Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 18.02.2017, Blaðsíða 14
með þessum hætti. En þetta var nauðsynlegt og kerfið reyndist vel. Tilfellið er að þessir verkamannabú- staðir, bæði við Hringbraut sem og aðrir, eru það húsnæði sem kannski hentar ungu fólki hvað best í dag og er nákvæmlega það sem fólk er að leita að.“ Gæði óháð stétt og stöðu Gunnlaugi Halldórssyni var falið að teikna seinni hluta verkamannabú- staðanna sem risu árið 1936 austan við Hofsvallagötu. Við hönnun þeirra stokkaði Gunnlaugur upp aflokaða formið og setti þess í stað niður þrjár raðir húsa. Aðkom- an að þeim er í gegnum litla garð- stíga sem svo tengjast í gegnum leiksvæði í miðju þeirra. „Megin- munurinn á þessum þyrpingum liggur í skipulaginu,“ segir Pétur. „Við Hofsvallagötuna braut hann húsin upp og lét þau stallast til að stofugluggar, garður og inngangur sneru betur við sól og til að fá glugga á öll herbergi, líka baðherberginu til að losna við raka, sem er fáheyrður lúxus í jafnvel fínustu húsum í dag. Það sem er skemmtilegt við seinni áfangann er að þó að Gunnlaugur sé með annarskonar hugsun í skipulagi þá eru húsin jafnhá og það er á þeim samskonar áferð og litir þannig að þau mynda mjög fallega heild. Gunn- laugur er einn af þeim sem innleiddi funksjónalismann hér á landi og var eindreginn fylgismaður þeirr- ar stefnu, ekki bara í stíl heldur af lífshugsjón. Í því fólst meðal annars sú göfuga hugsjón að arkitektúr ætti að nýtast til þess að bæta líf almenn- ings, óháð stétt eða stöðu.“ 14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017 Gott að vera og góður andi Hafþóra Bergsteinsdóttir hefur búið í Verkamannabú- stöðunum frá 1936. Hún segir andann í íbúðinni vera svo góðan að tengdasonurinn sofnaði alltaf þegar hann kom í heimsókn. „Veistu það, að þegar við fluttum hingað þótti það svo mikill lúxus að vera með baðherbergi að ættingjar komu utan út úr bæ til að fara í bað á laugardögum,“ segir Haf- þóra Bergsteinsdóttir, íbúi í Verkamannabústöðunum á Brávallagötu. Hafþóra hefur búið í íbúðinni frá árinu 1936 en hún flutti þangað fyrst um fjögurra ára aldur með for- eldrum sínum. Síðar bættust svo við þrír yngri bræður og þá gat verið þröngt á þingi. Fjölskyldan bjó í íbúðinni þar til foreldrar hennar og bræður stækkuðu við sig. Þá keyptu Hafþóra og maður hennar íbúðina af foreldrum hennar og þar hefur Hafþóra búið síðan. „Eina skiptið sem ég hef flutt er þegar ég gifti mig, þá flutti ég á Ásvallagötu 19,“ sem er næsta gata við Brávallagötuna. Þar leigðu Hafþóra og maður hennar í styttri tíma þar til þau keyptu íbúðina við Brávallagötu af foreldrum hennar árið 1957 og ólu þar upp þrjú börn. Þegar Hafþóra flutti fyrst inn árið 1936 voru íbúðirnar glænýjar og enn verið að henda steypu á húsin. „Þetta var náttúrulega allt annað hér í gamla daga, þá var svo mikið af börnum. Róluvöllurinn hérna við hliðin á var ekki byggður fyrr en seinna,“ segir Hafþóra og vísar í róluvöllinn sem stendur við Hringbraut. „Þá var bara róluvöllur í Gömlu Verkó, en börnin þar ráku okkur alltaf burt. Þau voru svo heimarík. Svo fengum við líka róluvöll, ég man ekki hvaða ár það var, en það var fyrir stríð.“ Hafþóra var barn þegar síðari heimsstyrjöldin braust út og man vel hvernig ástandið var í Verkamannabústöðunum á þeim tíma. „Bretaútvarpið kom og þá voru bara danslög út um alla glugga. Ég man að þegar ég var unglingur var maður alltaf úti á róló að syngja þessi lög sem Ameríkaninn kom svo með,“ segir Hafþóra og skellir upp úr. „Það var alltaf mikið af krökkum hérna, en nú sést ekki sála. Það var líka ægilega mikið af krökkum þegar mín börn voru að alast upp. En það er svo margt breytt, börn fóru á leikskóla og konur fóru að vinna.