Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.02.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 „Þetta er hörku róbót hjá okkur og auðvitað var bara lagt upp með tvöfaldan sigur,“ segir Ingi Valur Grétarsson einn liðsmanna TSRo- botics og hlær, en bætir við að öllu gríni fylgi nokkur alvara. Þeir félagar eru allir útskrifað- ir rafeindavirkjar úr Tækniskól- anum og tækið þeirra, sem heitir TSR-1, komst auðveldlega í gegnum brautina sem var ekkert grín. Þar þurfti tækið að ýta á takka, fanga vatn úr röri, flytja það yfir skurð og hella því í mæliglas. Ekki nóg með það heldur tóku þá við tor- færur, fínn sandur og hnullungar og að lokum þurfti græjan að fara upp net og staðnæmast á palli. „Vinnan við þetta tók sinn tíma, við byrjuðum í desember, en þetta var ótrúlega gaman. Manni fer að þykja dálítið vænt um tækið sem er hugsað eins og skriðdreki sem leggur niður brú, fer síðan yfir hana og skilur hana eftir. Brúin var eiginlega fyrsta hugmyndin okkar og sú sem gerir tækið frum- legt,“ segir Ingi Valur. Hann segir samstarfið hafa komið til þegar þeir voru fengnir vestur á Ísafjörð til að koma í gang stórum gömlum iðnaðarróbot. „Í framhaldi af því langaði okkur að smíða umgjörð í kringum þenn- an áhuga okkar. Þegar Kristján byrjaði svo í verkfræðinni í HÍ þá rifjaðist upp sameiginlegur draum- ur okkar um að taka þátt í þessari frábæru keppni.“ Ingi Valur segir þá í TSRobotics langa að gera meira í heimi ró- bótatækninnar. „Ísland á helling af hugvitsfólki og við getum alveg verið með í þessari sjálfvirkni þró- un. Maður þarf að hugsa í lausn- um og gamla góða „þetta reddast sjónarmiðið“ getur fleytt manni langt.“ | gt Kom bara til greina að vinna tvöfalt Það er óhætt að segja að félagarnir í TSRo- botics, þeir Sverrir, Kristján Örn og Ingi Valur, hafi rústað ár- legri Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverk- fræðinema við Háskóla Íslands um síðustu helgi. Liðið vann bæði fyrstu verðlaun og verðlaun fyrir frumleg- ustu hönnunina. Þeir Sverrir Jónssson, Kristján Örn Aðal- björnsson og Ingi Valur Grétarsson eru skiljanlega sáttir við tvöföld verðlaun í hönnunarkeppninni um síðustu helgi. Hér eru þeir með TSR-1 og verðlaunagripinn. Mynd | Kristinn Snær Agnarsson. Náttúran tekur yfir Văcăreşti svæðið sé nokkuð merki- leg. „Văcăreşti átti að vera uppistöð- ulón í miðri Búkarest. Þegar ég kom þangað hafði það staðið yfirgefið í 25 ár. Náttúran var algjörlega búin að taka yfir,’’ segir Ingvar sem ferðaðist um með hjálp túlks. „Mitt í þessu villta umhverfi kynntist ég Róma- -fjölskyldu sem býr á svæðinu.“ Fjölskyldan átti synina Gigel, Marcel og Marian sem voru þá á aldrinum sex til tólf ára. Ingvar eyddi deginum með drengjunum en þá eldri, Marcel og Marian má sjá á myndinni. Bræðurnir sögðu Ingvari frá lífi sínu en að þeirra sögn er betra að búa í óheflaðri náttúr- unni en í steinsteypu borgarinn- ar. „Fyrir nokkrum árum kom upp eldur í tjaldbúðum fjölskyldunnar og litla systir þeirra lést. Þá neyddu yfirvöld fjölskylduna til þess að flytja í húsnæði í borginni. Drengj- unum leið illa í borginni, þeir kunnu ekki að búa innan um bíla og veggi.“ Drengirnir voru því himinlifandi að flytja aftur inn í náttúruna. „Þeir vilja sýna mér uppáhalds sundstað- inn sinn og leiða mig að fallegum ósi og þeir rífa sig úr fötunum, hoppa út í og synda.“ Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Ingvar Högni Ragnarsson listamaður ferðað- ist til Rúmeníu sumarið 2015 þar sem hann tók ljósmyndir og viðtöl við heimamenn Ingvar deilir uppáhalds ljósmynd sinni og sögunni á bakvið hana með Fréttatímanum. