Fréttatíminn - 18.02.2017, Side 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
Allir að mygla í
Listaháskólanum
SLÖGG Nemendur Listaháskólans
láta ekki bjóða sér aðstæður í hús-
næði skólans við Sölvhólsgötu þar
sem þeir eru sannfærðir um að
myglusveppur ógni heilsu þeirra.
Þeir krefjast þess að fá kennslu í
öðru húsnæði.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Listaháskólanemendur mótmæltu
því í gær að vera látnir stunda nám
í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu.
Þeir voru meðal annars með bein-
ar útsendingar á Facebook frá mót-
mælum í skólanum og þuldu upp
einkenni sem nemendur segjast
finna fyrir. „Tíður niðurgangur,
sjóntruflanir, minnistruflanir, höf-
uðverkir, þunglyndi, svefntruflanir,
skert jafnvægisskyn, doði í útlim-
um,“ kölluðu þeir.
Berglind Halla Elíasdóttir er ein
þeirra sem deilir mynd-
um á samfélagsmiðlum
af húsnæðinu. „Ég er
bara að borga 490 þús-
und á ári fyrir námið
mitt – er til of mikils
mælst að fá að vera í
viðunandi umhverfi?
#LHÍmygla“
Undir myllumerk-
inu má sjá hvað nem-
endur hafa um málið að
segja.
„Það er löngum vitað að það er
myglusveppur í skólanum og víða
eru sýnileg merki þess. Flestir nem-
endur hafa fundið fyrir einkennum
af völdum myglusveppsins. Ég er
með síendurtekin hóstaköst,
þrálátan höfuðverk og hef
í fyrsta sinn fundið fyr-
ir einkennum þung-
lyndis,“ segir fyrsta
árs neminn Birnir
Jón Sigurðsson. „Ég
set það í beint sam-
hengi við myglusvepp
og heilsuspillandi að-
stæður hér í Listaháskól-
anum. Hér er ég oft með 11
klukkustunda viðveru í náminu
á dag auk þess sem við þurfum að
vinna verkefni og vinna frameftir.
Þess hefur verið krafist í mörg ár að
skólinn fái mannsæmandi húsnæði
og við erum þreytt á að bíða.“
Andrea Vilhjálmsdóttir útskrif-
aðist úr Listaháskólanum í fyrra.
„Vandamálið hefur verið viðvar-
andi í langan tíma. Mig minnir að
árið 2006 hafi heilbrigðiseftirlitið
komið og í kjölfarið var einhverj-
um rýmum lokað. Einstaka sinnum
hafa þessi rými þó verið notuð og
ég hef tekið þátt í sýningu sem var
í einu slíku rými. Við vorum fjögur
í hópi og urðum samstundis lasin
eftir einn dag þarna inni. Við sett-
um það strax í samhengi við ástand
húsnæðisins.“
Velferðarmál Mikill órói er á
meðal hóps af öryrkjum vegna
breytinga á húsnæðisstuðningi en
fjölmörg dæmi eru um að tekjur
öryrkja hafi minnkað eftir að
nýjar reglur voru samþykktar.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, fé-
lagsráðgjafi hjá Öryrkjabandalagi
Íslands, segir hópi öryrkja refsað
fyrir að nýta sér nauðsynlega þjón-
ustu en breytingarnar hafa helst
áhrif á lífeyrisþega (elli-, örorku- og
endurhæfingarlífeyrisþega) sem eru
á leigumarkaði og fengu greidda
húsaleigubætur.
„Allar skattskyldar tekjur eru
teknar með, sem þýðir að ef fólk
fær til mynda uppbót vegna lyfja-
kostnaðar upp á tíu þúsund krón-
ur, þá getur það lækkað um fimm
þúsund í húsnæðisstyrk,“ útskýr-
ir Sigríður Hanna sem bætir við að
öryrkjar hafi búist við breytingum
varðandi húsnæðisstuðninginn, en
ekki að þeir myndu lækka í tekjum,
sem hún segir að sé í mótsögn við
tilgang breytinganna. Sigríður segir
þetta töluvert högg fyrir tekjulágan
hóp sem býr að auki á leigumarkaði
þar sem leiguverð fer síhækkandi.
Sigríður Hanna segir það einnig
gagnrýnisvert að tekið er mið af
mánuðinum á undan þegar styrk-
urinn er reiknaður. Þannig hefur
desemberuppbót neikvæð áhrif
og leiðir til lækkunar. Það telji ÖBÍ
óheimilt, og hyggst láta reyna á það
frekar.
Fréttatíminn ræddi við öryrkja
sem vildi ekki láta nafns síns getið.
79% af ráðstöfunartekjum hans,
sem eru 238 þúsund krónur, fara í
húsaleigu, sem er í heildina um 180
þúsund krónur.
Hann er vonsvikinn og seg-
ir svör fyrrverandi velferðarráð-
herra, Eyglóar Harðardóttur, hafa
gefið honum von um að hagur hans
myndi vænkast. Niðurstaðan var
þó önnur; hann fær 8 þúsund krón-
um minna en áður en kerfinu var
breytt.
