Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 22
www.bjarmaland.is sími 770 50 60
bjarmaland@bjarmaland.is
598 000
kr.
Gullni þríhyrningurinn+strandir GOA
339 000
kr.
161 700
kr.
Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa
Moskva-Pétursborg
298 000
kr.
Úzbekistan og Túrkmenistan
488 000
kr.
Kákasusfjöll
379 000
kr.
HIÐ ÓÞEKKTA INDÓKÍNA
Víetnam, Kambódía+ Moskva
8. - 23. apríl I 15 nætur UM HAUST
INDVERSKT SUMAR
ÆVINTÝRALJÓMI 8 nætur
TRANSILVANÍU19. - 26. maí
GEORGIA OG AZERBÆDSJAN
9. - 19. september I 10 nætur
SILKILEIÐIN MIKLA
7. - 19. október I 12 nætur
SIGLING KEISARALEIÐIN
30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur
11 nætur
14.-25. nóvember
ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR!
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Fyrir tíu árum var birt grein í sænsku dagblaði með viðtölum við for-stjóra tíu stærstu fyrir-tækja Svíþjóðar. Eitt af
því sem forstjórarnir voru spurðir
um, var hvað þeir vildu vinna við,
væru þeir ekki forstjórar. Átta af tíu
dreymdi um að vera kokkar. Þetta
vakti athygli Håkans Jönsson sem
hafði sjálfur, við dræmar undirtekt-
ir sinna nánustu, ákveðið að verða
kokkur 20 árum áður. Þegar Håkan
sagði námsráðgjafa í menntaskóla
frá þessum draumi sínum þótti
námsráðgjafanum það næg ástæða
til að hringja í foreldra hans og vara
þá við. Afhverju skyldi drengurinn
vilja fara í jafn ómerkilegt starf og
kokkinn þegar hann gæti lært hvað
sem er?
Úr eldhúsinu í þjóðfræðina
Håkan fór í kokkinn þrátt fyrir efa-
semdir námsráðgjafans og naut sín
í nokkur ár í því starfi, allt þar til
kreppa skall á í Svíþjóð. Þá þurfti
hann að gera það upp við sig hvort
hann vildi halda áfram að elda og
Stjörnukokkar
hafa umbreytt
borginni,
sveitinni og
heimilinu
Þegar kokkurinn Håkan Jönsson reyndi að fá
herbergi til leigu á námsárum sínum þurfti
hann að þykjast vera arkitekt, því engin vildi
leigja kokkum. Í dag vilja forstjórar allra helstu
fyrirtækja í Svíþjóð verða kokkar. Hvað gerðist
eiginlega á þessum þrjátíu árum?
opna eigin veitingastað eða snúa
sér að öðru. Hann hætti að elda,
skráði sig í þjóðfræði í háskólanum
og hefur ekki snúið aft-
ur í eldhúsið, nema
í huganum því
öll hans rann-
sóknarvinna
tengist mat.
Hann hef-
ur skrifað
fjölda bóka
og greina
um matar-
menningu
og iðnaðinn í
kringum hana
en þegar hann
rakst á viðtölin við
áhrifamiklu forstjór-
ana sem að flestir vildu
vera kokkar var hann að vinna að
doktorsverkefni sínu, sem fjallar
um sögu mjólkurinnar í sænskri
menningu.
„Ég man hvað mér fannst merki-
legt að lesa þessi viðtöl,“ segir Håk-
an sem er staddur á Íslandi á vegum
Háskóla Íslands þar sem hann hélt
í vikunni fyrirlestur um
það sem hann kallar
Sælkerabyltinguna
á Norðurlöndun-
um. „Hvað hafði
eiginlega gerst
á þessum tutt-
ugu árum?
Þegar ég var
að læra þá
var erfitt fyr-
ir kokkanema
að fá leigð her-
bergi, við þurft-
um að þykjast
vera arkitektanem-
ar til að vera teknir til
greina. Hvernig gat sænski
kokkurinn færst frá því að vera
lítilsvirtur í felum á bak við elda-
vélina, yfir í að verða hálfgerð rokk-
stjarna sem alla merkilegustu for-
stjóra dreymdi um að verða?“
Håkan ákvað að þetta yrði hans
næsta rannsóknarverkefni.
Kokkurinn stígur fram
Håkan segir margt hafa stuðlað að
umbreytingu kokksins en að hana
megi þó fyrst og fremst rekja til
samfélagsbreytinga sem hófust á
Norðurlöndunum á áttunda ára-
tug síðustu aldar, þegar lúterska
vinnusiðferðið vék fyrir innreið
hedónískra lifnaðarhátta Mið-
jarðarhafsins.
„Árið 1950 voru ekki nema 500
veitingahús í allri Svíþjóð. Þessi
veitingahús þurftu aldrei að keppa
sín á milli því allir voru með sömu
matseðlana. Fólk fór fyrst og fremst
út að borða til að drekka áfengi, það
var engin að spá í gæði matarins.
Það var ekki fyrr en á sjöunda ára-
tugnum sem framboð á kokka-
Einn af einkennisréttum vinsælasta
veitingastaðar Svíðþjóðar, Fåviken,
er reykt hörpuskel á lyngbeði. Það
var stjörnukokkurinn Magnus Nilsen
sem þróaði réttinn. Sérstaða rétta
Magnusar er að þeir eru einungis unn-
ir úr hráefni úr heimabyggð Fåviken í
Norður-Svíðjóð.
Kokkurinn, doktorinn, kennarinn og mataráhugamaðurinn Håkan hefur eytt
síðustu árum í að skrifa um áhrif stjörnukokka og sælkerabyltingarinnar á Norð-
urlöndum á borgarlandslagið, sænsku sveitina og sænskt heimilishald. Mynd | Hari
New nordic cuisine.
Frá því að Noma
opnaði árið 2004
hafa svipaðir
staðir, sem einbeita
sér að norrænni
hefð í bland við
tilraunakennda
eldamennsku
úr hráefnum úr
heimabyggð, opnað
víðsvegar um
Skandinavíu.