Dagsbrún - 01.01.1893, Blaðsíða 9
—9—
En sé bókin einu sinni fullkomnuð, þá er þarmeð lokið öllum þroska
eður vexti þessara trúbragða þegar í stað. 1 Eptir það líta menn aðeins
til baka, horfa eingöngu á hið umliðna; miða allt við þessa heilögu bók
Hvað eina verður að álítast illt eða gott eptir því, hvort það kemur
heim við kenningar hókarinnar eð.i ekki.
Mörg dæmi geta menn fært til að sanna þetta. A fyrri öldum
kunnu menn ekki, að nota málma og fyrir því höfðu prestarnir stein-
hnífa til þess, að slátra með fórnardýrum sínum, (þannig Gyðingar).
Seinna fóru menn að komast upp á, að vinna málma og skyldu menn
þá ætla, að prestarnir hefðu farið að taka upp hnífa úr málmi við fórn-
argjörðir sínar. En það varð okki. ' Hinir upphaflegu hnífar voru úr
steini og því fannst þeim, sem aldrei )nundi annað hæfa, en steinhnífar.
Þegar, er hók ein hafði helgi náð, gjörði hún trúna sjálfa aðsteingjörv-
ingi og lokaði fyrir alla framför og endurbót á trúnni. Þá var allt heil-
agt haldið, hversu ófullkomið eða barnalegt sem það var, það var ekki
spurt að því, hvort það stríddi á móti siðferði eða skynsemi eða réttvísi,
eins og vér sjáum svó ótal mörg dæmi til í gamla Testamentinu. Hinir
barnslegustu helgisiðir og serimoniur voru þá taldar nauðsynlegar til
sáluhjálpar. Allt þötta gjörði bó/cin, hefði hún ekki verið, hefði þjóð-
in vaxið frá hinum ófullkomnu og barnslegu liugmyndum sínum.
Þannig er því varið hjá Indum, að grein ein í Yedabókum þeirra,
(og þó að margra áliti misskilin) hefir ollað því, að heilir hópar ekkn-
anna eru brenndir á báli með. bændum sínum dánum, (klerkarnir draga
þær nauðugar, margopt ölvaðar af einhverju lyfi á bálið og hrinda
þeim inn aptur, með spjótalögum í eldinn, ef þrer vitkast og vilja kom-
ast ofan af bálkestinum). Þ.xnnig er það og enn þann dag í dag, að
vér sjáum murgan helgisiðinn viðhafðan barnalegan, marga kenn-
ingu í hoiðri hafða í kristninni, sem stríðir á móti allri skynsemi, allri
réttlætis-hugmvnd. En þossu hefði óefað fyrir löngu verið búið að
forlcasta, ef r.ð hókin licfði ekki staðið þar fyrir, hin helga, hverrar ein-
asta orð, hverrar minnsta bsnding hlaut að hafa órjúfanlegt gildi um
aldur og æfi. Þannig er nm suma trúflokka í landi þessu, að enginn
áað geta orðið sáluhólpin’n, nema hann sé skýrður þannig, að honum sé
steypt á kolsvarta kaf, eins og þeir ætluðu að skýrt hafi verið á Gyðinga-
landi fyrir nærfelt 1900 árum. Hitt gjörir engan mismun hvort það
cr í liÖL'ku frosti oða steikjándi sólarhita. Enn ejáum vér dæmi hjá oss
’sjálfum hér í Ameríku. Vér þekkjum allir hina nýafstöðnu voðale gu
styrjöld, þrælastríðið. Hér voru allir kristnir, hér voru það prestamir
og guðhræddar sálir, sem gengu fremstir í flokki, að stappa stálinu í
menn, að halda þræla. Þeir bvgðu það á biflíunni, .færðu órækar sann-
anir úr henni fyrir því, að drottinn Guð hefði leyft mönnum að