Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 11
o g öll sú undra-saga er samandregin i einn einasta, stuttan kapitula. Það er engin langdregin, nákvæmlega sögð saga, með lýsingum af því, hvernig þetta eða hitt gerðist, heldur rennur ein sköpunarmyndin upp eptir aðra í viðstöðulausum straum og skiptast litirnir eins groini- lega og dagur og nótt. Þessi frásaga er ekki frásaga Hebrea einungis; því nokkurnveginn samskonar frásögur finnast á assyriskum og babyloniskum töflum, uppgröfnum úr rústum borganna Ninive og Babylonar, og s'amskonar sögur eru útbeiddar um fjöll og dali Hindú- anna, —en ímyndunar-afl hinna hebresku rithöfunda hefir fært hana í nýjan búning. I fyrsta kapítula Móses-bókanna kemur hvergi fram að Guð hafi þurfc nokkurt sórstakt efni í heiminn, eða manninn, eins og kemur fram í öðrum kapítulanum þar sem ondurtekin er frásögn- in um sköpun mannsins og sagt að hann hafi gert hann af jarðarleir og blásið lifandi anda í nasir hans, en skorið rif úr síðu hans og gert af því konuna. I fyrsta kapítulanum er allt rólegt, tilkomumikið,—há- tignarfullt. Myrkrið og tómleikinn ríkti, og andi Guðs hvíldi yfir djúpinu. „Yerði ljós“, hljómaði þá hið hátignarfulla boðorð Guðs og samstund- is spratt upp ljós og rauf myrkrið. Aptur liljómaði rödd Guðs og hann bauð vötnunum að safnast saman og jafnskjótt tók vatnið á rás og jarðskorpan teygði nakið höfuðið upp úr bylgjunum. Og enn hljómaði boðið: „Láti jörðin af sér spretta græn grös og jurtir“ o. s. frv. og sjá! Samstundis lifnuðu grös og jurtir, allskonar dýr, og monn. I þessum boðum Guðs kom fram það almætti, sem rní- tíðar vísindin viðurkenna, að í öllu fræi leynist ósýnilegur lífskraptur, er framleiðist samkvæmhföstum lögum. Þassa göfugu, mikilsverðu sköpunarsögu hefir guðfræðin reynt a ð gera svo hlægilega sem framast verður, ineð því að taka hana sem bók- staflegan sannleika og halda henni þannig fram gegn rannsóknum og sönnunum vísindanna. En það er rétt eins og að taka hug- myndir barnsins sem ígildi fullorðins manns framburðar. Með því er sköpunarsöginni gerður voða-óréttur. Hún krefst hvergi, að hún sé meðtekin sem bókataflegur sannleiki, cða Guðs eigin opinberað orð. Vér hljótum að meðtaka hana eins og hún er, þungskilin, óljós gáta um sköjmn heimsins, er með fúsum vilja undirkastar sig dómi sögunn ar og vísindanna. Ef vór berum hana samanvið uppgötvanir vísind- anna rekum vér oss undireins á þau ósannindi, eða þann ómöguleika að heimurinn, með öllu því sem í honum er, liafi orðið til á einni venjulegri viku. Og hvernig sem guðfræðingarnir flækja, til þess að fá hvern dag til að þýða eilthvert óendanlega langt tímabil, jafnvel

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.