Fá lægri húsnæðisstuðning eftir breytingar
Sigríður Hanna
Ingólfsdóttir segir
Öryrkjabandalagið lík-
lega láta reyna á það
hvort það sé heimilt
að miða við síðasta
almanaksár, þegar
húsnæðisstyrkur er
reiknaður.
Nemendur Listaháskólans
deildu myndum af sér með hlífar
fyrir vitunum og segja myglu-
svepp í skólanum. Mynd | Hari
„Tíður niðurgangur, sjóntruflanir, minnistruflanir, höfuðverkir, þunglyndi,
svefntruflanir, skert jafnvægisskyn, doði í útlimum,“ kölluðu nemendur á mót-
mælafundi við Sölvhólsgötu í gær. Mynd | Hari
Suðræn sveifla við Saint-Tropez
sp
ör
e
hf
.
Sumar 4
Ekki er að undra að helstu listamenn sögunnar hafi sótt sér
innblástur á frönsku rivíerunni, slík er fegurðin. Við verðum
vitni að stórbrotinni náttúru við Gullströndina, förum í
bátsferð til listamannabæjarins St. Tropez, heimsækjum
furstadæmið Mónakó og að sjálfsögðu mun einnig gefast
góður tími til að njóta og slaka í skemmtilegum félagsskap.
12. - 20. júní
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 217.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Hjúkrun
Skortur á
hjúkrunar
fræðingum
290 hjúkrunarfræðinga vantar í um
225 stöðugildi, en meðalstarfshlut-
fall hjúkrunarfræðinga á heilbrigð-
isstofnunum er um 70 prósent.
Þetta sýnir könnun sem gerð var á
mönnun við hjúkrun á heilbrigðis-
stofnunum.
Skortur á hjúkrunarfræðingum
er meiri ef horft er til mats fram-
kvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkr-
unarforstjóra á heilbrigðisstofn-
unum en samkvæmt því vantar
hjúkrunarfræðinga í um það bil 400
stöðugildi í samtals um 520 stöður.
Um 1000 hjúkrunarfræðingar á
Íslandi starfa við annað en hjúkrun,
samkvæmt greiningu Félags hjúkr-
unarfræðinga en 70 prósent þeirra
sem hafa útskrifast úr hjúkrunar-
fræði eru í félaginu. Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra fékk skýrslu um
stöðuna í gær frá Guðbjörgu Páls-
dóttir, formanni Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Einungis fjórðungur er ánægður með ríkisstjórn-ina samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningsmenn stjórn-
arflokkanna virðast ekki fara með
himinskautum í hrifningu sinni
frekar en aðrir.
Þannig styðja 2 af hverjum 3
Sjálfstæðismönnum stjórnina en
einungis 4 af hverjum tíu kjósend-
um Viðreisnar.
Steininn tekur úr þegar hinn
örsmái flokkur Óttarrs Proppé er
skoðaður. Flokkurinn sem var við
það að þurrkast út fyrir kosningar
náði vopnum sínum með því að lofa
kjósendum miklum kerfisumbótum.
Flokkurinn fékk rúmlega 13 þús-
und atkvæði fyrir vikið og fjóra
þingmenn. En allt kom fyrir ekki.
Hann er núna burðarbiti í borgar-
virki ríkjandi hagsmuna og þáði að
launum ráðherrastóla sem virðast
strax farnir að gjökta undir nýju
ráðherrunum.
Af kjósendum flokksins styðja
einungis 13 prósent stjórnar-
samstarfið en flokkurinn leggur
stjórninni til 2 ráðherra af 11 alls.
Þannig standa einungis tæplega
1700 manns að þessum tveimur
ráðherrum sem fara með heilbrigð-
ismál og umhverfismál, gríðarlega
umdeild mál sem miklar væntingar
eru bundnar við. Til samanburð-
ar þá starfa tæplega fimm þúsund
manns á Landspítalanum. Þing-
flokksformaðurinn, Theodóra S.
Þorsteinsdóttir, ákvað að gegna
þingmennsku og sitja í bæjarstjórn
Kópavogs á sama tíma og er komin
með 2,5 milljónir króna í laun frá
skattgreiðendum. Aðeins meira en
forsetinn en minna má það nú ekki
vera.
Þessi sautján hundruð hljóta að
vera mjög ánægð með fulltrúa sína.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
BJÖRT FRAMTÍÐ
Fram kom í frétt Fréttatímans í gær að íbúar Hrafnistu hefðu verið ofrukkaðir
og að Naustavör væri rekstrarfélag Hrafnistu. Það var ekki rétt, en rétt er að Sjó
mannadagsráð stendur að rekstri leiguíbúða Naustavarar ehf. í Boðaþingi, og sama félag stendur einnig
að rekstri hjúkrunarheimilisins Hrafnistu í Boðaþingi. Þessi tvö félög eru aðskilin í rekstri þó þau séu
hluti af svokallaðri samstæðu Sjómannadagsráðs. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni.
Leiðrétting