Dagsbrún - 01.06.1896, Side 1
IV. Winnipeg, Man. Nr. 6.
SMÁVEGIS.
Vilja ekki kristnu kennifeðurnir segja oss, hvert sé hið sanna
gildi sköpunarsögunnar ? Vér vitum að liún er ekki sönn—að hún
mótsegir sjálfri sér. Þær eru tvær sköpunarsögurnar, í 1. og 2. kap.
Jfóses. I fyrri frásögunni eru skepnurnar og fuglarnir látnir vera
skapaðir á undan manninum. í seinni frásögunni er maðurinn
skapaður á undan fuglum og öðrum dýrum. í fyrri frásögunni eru
fuglarnir gerðir af vatni, en í seinni frásögunni eru peir gerðir af
j''rðu. í fyrri frásögunni voru þau sköpuð tvö í cinu Adam og Eva
en í seinni frásögunni er Adam fyrst skapaður, og síðan skepnurnar
og fuglarnir, og svo er Eva loks gerð af einu rifi Adams. Þessar
sögur eru allar miklu eldri en Móesesbækurnar.
Persar segja að guð hafi skapað lieiminn á G dögum, og mann
einn er hann kallaði Adam og konu að nafni Evu og hafi hann svo
hvílt sig. Sogur Etrúsca, Bahylonsmanna, Kómverja og Kaldea eru
þessu mjög áþekkar, og egyfsku sögurnar sömuleiðis. Persar,
Grikkir, Egyftar, Kínverjar og Iimdúar hafa allir söguna um aldin-
garðinn Eden og lífsins tré. Persar, Babylousmenn og íbúar Suður-
Indlands hafa allir sögurnar um syndaflóðið og höggorminn. Kín-
verjar segja að syndin hafi komið inn í heiminn fyrir óhlýðni kon-
unnar. Jafnvel íbúar eyjarinnar Tahiti í Kyrrahafinu segja, að
maðurinn hafi verið skapaður af' jörðu og liin fyrsta kona af einu
beini hans. Allar þessar sögur eru viðlíka sannar, og allir liöfund-
ar þeirra voru álíka innblásnir.