Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017
Haukur Már Helgason
ritstjorn@frettabladid.is
Samkvæmt þekktu módeli er
afneitun hið fyrsta af fimm stigum
sorgar. Afneitun á sér nú þetta nafn
meðal valdhafa, hvenær sem hið
ómögulega gerist og almenningur
rís gegn þeim. Ef ekki George Soros
þá hljóti einhver önnur peningaöfl
að búa að baki, valdamiklir aðilar,
erlendar leyniþjónustur, eða hvernig
ætti almenningur að geta haft svona
mikil áhrif?
Sorin Grindeanu heitir formað-
ur jafnaðarmannaflokksins PSD og
forsætisráðherra Rúmeníu frá ára-
mótum, það er nú í rúman mánuð.
Flokkur hans hlaut 45% fylgi í kosn-
ingum í desember, og er þar með
langstærsti stjórnmálaflokkur lands-
ins.
Á sama tíma er þessi eini vinstri-
flokkur landsins, í huga stórs hluta
almennings, gegnsýrður af spillingu.
Formann flokksins, Liviu Dragnea,
má ekki skipa í ráðherraembætti
vegna dóms sem hann hefur hlotið
– um kosningasvindl. Að flokkurinn
njóti meira fylgis en aðrir segir að-
eins hálfa söguna: flokkakerfið sjálft
er óvinsælt, þátttaka í kosningun-
um var undir 40 prósentum og 11%
landsmanna segjast treysta þinginu.
DNA
60% Rúmena bera hins vegar
traust til stofnunarninar DNA.
DNA er skammstöfun fyrir Directia
Nationala Anticoruptie – Andspill-
ingarráð mætti þýða það, eða jafn-
vel, með ekki nema hóflegu glotti,
Embætti sérstaks saksóknara. Stofn-
unin var sett á laggirnar árið 2003
en hafði framan af orð á sér fyr-
ir seinagang og þýðingarleysi. Það
breyttist eftir að Laura Kövesi tók
við embætti aðalsaksóknara stofn-
unarinnar, árið 2013.
Kövesi var þá fertug og þegar
þekkt sem yngsti ríkissaksóknari í
sögu landsins. Árið 2014, fyrsta heila
Ný ríkisstjórn Rúmeníu hafði aðeins verið við
völd í um mánuð þegar hundruð þúsunda
koma saman á götum og torgum, kvöld eftir
kvöld, og krefjast afsagnar forsætisráðherrans.
Fálmandi eftir ástæðum, öðrum en þeim sem
blasa við mótmælendunum, gripu fulltrúar
stjórnarinnar til kunnuglegra útskýringa á
ástandinu: Soros.
„Þetta var fyrir opnum tjöldum!“
Viðtal við , blaðamann hjá Organized Crime
and Corruption Reporting Project
„Eftir áralanga spillingu er þetta ótrúleg vakn-
ing í samfélaginu,“ segir mér Romana Puiulet,
rúmenskur blaðamaður. Ert þú þátttakandi
í mótmælunum, spyr ég, eða fylgistu aðeins
með sem blaðamaður? „Ég tók þátt í mót-
mælagöngunum,“ svarar hún. „Og gangi þér vel
að finna heiðarlegan blaðamann sem gerði það
ekki.“ Hún segir mér að frá falli kommúnismans
hljóti PSD yfirleitt atkvæði eldri kjósenda, enda
hafi þeir dregið til sín allt vinstra-rófið. „Flestir
hafa ekki áttað sig á hættunni fyrr en nú að það skilur hvað felst í spillingu.
