gauknum. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 8 SÝND KL. 4, 6, 8, 10 SÝND KL. 4, 7, 10 SÝND KL. 10ÍSL. 2D KL. 4, 6 Sönglagahöfundurinn Burt Bach- arach krafðist þess nýlega að lög um höfundarrétt og ritstuld yrðu endur- skoðuð. Frá þessu er sagt á vefsíðu BBC. Bacharach telur að of þungt sé tekið á ýmsum ákærum gegn söng- lagahöfundum um ritstuld. Hann leggur til að nefnd sérfræðinga dæmi um brot á höfundarrétti. „Þetta eru ekki nákvæm vísindi,“ sagði Bacharach við fréttamann BBC. „Ég held að það sem þurfi að gera sé að hafa til taks þrjá eða fjóra sér- fræðinga sem má treysta.“ Nefndin geti svo ákvarðað hvort tiltekið lag sé afsprengi af öðru eða ekki. Bach- arach heldur því fram að óhjá- kvæmilegt sé að sum lög líkist öðr- um því ekki séu til óteljandi nótur. Listamenn á borð við Robin Thicke, Pharrell Williams og Ed Sheeran hafa m.a. verið ásakaðir um ritstuld. Hinir tveir fyrrnefndu neyddust til að greiða fjölskyldu Marvins Gaye um 7,3 milljónir dala (763 milljónir ísl. kr.) þegar dæmt var gegn þeim í málsókn vegna ritstuldar. Burt Bacharach kallar eftir lagabreytingu Morgunblaðið/Ófeigur Tónsmiður Burt Bacharach á tón- leikum í Hörpu síðasta sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.