Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 42
Mynd sem fær mann til að skríkja og tárast „Eternal Sunshine of the Spotless Mind frá 2004 er hugvitsamleg og eftirminni- leg stúdía um það sem gerist eftir að ástin súrnar, mynd sem fjallar um „allt hitt“. Allir geta orðið skotnir og ratað í fangið á einhverjum - en það gera færri myndir um hvað gerist svo í framhaldinu. Frábærlega leikin (Jim Carrey og Kate Winslet og allir hinir), dæma- laust handrit (Charlie Kaufman) og einstök leik- stjórn (Michel Gondry). Mynd sem fær mann til að skríkja og tárast og trúa á þetta allt saman.“ Kristrún Heiða Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu. Sjarmerandi tímabil, áþreifanlegur neisti og saga „Það eru svo ótal- margar myndir sem koma til greina en mitt lokaatkvæði fer til Happened One Night frá árinu 1934 með Clark Gable og Claudette Colbert. Þessi rómantíska gamanmynd hefur hreinlega allt sem þarf. Sjarmerandi tímabil, áþreifanlegur neisti og saga. Ólíkir og sterkir einstaklingar hittast og lenda í ýmsum óvæntum uppákomum og auðvit- að taka örlögin völd. Myndin fékk fimm Óskarsverðlaun, sem besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari í aðalhlutverki, besta leikkona og besta aðlögun handrits.“ Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri í Bíó Paradís. Allt að springa úr ást „Jack Nicholson er dýrðlegur sem rit- höfundurinn Melvin Udall í As Good as it Gets, stútfullur af mannfyrirlitn- ingu og áráttu- og þráhyggjurösk- un, þar til hann fellur fyrir þjónustu- stúlkunni Helen Hunt, vingast við hommann Greg Kinnear og fellur svo fyrir hundinum hans líka. Venjulegt fólk með fullt af vandamálum en allt að springa úr ást í lok myndar.“ Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Leitun að sætari ástarsögu „Ég trúi því ekki að ég sé að fara svona með eigið orðspor og líður eins og ég eigi að nefna einhverja betri og merkilegri kvikmynd en The Notebook, en staðreyndin er bara sú að það er leitun að sætari ástarsögu. Ryan Gosling í smíðabuxum, Rachel McAdams með botn- lausa spékoppa og ódæmig- erður Hollywood endir. What́ s not to like?“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjón- varpskona á Stöð 2. Svart hvítur rómans eins og þeir gerast bestir „Síðan 1942, Casablanca, „...where every kiss may be the last!“ sagði trailerinn - það er ekki hægt að toppa svona bíófrasa! Svart hvítur rómans eins og þeir gerast bestir, þrunginn yfirþyrmandi ástríðum og ást sem á sér enga von túlkuð óaðfinnanlega af Ingrid Bergmann og svalasta leikara allra tíma Humphrey Bogart. Þetta er tíma- laust meistaraverk og það er eins gott að draumaborgin reyni aldrei við endurgerð.“ Jón Gunnar Geirdal, eigandi Lemon. Öfgafullar tilfinningar í bland við hversdagslega erfiðleika „Kannski er það hin mesta klisja að velja ást- arsögu sem heitir einfaldlega ,„Ástarsaga“ en Love Story hafði gríðarleg áhrif á mig þegar ég sá hana í fyrsta sinn. Hún tekur á öfga- fullum tilfinningum ástarinn- ar í bland við raunveruleika og erfiðleika daglegs lífs þar sem veikindi koma við sögu. Stórkostleg tónlist, frábærir leikarar og lokalína sem segir „Love means never having to say you’re sorry“. Óraunsæjar ástarsögur eru þó líka í miklu uppáhaldi, því hvað er ástin stundum annað en ímyndaðar væntingar og klisjur?“ Anna Gyða Sigurgísladóttir út- varpskona í Lestinni á Rás 1. Einlæg og sönn ást kúreka „Kvikmyndin Brokeback Mountain hafði áhrif sem ég tengdi við og þrátt fyrir að vera 2,5 tímar þá voru sam- úð mín og tár einlæg því ást samkynhneigðra kúreka var einlæg og sönn.“ Ellý Ármannsdóttir fjölmiðlakona. Meistaraverk um bíóástina „Það vill svo til að besta ástar- saga allra tíma í bíómynd er meistaraverk um bíóástina. Engin bíómynd dregur upp eins ljúfsára, ástríðu- fulla, eldheita, tilfinninga- þrungna og einlæga mynd af ástinni og Cinema Parad- iso. Og tónlist Morricones í myndinni eru hinir einu sönnu tónar ástarinnar. Svo einfalt er það.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Ódauðleg ást á hvíta tjaldinu Það er enginn hörgull á góðum ástarsögum í bíómyndum en fólk hefur misjafnar skoðanir á því hverjar skara fram úr. Við leituðum til átta sérfræðinga og fengum þá til að velja bestu ástarsögu allra tíma í bíómyndum. ELSKUNA ÞÍNA Í FEBRÚAR DEKRAÐU VIÐ worldclassiceland worldclassiceland worldclassice MIKIÐ ÚRVAL GJAFABRÉFA HEILSURÆKT & DEKUR LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20176 ÁSTIN

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.