Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 6
—6—
lielgu rit, seni fyrst er unnið að, og það gengur einlivernyeginn ú
þessa leið: Aður en þjóðin fer að fást við það, að rita nokkuð, og áður
eii hún þekkir nokkuð til leturgjörðar, ganga mann fram af manni
Jjjóðsögur í ýmsum myndurn. Menn segja börnum sínum og afkom-
endúm frá miklum mönnum, eða þá frá stórkostlegum viðburðum, frá
lietjum og köppum og hreystiverkum. Sögur þessar ganga frá föður
til sonar, frá einum ættlið til annars, frá einum kynflokk til annars, og
svo þegar ár og aldir líða, þá eru þær útbreiddar um alla þjóðina og
orðnai' eign hennar. Með því að allir menn af náttúrunni til eru
lmeigðir til guðsdýrkunar og þvínær hver einasti kynftokkur manna
er herskái', einkum í hinu frumlega ástandi sínu, er þeir standa skamrnt
frá villusiðum og viltu dýrslegu eðli, þá er það mjög svo eðlilegt, að
sögur þessar hneigist annaðhvort að trúmálum eða herskap. Þeg-
ar svo þjóðirnar fara að finna upp ein eða önnur hljóðfæri, hversu fá-
tækleg, sem þáu lcunna að vera, og menn fara að venjast við söng, þá
fá sögur þessar bragsnið á búning sinn. Af þessum rótum cru öll
lietjukvæði, hersöngvar og trúarljóð.
Þegar nú þjóðin er komin á það stig, að hún fer að kynnast letur
gjörð, þegar hún hefir fundið upp eitt eða annað stafróf, sem óefað
hefir átt langan aldur, þegar hún fer fyrst að rita, þá verður fyrst fyrir
henni þessi arfur liins umliðna tíma, þessir söngvar, ljó.ð og sagnir,
þar við bætir hún helgisiðum sínum og guðsþjónustugjörð og færir
þetta allt í letur. Það er mjög svo eðlilegt, að lienni finnist þetta vera
lielgast og mest varðandi af öllu, þetta, sem hún hefir í arf tekið frá
forfeðrum sínum, sem gengið hefir óslitið frá föður til sonar og eins og
verið inndrukkið með móðurmjólkinni. Það er einhvær helgi blær yfir
því öllu saman, og það sem er háleitast og væglegast verður nokk-
urskonar vísir eða fræ til hinnar komandi biflíu. Eptir því sem aldir
líða, koma upp aðrar ritningar, er meir eða minna snerta trúmál þjóðar-
innar. Það bezta úr þeim, það sem er í samræmi við hugsunarhátt
þjóðarinnar og tfúarstig það, er hún stendur á, það er í heiðri haft og
vex í áliti, en iiitt leggst í gleymsku eða líður alveg undir lok. Þetta,
sem þannig hefir geymt verið og náð nokkurri lxefð eð.v festu, verður
smámsaman lielgara og helgara, þar til það er sett inn í hin eldri heil-
ögu rit. Þannig fer bifllan eiulægt vaxandi og fer það eptir ástæðum,
hvei'ju eða hve miklu bætt er við hinar lielgu bœkur. I.oks kemur
tími sá, að línan er dregin miili rita þeirra, er álítast skuli heilög og
þeirra, er ekki skuli vera það, biflíunni er lokað og engu meira er við
hana bætt. Er það þá optast afleiðing af einhverju miklu óláni, er
komið hefir yfir þjóðina, aðrar þjóðir hafa brotið hanaundir sig, eða þá,