Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20178 ÁSTIN Fjörður verður bara betri og betri Fjörður verslunarmiðstöð er staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem um 1 milljón viðskiptavina fer í gegn á hverju ári. Unnið í samstarfi við Fjörð Nú eru svo gott sem öll rými í útleigu hjá Firði og hefur aldrei gengið betur. Í Firði verslunar- miðstöð má finna alla helstu þjón- ustu sem bæjarbúar þurfa eins og heilsugæslu, banka, bakarí og fleira. Persónuleg þjónusta Mottó Fjarðar er að veita sem persónulegasta og þægilegasta þjónustu. Fyrirtækin eru lítil og oftar en ekki er það eigandinn sjálfur sem stendur bak við búðarborðið. Vörurnar eru öðru- vísi og fást oftast nær á góðu verði samanborið við aðrar versl- unarmiðstöðvar. Gott aðgengi er fyrir alla í Firði, næg bílastæði og engir stöðumælar. Mikil uppbygging er fyrirhuguð hér í Firði á næstu 3 árum og er ætlunin að stækka verslunarmið- stöðina að Strandgötu og reisa 80-100 herbergja hótel ofan á þá viðbyggingu. Sú framkvæmd mun verða gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæ Hafnarfjarðar. 101 Hafnarfjörður Fjörður er af mörgum talinn hin nýi 101 Reykjavík – eða hinn nýi Skólavörðustígur Íslands. Hafnar- fjörður býður upp á allt sem hug- urinn girnist og sannarlega þarf ekki að leita langt yfir skammt. Miðbærinn er lítill og hugguleg- ur en með breitt úrval af vöru og þjónustu; fjölbreyttar verslanir, apótek, kaffihús og veitingahús auk þess sem íslenskt handverk og hönnun eru í öndvegi sem og list og menning. Þar má til dæmis nefna Íshúsið þar sem aragrúi af íslenskum hönnuðum hefur kom- ið sér fyrir með forkunnarfagra hönnun sína í notalegu umhverfi sem gaman er að ganga um með kaffibolla í hönd. Lista- og menningarbærinn Hafnarfjörður – bærinn við höfnina. Útsýnið frá Silfri er dásamlegt. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar. Myndir | Hari Götumarkaður er í gangi núna þar sem hægt er að gera frábær kaup. Í Firði er auðvitað hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist handa elskunni fyrir Valentínusardaginn. Leikfangaland er sannkölluð paradís fyrir káta krakka. NÝ BÚÐ GJAFAHORNIÐ 2 HÆÐ 300 M2 – RISA DÓTA BÚÐ

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.