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is „Myndin er tekin í Văcăreşti í Rúmeníu og á henni má sjá tvo bræður. Ég kynntist þeim og fjölskyldu þeirra á ferðalagi mínu.“ Ingvar segir að sagan á bak við Mynd | Ingvar Högni Ingvar Högni ferðaðist um Rúmeníu. Mynd | Hari Alþjóðleg sambúð á Laugavegi Parið Marvie og Marco hafa hreiðrað um sig í herbergi á Laugavegi, í íbúð sem þau deila með þremur öðrum. Þeim líkar sambúðin vel, þrátt fyrir að óska sér þess að hafa stofu. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Marie háskólanemi í íslensku og kærasti hennar Marco frá Ítalíu leigja herbergi á Laugaveginum í íbúð sem þau deila með þremur öðrum. „Sam- búðin hefur alltaf verið mjög alþjóðleg,“ segir Marie sem er sjálf frá Þýskalandi. „Núna búa hér auk okkar tveir Spánverjar og einn frá Rússlandi. Samsetn- ing íbúa breytist samt stöðugt, um daginn bjó einn Mexíkani með okkur, svo íslenskt par og þar áður par frá Portúgal.“ Íbúðin er með fjórum herbergj- um, eldhúsi og salerni og hvert og eitt herbergi er leigt út sér. Engin stofa eða sameiginlegt rými er í íbúðinni en sambýl- ingarnir reyna samt sem áður að verja tíma saman. „Við reynum að eiga góðar stundir saman og eldum saman reglulega. Það get- ur hinsvegar verið mjög flókið vegna þess að eldhúsið er frekar lítið,“ segir Marie. Snúið ástand á leigumarkaði Marco hefur búið á Íslandi í nokkur ár og þekkir því húsnæð- iserfiðleika í miðbænum nokkuð vel. „Mér hefur tvisvar sinnum verið sparkað út úr íbúðum á Íslandi með tveggja vikna fyrir- vara vegna þess að eigendurn- ir ákváðu skyndilega að leigja íbúðirnar til ferðamanna. Þetta er alltaf sama sagan hjá öllum sem eru að leigja miðsvæðis,“ segir Marco ákafur. Marco kem- ur sjálfur úr litlu sjávarþorpi á Ítalíu sem fyllist af ferðamönn- um yfir sumarið. Hann hefur því töluverðar áhyggjur af því að með nýjum lögum um útleigu húsnæðis til ferðamanna muni vera enn erfiðara að fá lang- tíma leigusamning. „Þorpið mitt á Ítalíu er vinsæll áfangastaður ferðamanna þannig að ég þekki þetta ástand ágæt- lega. Þar er boðið upp á ódýra leigu á veturna en svo er öllum sparkað út yfir sumartímann til þess að leigja út til ferðamanna.“ „Ágætis díll’’ Marco og Marie líður vel í íbúðinni á Laugaveginum og þrátt fyrir háa leigu telja þau sig standa ágætlega miðað við marga aðra. „Ég fékk eiginlega áfall yfir verðinu fyrst þegar ég flutti inn í íbúðina en nú er ég búin að átta mig á því að þetta er ágætis díll miðað við hvað aðrir greiða. Ef við værum ekki að deila herberginu væri þetta hinsvegar mun þyngri baggi,’’ segir Marie. En þau Marco greiða rúmlega níutíu þúsund mánaðarlega fyrir herbergið, auk þess að greiða fyrir raf- magn. Leigusamningur til eins árs Parið og sambýlingar þeirra neyðast líklega til þess að flytja enn á ný næsta haust, en þau telja eigendur hússins ætla að breyta því í gisti- stað fyrir ferða- menn. „Þetta fer allt eftir því hvað eigend- urnir ákveða að gera. Við höfum engin réttindi í íbúðinni þrátt fyrir að vera með samning núna þá var hann bara til eins árs og rennur út í haust. Við vitum ekki hvað eigendurn- ir ætla að gera en ef þau ætla að leigja það ferðamönnum þurfa þau að byggja nýtt hús,“ segir Marco og vísar þannig til ástands húsnæðisins. Marie og Marco vildu þó ólm búa áfram í íbúðinni, enda líkar þeim vel í sambúð með fjölbreyttu fólki. Marie og Marco deila íbúð með þremur öðrum, þeim líkar sambúðin vel en væru til í stofu. Mynd | Hari Sambýlingarnir eru sjaldan heima á sama tíma. Mynd | Hari FlashBack 91,9 fjölskyldan hefur stækkað og bætt við sig fjórum nýjum útvarpsrásum Breyttu símanum þínum í útvarp Sæktu spilarann: w w w .jo ku la .is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.