Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 14

Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 14
—14— En þó mi vísindin neyðist til, að tæta þessa gömlu sköpunar- sögu í sundur, vilja þau ekki eyðileggja hana. Þau vilja aukakana og gera enn mikilfenglegri. Þeir atburðir hafa átt sér stað, eins og vísindin geta sýnt, að ofsa-liugmyndir hinna fyrstu manna jafnast ekki á við þá. Vísindin vilja sýna oss, að sköpunarverkinu var ekki lokið á einni viku, heldur að það heldur áfram enn, að það heldur áfram daglega fyrii'g augr.m voium og mun þf.nnig’ halda áfxam þangað til pláneta sú, er vér hyggjum, líður undir lok, að Guð hvílist aldrei,_ en skapar og skapar hvíldarlaust og eys úr nægtahúri sínu öllu góðu yfir allt, sem er og hrærist. I þessari ritgerð vildum vér leytast við að sýna, hvernig hinir sex sköpunar-dagar endurtakast daglega og mvnda hjá oss sköpunarsögu svo miklu stærri, en þá, er hiflían hefir, knýjandi oss til lotningar og tilbeiðslu. 1. FESTINGIN OG HIMINT UNGLIN. I gömlu sköpuuarsögunni er jörðin látin skipa öndvegi í huga hins almáttuga og öll önnur himintungl sögð sköpuð hennar vegna. Sól, tungl og stjörnur eru þar hara lampar, hengdir neðan 1 himinþak- ið til þess, hæði að lýsa mönnum á jörðunni og skipta tímanum í dagog nótt. Vísindin aptur á móti segja oss það, sem er mikið undraverðara, það, að jörðin sé hnattmyduð, að hún snúist um möndul sinn og að hún renni braut sína óhindruð um himingeiminn í flokki þess stjörnu- kerfis, er gengur umhverfis sólina. Hvar er þá „hið minna ljósið“, er sett var, „til að ráða nóttunni“? Þegar tveir landmælingamenn, í mílu fjarlægð hver frá öðrum, sjá einn og sama hlut, er frá háðum sýnist- í sama stað og í sömu fjarlaögð, þá vita þeir. að hann er mjög langt í burtu. En þó að þúsund mílur væru á milli mælingamannanna, sjá þeir að heldur engan mun á fjarlægð tunglins—svo langt er þaðhurtu. En með verkfærum sínum geta þeir þó fundiö Iftilsháttar mun og geta svo reiknað út, að íjarlægð tungls frá jörðu er nálega J milion mílna og að það einnig erhnöttur, 2,000 mílur að þvermáli. Ilinar plánet— urnar eru þó enn lengra burt, svo langt, að þó annar mælingamaður- inn færi 1,000 mílur frá hinum, þá gæti hann engan mismun greint. Plánetan Marz kemur stundum svo nærri jörðunni, að auðvelt er, að mæla stærð hcnnar, sem er nokkuð meiri,en siærð tunglsins. Hinar aðr- ar plánetur eru svo langt hurtu, að allt aðra aðferð þarf, til að mæla þeirra stærð. Venus er lík að stærð og jörðin, en hinar 4 plánet—

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.