Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 mála. Og stofnunin nýtur, sam- kvæmt könnunum, mikils trausts meðal almennings (60%), sem þing landsins gerir ekki (11%). Vinsæld- ir stofnunarinnar eru þó ekki ein- hlítar. Eftir að kæra var lögð fram á hendur Ponta sagði hann eina vanda Rúmeníu vera „þráhyggju fullkom- lega ófaglegs saksóknara sem vill skapa sér nafn með uppdiktuðum og ímynduðum staðreyndum og ósönnum aðstæðum frá því fyrir tíu árum síðan“. Í viðtali við The Guardian þetta haust sagði Kövesi á móti að stærstu áskoranir DNA væru aðfarir stjórn- málamanna að stofnuninni, og til- raunir þeirra til að takmarka vald- svið hennar með lagabreytingum: „Aðra hverja viku koma þeir fram með nýtt frumvarp til að breyta um- boði okkar, og draga úr getu okkar til rannsókna.“ Neyðartilskipunin Tilefni mótmæla síðustu daga er einmitt þess háttar breyting, sem stjórnvöld komu loks í gegn með því að sniðganga þingið: Um klukkan níu að kvöldi þriðjudagsins 31. jan- úar samþykktu ráðherrar neyðartil- skipun um lagabreytingu, og gerðu inntak hennar opinbert á miðnætti; að misbeiting á opinberu fé skyldi þaðan í frá ekki teljast refsiverð nema hún varði hærri fjárhæð en sem jafngildir rúmum fimm millj- ónum króna. Tilskipunin myndi stöðva allar yf- irstandandi rannsóknir slíkra mála, koma í veg fyrir nýjar rannsóknir og leysa fjölda embættismanna undan refsingu sem þeir þegar sæta. „Leyfi til að stela“ hafa mótmælendur kall- að þessa miðnæturtilskipun. Formaður PSD, sem ekki get- ur orðið ráðherra vegna kosninga- svindls, á einmitt yfir höfði sér kæru fyrir að greiða verktökum úr opin- berum sjóðum án þess að þeir virð- ist hafa unnið nokkurt verk. Fjár- hæðin sem hann er sakaður um að misnota með þessum hætti nemur þó aðeins þremur milljónum króna. Hann væri því einn þeirra sem myndu njóta góðs af viðmiði tilskip- unarinnar. Byrjaði vel … Ríkisstjórn Grindeanu tók við völd- um í upphafi þessa árs, þann 4. jan- úar. Viðmælandi fréttavefsins Hrom- adske, þátttakandi í mótmælunum, segir að ríkisstjórnin hafi fram að þessari tilskipun þótt fara vel af stað, fyrstu verk hennar hafi verið félags- legar umbætur og jöfnunaraðgerð- ir; að hækka lágmarkslaun um 16%, tvöfalda framfærslu námsfólks og fleira. Þegar fréttir bárust um neyðartil- skipunina, bæði inntak hennar og aðferðina, hafi kjósendum þótt þeir vera hafðir að fíflum, og umbæturn- ar sjálfar gerðar að eins konar mútu- greiðslum. Reiðin hafi þó ekki orðið almenn fyrr en fulltrúar stjórnar- innar tóku til varna fyrir tilskipun- ina. Örtröð í fangelsum Um 10.000 manns mótmæltu á göt- um Búkarest strax aðfaranótt mið- vikudagsins 1. febrúar. Þegar birti af þeim degi byrstu fulltrúar dóms- valdsins sig einnig og kærðu tilskip- un stjórnarinnar sem stjórnarskrár- brot. Auk þess heyrðist frá fulltrúum ESB, Evrópuráðsins og annarra al- þjóðastofnana. Ráðherrar báru þá fram fyrstu varnir sínar í fjölmiðlum. Þeir sögðu tilskipunina meðal annars nauðsyn- lega vegna plássleysis í fangelsum landsins, föngum yrði að fækka. Þá sagði Grindeanu dómsmálaráðherr- ann ef til vill ekki hafa kynnt tilskip- unina nógu vel, og yrði hann krafinn skýringa á því – en nú væri tímabært að horfa fram á veginn og ræða önn- ur mál. Það kvöld fjölgaði mótmælend- um á götum úti í 250.000. Það voru þá þegar fjölmennustu mótmæla- samkomur Rúmeníu frá því vald- höfum kommúnista var hrundið frá 1989. „Þjófar! Þjófar!“ Mótmælin hafa staðið á hverju kvöldi síðan. Sunnudaginn 5. febr- úar dró ríkisstjórnin tilskipunina til baka og virtist þannig verða við kröfu mótmælenda. Samkomurnar héldu engu að síður áfram og færð- ust í aukana: 600 þúsund manns tóku þátt í mótmælum um landið allt það kvöld, þar af um helmingur í höfuðborginni einni, og hrópuðu „Þjófar! Þjófar!“. Hvers vegna nægði mótmælend- um ekki að tilskipunin væri dregin til baka? Í fyrsta lagi fellur hún víst ekki raunverulega úr gildi fyrr en þingið samþykkir niðurfellinguna – og stjórnarflokkarnir hafa sterkan meirihluta á þinginu. Mótmælendur segjast vilja að stjórnvöld finni augu þeirra hvíla á sér þar til málinu er lokið. Í öðru lagi segja mótmælendur að stjórnin sé rúin trausti. Hófsöm- ustu mótmælendur krefjast þess að stjórnarflokkarnir víki ráðherrum frá og skipi nýja, aðrir krefjast þess að flokkarnir fari frá völdum og kos- ið verði upp á nýtt. Enn aðrir segja kerfið rotið inn að rót og þörf sé á veigameiri breytingum. Talið er að allt að kvartmilljón manns hafi flykkst út á götur Búkarest til mót- mæla, tæplega áttundi hver íbúi borgarinnar. Sambærileg mótmæli á Austurvelli myndu telja 25 þúsund manns, tæplega það sem var á vellinum í apríl í fyrra eftir að Panamskjölin voru afhjúpuð. Mótmælin beinast gegn spillingu stjórnmálanna og sérstaklega forystu Jafnaðar- mannaflokksins. 6.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : f e b rú a r - j ú n í 2 0 1 7 14.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7 14.499 kr. BOSTON f rá T í m a b i l : f e b rú a r - j ú n í 2 0 1 7 8.499 kr. DÜSSELDORF f rá T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7 5.999 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7 5.999 kr. KÖBEN f rá T í m a b i l : m a rs - a p r í l 2 0 1 7 Hæ, kíktu út! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. * * * * * * HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 8. – 19. apríl ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. (Per mann í 2ja manna herbergi) VERÐ 299.950.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. PÁSKA- FERÐ

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.