Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 Einangraðir staðir á Íslandi vekja stundum hrifningu erlendra gesta. Í dag verða opnaðar tvær forvitnilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu sem vitna um þetta. Listamennirnir sem eiga myndirnar drógust báðir að stöð- um sem eru svo sannarlega utan alfaraleiðar. Christopher Taylor tekur myndir sínar í Steinholti á Langanesi en Cole Barash heim- sótti Grímsey og varð algjörlega heillaður af eyjunni og lífinu þar. Fréttatíminn tók Cole Barash tali. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Ég kom fyrst til Íslands 2014,“ seg- ir bandaríski ljósmyndarinn Cole Barash sem hefur tekið myndir í Grímsey í tveimur ferðum síðustu ár. „Ég kom hingað með það fyrir augum að taka myndir í nýtt verk- efni sem ég vissi ekki hvert yrði og án þess að vita nokkuð við hverju ég ætti að búast af landinu. Eftir nokkra daga í Reykjavík, þar sem ég tók portrettmyndir af nokkrum tónlistarmönnum, listamönnum og fatahönnuðum, sá ég að ég þyrfti að fara út á land og sjá hið sanna Ísland. Nokkrir vinir mínir komu með og einn daginn þegar við vor- um að skoða kort benti ég á kortið og spurði ég hvað þessi litli blettur þarna væri. Þá svaraði einhver að þetta væri Grímsey. Eftir að hafa flett eyjunni upp á netinu var ég fullviss um að þangað þyrfti ég að fara.“ Magnað samfélag Cole tók ferjuna til Grímseyjar að vetri til og hann sér ekki eftir „Þetta var eftir koddaslag á sjómanna- daginn og þessi datt í sjóinn, eins og mótherji hans gerði reyndar líka.“ Vildi að það væru fleiri staðir eins og Grímsey Cole Barash sem er uppalinn á Cape Cod í Bandaríkjunum kunni vel við sig úti í Grímsey. Hann féll kylliflatur fyrir eyjunni og fólkinu sem hana byggir. Mynd | Hari Lífið í Grímsey hefur meðal annars snúist um fisk, eins og Cole Barash komst að. Nú eru blikur á lofti því að kvóti útgerðarinnar Borgarhöfða hefur verið seldur úr eyjunni og fimmtán störf fjúka því miður með. Myndir | Cole Barash „Þessar mægður á appelsínugulum trukki stöðvaði ég á ferð um eyjuna. Þær tóku vel í myndatökuna enda hafði ég verið þarna í nokkra daga og eyjaskeggjar höfðu auðvitað orðið varir við mann,“ segir Cole. Fugl haf og land í Grímsey. því í dag. „Ég var ekki með neina tengiliði í eyjunni, vissi ekkert við hverju ég ætti að búast. Þegar þangað var komið fékk ég inni í gistihúsi og dvaldi í eyjunni í tíu daga. Ég ráfaði um eyjuna og tók myndir, bæði af náttúrunni og þessu góða fólki sem þarna býr. Allir tóku mér afskaplega vel þegar ég bankaði upp á, útskýrði málið og bað um að fá að taka myndir af þeim. Þegar íbúarnir áttuðu sig á því að ég bar mikla virðingu fyrir eyjunni og þeim þá voru þeir alveg til í að sitja fyrir.“ Cole segist hafa látið kylfu ráða kasti þegar kom að því að velja myndefni. „Ég notaði aðeins filmu- vél í þessu verkefni og gat því ekki alltaf verið að líta á skjáinn til að gá hvort myndirnar væru í lagi. Ef eitthvað greip augað þá tók ég ein- faldlega mynd.“ Útkoman kom út í ljósmynda- bók sem gefin var út af bandaríska forlaginu Silas Finch árið 2015, skömmu eftir aðra ferð Cole út í Grímsey, sem hann fór þá um sumarið. Sumar og vetur voru vit- anlega eins og dagur og nótt, en samt tók Cole aðallega myndir inn- andyra í sumarferðinni. En hvernig leist þessum ljós- myndara, sem býr í stórborginni New York, á þetta agnarsmáa sam- félag norður við heimskautsbaug? „Ég vildi bara að það væru til fleiri svona staðir í veröldinni. Ég var algjörlega heillaður af þessari einangrun og lífsbaráttunni sem maður sér þarna allt í kringum sig. Þarna fær maður djúpa tilfinningu fyrir mikilvægi góðs samfélags. Sjálfur er ég frá litlu bandarísku sjávarþorpi á Cape Cod skagan- um í Massachusetts og því gat ég auðveldlega tengt við þessa ótrú- legu eyju. Þetta er eitt sterkasta og fallegasta samfélag sem ég hef kynnst í mínu lífi. Fólkið er opið og auðmjúkt og ég verð því ævin- lega þakklátur.“ Sýningar Cole Barash og Christopher Taylor verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag. 6.990 Aðeins framreitt fyrir allt borðið. Menú del amor 7 rétta Valentínusarmatseðill Þriðjudagur 14. febrúar Hefst með Codorniu Cava í fordrykk 5 sérvaldir tapas réttir fylgja síðan í kjölfarið • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Nautalund í Borgunion sveppasósu • Lambalund með chorizo-sósu • Lax með kolagrillaðri papriku og paprikusósu Og í lokin tveir gómsætir eftirréttir ... • Ekta súkkulaðikaka Tapasbarsins • Hvítsúkkulaði-skyrmousse með ástríðusósu Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.