Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 2
um svo vel t-il þess, að hann faðirinn elskulegi er liátt upphafinn yfir oss auma og hrotlega, vérfinnum það svo vel, að hjá honum hlýturkær leikurinn, réttlætið, almættið og vizkan að vera á hæðsta stigi; ekkert óhreint, ekkert auðvirðilegt, ekkert ranglátt, ekkert ófullkomið getur honum verið eiginlegt; sem skapað hefir þenna undraheim, semstjórn- ar þessum andans öflum, sem hræra sig'hjá mannflokkum þjóðum og einstaklingum, hjá honum sém er upphaf og aðili hinnar veglegustu tilfinningar í hjörtum vorum kærleikans. Það er dýrðin hans, sernvér viljum víðfrægja, það er hans tilbeiðsla, sem vér viljum efla, það er hugmyndin um hann, sem hinn fullkomna, hreina heilaga og góða, sem vér viljum reyna að skýra fyrir löndum vorum. Vér höfum svo átakanlega þreifað á því, að hinar eldri hugmyndir kirkjunnar gefa ekki Guði hvað Guðs er, og vér höfum fundið svo margar gloppur á fyrirdœmingar-kenningunni, vér getum meira að segja rakið hana til upphafs síns og vitum hvaðan hún er komin; vér liöfum séð náttúru- frœðina, jarðfrœðina, málfrœðina, þjóðafi'œðina (eþnologia) stjórnfrcéð- ina tæta svo í sundur hinn hókstaflega innhlástur, aðvér myndum ekki geta litið framan í nokkurn mann, ef vér færum að segja, að hiflían væri öll guðdómlega innhlásin. Fyrir þessu öllu ætlum vér með Guðs hjálp, að gjöra fulla grein í hlaði voru. Því er svo varið, hvort sem er, að engum heilvita hugsandi manni er mögulegt að trúa því sem guðdómlega sönnu, er hann veit með sjálfum sér að er rangt. Vér Islendingar höfum allt of lengi legið í draummóki, en nú er dagur risinn, nú er andi þjóðarinnar vaknaður, nú loks er alþýða manna far- in að hugsa; hún er farin að finna það, að sjálfs er höndin hollust; að finna það. að úr því hún á að ábyrgast sjálf, þá þarf hún að hugsa sjálf, að henni dugir ekki, að hyggja sitt hið helgasta málefni á sögu- sögn annara, sem þá optlega vilja misjafnt gefast-, eins og gengur. Þjóðin er vöknuð, vér viljum skýra fyrir henni málefni þetta,sem frekast er unnt. Mannasetningar eða mannahoðorð hirðum vér eigi um. Ef tími leyfir getum vér skýrt svo hina helgu sögu, að þar komi margt í ljós, sem áður hefir hulið verið. Sannleikann, þann fvilsta sannleika, sem vér þekkjum, viljuin vér boða mönnum. í trúmálum sem öðru getum vér ekki á öðru byggt enn sannleika þeirn fyllsta, er vér getum fundið, vei þeim, er annað hugsa, það væri að svívirða og niðurlægja Guð, svívirða og niðurlægja mannkynið. Það er trú vor, að vér séum Guðs ættar, hans synir og dœtur, að vér séum andi af hans anda, sálir af hans sálu, að vér séum einlagt á fullkomnunar cg fram- farastigi, einlagt á leiðinni, að komast nær og nær föðurnum elskulega. Margt er hjá oss hogið, margterhjá oss áhótavant, mörg er vbr syndin,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.