“ Hafþóra segist sjálf hafa nánast einungis leikið sér í kringum Verkamanna bústaðina sem barn. „Við vorum voða mikið bara hér í kring, á leikvellinum og svona. Svo vorum við alltaf í kílóbolta við Hringbraut. Hringbrautin var ekki malbikuð fyrr en löngu seinna og það átti enginn bíl nema ríkir menn, það voru allir á hjólum. Svo kom herinn og þá var þessi ægilega umferð á Hringbrautina.“ „Það var mikil umræða um það ætti ekkert að vera að fá bað fyrir þetta pakk,“ segir Hafþóra um byggingu Verka- mannabústaðanna. En að hennar sögn hefur verið húsnæðisekla síðan hún man eftir sér og ástandið á leigumarkaðn- um var mjög slæmt fyrir margt verkafólk. „Það var agalegt hvað fólkið sem bjó í bröggunum vantaði íbúðir. Ég veit líka að fólkið sem bjó hérna á móti mér hafði leigt á Bergþórugötunni og hafði þá þurft að deila eldhúsi með annarri fjölskyldu. Hafþóra minnist vel hvernig ástandið á vinnumarkaðnum var á 4. áratugnum en hún fylgdist sjálf vel með öllu og var að eigin sögn mjög forvitin „Pabbi var verkstjóri hjá Ísbirninum og einu sinni var bankað á dyrnar, ég var svo forvitin að ég fylgdist með. Þá var þar ókunnugur maður við dyrnar sem dettur bara grátandi í fangið á pabba. Hann segist ekki neina vinnu hafa og sé með konu og lítið barn. Pabbi gat útvegað honum vinnu, það sem hann var glaður. Ég gleymi þessu aldrei, ég hef verið svona fimm ára og fylgdist vel með öllu,“ segir Hafþóra og hlær. Mikil umræða var í Verkamannabústöðunum á stríðsárunum og eftir þau um hvaða stelpur væru „í ástandinu“ og Hafþóra reyndi að hlusta vel. „Ég skildi náttúrulega ekkert þetta orð, ástandið. En við krakkarnir vorum oft að hjóla um og njósna hvaða stelpur væru á leiðinni á ball með hermönnunum.“ Á þessum árum var oft þröngt í búi hjá mörgum fjölskyldum og fyrir fæðingu bræðra Hafþóru leigðu foreldrar hennar minna herbergið í íbúðinni út til þess að drýgja tekjurnar. Síðar ólu Hafþóra og maður hennar upp þrjú börn í íbúðinni sem hún býr nú í ásamt syni sínum. „Það er voða gott að búa hér og góður andi, tendasonur minn sofnaði til dæmis alltaf þegar hann kom í heimsókn,“ segir Hafþóra og hlær dátt. Hafþóra lék sér í kílóbolta á Hringbrautinni sem barn og segir að í þá daga hafi allt verið fullt af börnum í Verka- mannabústöðunum. Mynd | Hari VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Eldhúsinnréttingin í íbúð Hafþóru er upprunaleg. Hafþóra minnist þess að hún hafi verið bleik á lit þegar fjölskyldan flutti inn árið 1936 en þá var heldur enginn ísskápur og önnur „eldamaskína“. BELGRAD Beint flugt i fyrsta skiptið frá Keflavík til Belgrad höfuðborgar Serbíu 29. SEPTEMBER - 2. OKTÓBER Belgrad er ein af elstu borgum Evrópu, hefur orðið fyrir áhrifum frá fjölmörgum þjóðum, það gerir borgina gríðarlega spennandi fyrir ferðmamenn. Sjá þennan suðupott mismunandi menningar koma saman á einum stað. Glæsilegur arkitektur er þar því víða að finna frá mismunandi tímum.Verðlag á mat, drykk og í verslunum er mjög gott. Þá er hægt að gera góð kaup á einhverjum á hinum mörgu mörkuðum sem eru í borginni. VERÐ 99.800.- per mann i 2ja manna herbergi, innifalið er flug, hótel með morgunamat, isl. fararstjóri rúta til og frá flugvelli.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.