Ein skemmtilegasta afleiðingin einmitt núna er að allir sitja og lesa lög, lesa
sér til um spillingu.“
Treystir fólk fjölmiðlum í landinu, eru þeir marktækir, til dæmis um fjölda-
mótmælenda og slíkt, eða reiðir fólk sig frekar á samfélagsmiðla til að
komast í upplýsingar? „Tveimur stærstu sjónvarpsstöðvunum er misbeitt
hræðilega,“ svarar Puiulet. „Önnur er í eigu Dan Voiculescu, sem nú er í
fangelsi og vonast til að losna í krafti tilskipunarinnar. Hin er í eigu Sebast-
ian Ghita, sem er nú á flótta vegna úrskurðar í spillingarmáli sem DNA
höfðaði gegn honum.“ Til staðfestingar sýnir Puiulet mér mynd af mann-
inum á tilkynningu frá Europol undir yfirskriftinni „Europe’s most wanted
fugitives“. „Sjónvarpsstöðin hans, Antena 3, hamrar á því dag eftir dag að
hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna.“
Er enn fólk í embættum sem tilheyrði kommúnísku elítunni fyrir 1989 eða
hafa bein tengsl við hana, spyr ég. „Já. Og stórir hópar fólks hafa nú búið
og starfað í öðrum löndum. Þau sjá hvernig heilbrigt samfélag lítur út. Mörg
þeirra snúa aftur til að taka þátt í mótmælunum. Þetta er barátta gegn
spillingunni sem hefur haldið okkur í fátækt. Hefðin, alveg frá falli komm-
únismans, er að eldra fólk kýs PSD. Yngra fólk sér þá sem hættulegasta og
spilltasta flokkinn.“
Hver eru næstu skref mótmælanna? „Fólk skipuleggur sig að mestu
leyti gegnum Facebook og er að stofna marga viðburði þar. Fólk vill vera á
götunum þangað til forsætisráðherrann segir af sér. Afsögn væri ekki nóg
ein og sér en við getum ekki liðið að ríkisstjórnin stundi blákaldan þjófnað.
Það myndi setja fordæmi. Við vissum að landið væri fullt af spillingu – ég
fæst við að rannsaka hana. En þetta var fyrir opnum tjöldum. Tilraun til að
breyta lögunum í þágu þeirra sjálfra.“
Ertu bjartsýn um framhaldið? „Þau hunsa mótmælin, ljúga látlaust, og
ætla að koma tilskipuninni í gegn eftir öðrum leiðum. Svo nei, ég er alls ekki
bjartsýn.“
Uppreisnin í Rúmeníu
Fjölmennustu mótmæli frá 1989
árið hennar sem aðalsaksóknari
DNA, höfðaði embættið mál á hend-
ur þúsund manns, þar af fimm
þingmönnum, tveimur fyrrverandi
ráðherrum og 24 borgar- og bæjar-
stjórum. Yfir 90 prósent málanna
leiddu til sakfellingar.
Meðal þeirra sem embættið tók til
rannsóknar var þáverandi forsætis-
ráðherra Rúmeníu, einnig formaður
PSD, Victor Ponta. Ponta var sakaður
um skjalafals, aðild að skattsvikum
og peningaþvætti í störfum sínum
sem lögmaður, árin 2007 og 2008.
Sumarið 2015 leiddi rannsóknin til
ákæru í nokkrum liðum. Ákæran
varð þó ekki, ein og sér, til þess að
Ponta segði af sér. Annað kom til.
Eldurinn
Í október 2015 létu 64 lífið þegar
eldur kom upp á skemmtistaðn-
um Colectiv í Búkarest. Yfir hund-
rað slösuðust. Mótmælahreyfing
spratt fram, sem sagði spillingu um
að kenna og krafði stjórnvöld um
ábyrgð: Klúbburinn hafði fengið
starfsleyfi frá borginni án samþykkis
brunaeftirlitsins. Þessi 400 fermetra
skemmtistaður var þakinn eldfimri
hljóðeinangrun að innan, hafði að-
eins einn útgang, 80 sentímetra
breiðar dyr, og eitt slökkvitæki.
Mótmælin í kjölfar brunans risu
hæst þann 3. nóvember, þegar tug-
þúsundir komu saman við aðset-
ur ríkisstjórnarinnar og kyrjuðu
„skammist ykkar“ undir slagorðinu
„spilling drepur“. Þann 4. nóvember
baðst ríkisstjórn Ponta loks lausnar.
Stjórnmálamenn gegn DNA
Rúmu ári síðar starfa 120 saksóknar-
ar DNA að rannsókn yfir 6.000
Barn lýsir yfir ást sinni til Rúmeníu í
mótmælunum á götum Búkarest.
Myndir | Getty