Dagsbrún - 01.06.1896, Page 14

Dagsbrún - 01.06.1896, Page 14
— 94 — honum út í musteris garðinn, en samt bilar ekki trygð hans, heldur skríður liann í skjól við eitthvert leiðið, kúrir svo þar, opt nötrandi afkulda, líka kann ske af hræðslu um vin sinn í þessu miskunar- lausa húsi, til að fagna vini sínum ef hann út komi. 0g er hann lcemur út, stekkur liann til hans með þeim gleðilátum, sem hann hefði heim hann úr heiju. Svona er eðli hunda sterk náttúruaug- lýsing. En musterin eru dauð bygging — andleg verzlunarhús falskra mynda. Fl. Og hér er sá sem meiri er spámanninum Jónasi og konung- inum Salómon (Matt. 12). Sv. Alveg rétt, Jesús fór t. d. aldrci ofan í hval fyrir óhlýðni við guð, eins og Jónas, cg hafði ekki mörg hundruð frillur eins og Salómon. Fl. “IJann segist koma í dýrð föðursins og með englum sínum Þegar hann komi til dómsins.” Sv. Sannlega segi ég yður, að hér eru nú viðstaddir nokkrir, sem ekki munu dauðann smakka fyr en þeir sjá mannsins son koma til ríkis síns, og ennfremur : “Nær þeir ofsælvja yður í einni borg þá flýið í hina, og nær þeir ofsækja yður í henni, þá flýið í þá þriðju því sannlega segi eg yður, þér munið ekki liafa lokið umferð yð- vari'i um allar ísraelsborgir áður en mannsins sonur kemur.” Mundu ekki orþodoxu klerkarnir hafa brýnt röddina til að grenja móti Darvin, ef önnur eins gífuryrði, vitleysa og lygi hefði staðið í ritum hans. Enn af þessu geta rnenn séð áreiðanlegleika spádómanna, því Jesús frá Nazaret var þungamiðja allra biblíuspá- dómanna. Fl. “Eg tala það sem ég hefl séð hjá mínum föður.” Sv. Og vessið alt: “og þér gjörið það sem þér hafið séð hjá yðar föður.” Hver getur sagt að Jesús líki sér við guð með þessu ? Því þó liann í sama kapítula segi: “þér eruð af föðurnum fjandan- um,” þá hefii' hann ekki verið sýnilegri en guð, svo ég sé ekki bet- ur en hinn góði Jóhannes jafni saman sjón gyðinga og Jesú. En er það ekki fremur skuggalegt, að þ'essi þjóðflokkur, sem guð kjöri ein- an af öllum þjóðfiokkum heimsins til að geyma sitt lieilaga lögmál, skildu vera af föðurnum fjandanum, enda eru hans vegir annað en mannavegir, öllum órannsakanlegir, en þó hver helvítis elds sekur sem ekki fetar þá. Fl. “Áður en Abraham var er ég.” Hann segir þá berlega, að hann hafl verið til þegar Abraham var ekki til. Einnig með þessum orðum neitar hann for-tilveru annai'a. Sv. Já, þetta sýnist sanna það. En 56. vessið sýnir annað.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.