Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 10
halda þræla um eilífar tíðir. Þetta er mjög eðlilegt, þegar menn í
hlindni fylgja ritningunni. Þjóðin, sem setti saman ritninguna, hélt
í þá daga þræla og áleit það rétt og leyfilogt. Síðan hafa aldirnar
liðið og hreitt hugarfari þjóðanna, mannúðin og réttlætis-hugmyndin
hefir þroskast svo, að flestar þjóðir sjú það nú, hversu hróplegt það
er að halda nokkrum í ánauð. Menn spurðu ekki um, lrvað væri
rétt, heldur um hitt, hvað bóJcin kenndi. Þetta sýnir hina hraparlegu
villu, að látast stjórnast af gömlum hókum, sem menn kannske vita
ekkert um, hver hefir samsett. En þessi skoðun fylkti tugum þús-
unda þeim megin, sem ranglætið og mannúðarlevsið og miskunnar-
leysið var. Allir sjá nú hversu ókristilegt það var, og hversu það
var niðurlægjandi fyrir hinn menntaða heim. En þrælamennirnirhöfðu
fyrir sér ótvíræð orð gamla og nj'ja Testamentisins.
Hið þriðja atriði, sem athugandi er við hinar helgu hækur allar, er
það, að hver um sig er áditin sú eina ritia, og virðist það eiga sér stað
um allar hinar helgu bækur heimsins, eða réttara sagt, um alla þá, er
á bækur þessar trúa. Þegar er menn álíta hók eina helga, þá ætla
áliangendur hennar,að hún sé hin einasta helga hók heimsins, allaraðr-
ar ritningar skulu ferdæmdar vera, ásamt áhangendum þeirra. Þannig
eru Búddha-trúarmenn hinir hitrustu féndur Brahmanna, Mahómets-
trúarmaðurinn hatar Búddhistann og kristnir monn þá alla saman í
trúbragðalegu tilliti. En sannleikurinn er sá, að hver einhiflía heims-
ins hefir margt og mikið gott inni að halda og margt og mikið, sem
er einskisvirði, ef ekki beinlínis illt og siðum spillandi. Engin trú
er sú, að hún hafi ekki einhvern guðdómiegann sannleika inni að halda,
hlandaðan saman við lágar og lítilfjÖTlegav, optlega harnalegar hug-
myndir. En það hörmulega við þetta er það, að menn skuli svo að
segja höggva augun hvor úr öðrum, i stað þoss að viðurkenna hið góða
og guðdómlega hjá hverjum einum, hvovt heldur hann kallast heið-
inn eða kristinn.
(Framhald næst.)
Athuganir við sköpunarsöguna.
TJr „The unending Genesis"
eptir H. M. Simmons.
INNGANGUR.
Eins og kunnugt er, byrjar hiflían með sköpunarsögu heimsins,