Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 4
—4— uppi, í gegnuin fátækt og eymd skal liún leiða oss. Ef v<*r vitum og finnum það í hjörtum vorum að þessi vor Guð er með oss, þá getur ekk- ert yfirbugað oss, vér erum j)á glaðir í sorginni, vér erum þá ríkir í fá- tæktinni, ríkir að traustinu á Guðs óendanlegu náð og miskunn, á hans ómælilega kærleika til sinna barna, sem vér trúum og vitum, að eigi að verða eitt með honuni að lokum. Þjóðin íslenzka er vöknuð af löngúm, þungum svefni, þörfm og nauðsynin er knýjandi, að röddin hrópi úr eyðimörkinni og beri sann- leikanum vitni, að minnsta kosti hér í Ameríku; brocður vorir á íslandi eru betur settir í því tilliti, það er meira frjálslyndi, meiri kærleikur, meiri sannleikur í trúbrögðum heima, en sumstaðar hér í Ameríku. Landar! kæru landar! hvort heldur þér eruð heima á íslandi, eða víðs- vegar dreifðir um Ameríku, ritþetta verður sent svo víða, sem vér höf- um vitneskju um að Islendingar byggi. Nú er tíminn fyrir alla þá, sem unna frjúlsri hugsun, fyrir alla þá, sem unna hreinni og kærleiks- fullri Guðs hugmynd, fyrir alla þá sem með kærleikanum vilja leiða mennina til Guðs, nú er tíminn fyrir þá, að rísa upp og taka höndum saman við oss, að bindast við oss brœðrabandi að einu og sama marki, að hrinda því, sem hneykslar oss, að hefja það upp, sem gjörir oss göf- ugri og kærleiksfyllri og velþóknanlegri í augum vors elskulega föður á himnum. bTú er tíminn; með því að kaupa með því að lesa rit þetta þá styrkið þér oss. Vér ætlurn að láta yður heyra hugsanir heimsins betur og .fyllra, en áðu/ hefir gjört verið, vér ætlum að láta yður heyra um merkar hreifingar í liinni kristilegu kirkju, vér ætlum að láta yðr keyra, hvað vísindin segja að því er trúmál snertir, en um leið ætlum vór að reyna, að byggja upp ástina og tilbeiðsluna og trúna á Guð. Nú er tíminn, leggið ekki hendur í skaut, ef að hreifing þessari koma hnekkir, þá er vanséð hvenær hún rís úr dvalanum aptur. Helfjötur myrkurs og skelfingar mun þá leggjast yfir marga mannssál, sem ella mundi glöð og sæl lofsyngja Guði fyrir alla hans óendanlegu náð og speki og kærleik. En traustið á hann sem öllu stýrir og vonin býr svo rík í hjörtum vorum, að vér efumst ekki um fylgi yðar, því vér vitum, að landa þá má telja í þúsunda tali hér í Ameríku, sem fylgja þessari skoðun vorri. Hugleiðingar um ritninguna. eptir /. T. SUNDERLAND. 1. Uppruni og vöxtur hinna helgu hóka eða biflía heimsins. Hver og einn mannflokkur, sem nokkuð erhafinn yfir hið dýrs-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.