Fréttatíminn - 18.02.2017, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017
koma í veg fyrir að hitt foreldr-
ið geti sótt það. Við lögmennirn-
ir fáum verstu og ýktustu dæmin
inn til okkar og fæstir hafa alveg
hreinan skjöld, því miður. Þetta
fólk grípur til þess að nota samfé-
lagsmiðla, Facebook, Snapchat og
Twitter, til að koma höggi á mak-
ann, úthúða honum og setja fram
allskyns ásakanir eða draga fram
viðkvæma hluti í persónulegu lífi.“
Vegið að rétti barnanna
Samkvæmt áliti umboðsmanns Al-
þingis mega foreldrar ekki birta
myndir eða upplýsingar sem geta
verið skaðlegar fyrir börn eða
meiðandi og niðrandi. Þau eiga rétt
á friðhelgi einkalífs.
Þórdís Rúnarsdóttir segir að það
sé gróflega verið að vega að rétti
barna með því að draga þau inn
á þennan vettvang. Allir finni til
vanmáttar og sorgar þegar það sé
talað illa um ástvini þeirra á op-
inberum vettvangi. Hvað þá börn
þegar foreldrar eiga í hlut. „Það er
líka ábyrgðarhlutur að setja fram
upplýsingar um börn og einkahagi
þeirra opinberlega í svona deilu-
málum og í raun í hrópandi ósam-
ræmi við alla löggjöf um vernd
barna. Þau geta verið stödd hvar
sem er í lífinu þegar þau opna
svona texta á netinu, eða það geta
verið bekkjarfélagar þeirra eða
jafnvel einhverjir aðrir í annarleg-
um tilgangi,“ segir hún. „Fólk áttar
sig heldur ekki alltaf á því að hlutir
sem eru settir fram í hita leiksins
geta verið aðgengilegir mörgum
árum seinna,“ segir hún.
Óskar Sturluson, lögfræðing-
ur hjá sýslumanni, segist ekki
þekkja dæmi þess að Facebook-
-athugasemdir hafi verið notaðar
gegn foreldrum í forsjármálum en
það megi alveg gera sér í hugar-
lund að sú staða gæti komið upp.
„Af hverju ekki? Það þarf að vega
og meta hlutina út frá hagsmunum
barnsins og foreldri sem birtir við-
kvæmar upplýsingar á opinberum
vettvangi er ekki að vinna í þágu
barnsins,“ segir hann.
„Börnin lenda á milli og þetta
getur hreinlega rústað sambandi
foreldra og barna. Síðan lifir þetta
um aldur og ævi á netinu,“ segir
Helga Vala Helgadóttir. „Ég hef líka
„Ég hef líka séð fólk fella allskyns sleggjudóma inni á þráðum sem eru búnir til
í kringum viðkvæm og persónuleg mál þar sem ég þekki til,“ segir Helga Vala
Helgadóttir lögmaður. „Þegar ég hef spurt það nánar kemur í ljós að það hefur
ekki einu sinni lesið færslurnar sem það er að skrifa athugasemdir við.“
[...] er sorgardagur fyrir Þjóðkirkj-
una og [...]. Nýi sóknarprestur-
inn þeirra hefur undanfarin tíu
ár svipt börn sín réttinum til að
umgangast föður sinn. Hún hefur
brotið gegn úrskurðum sýslu-
manns og umsögnum barna-
verndarnefnda og meinar börnum
sínum að umgangast föður sinn,
föðurafa og ömmu, og alla þá sem
honum tengjast. Ég vona að fram-
ganga hennar í [...] verði á kristi-
legri og kærleiksríkari nótum.?
Faðir var sýknaður fyrir meið-
andi ummæli á Facebook. Hann
hélt því fram á Facebook að móð-
irin tálmaði umgengni hans við
barn sitt. Móðirin krafðist þess
að maðurinn yrði dæmdur til
refsingar fyrir ummælin og til að
greiða milljón krónur í skaðabæt-
ur. Þau gögn sem voru lögð fram
renndu stoðum undir ummælin og
tapaði móðirin því málinu.
séð fólk fella allskyns sleggjudóma
inni á þráðum sem eru búnir til í
kringum viðkvæm og persónuleg
mál þar sem ég þekki til. Þegar ég
hef spurt það nánar kemur í ljós
að það hefur ekki einu sinni les-
ið færslurnar sem það er að skrifa
athugasemdir við.“
Falsspámaður á Facebook
„Ég bjó aldrei með barnsföð-
ur mínum, ég fer ein með forsjá
dóttur okkar en hef alltaf viljað að
hann nyti ríkrar umgengni,“ seg-
ir móðir á fertugsaldri. „Síðustu
ár hefur hann tekið hana í 6 daga
á hálfsmánaðar fresti. Í fyrravor
veittist hann að mér fyrir framan
dóttur okkar sem varð til þess að
ég leitaði til barnaverndarnefndar.
Sýslumaður og barnaverndarnefnd
mæltu síðan með því að ekki yrði
komið á umgengni aftur fyrr en
málið væri til lykta leitt.“
Móðirin segir að þá hafi mað-
urinn tekið Facebook í þjónustu
sína og gerst einskonar talsmað-
ur feðra sem væru beittir órétti og
tálmunum af barnsmæðrum sín-
um. „Núna heldur hann því blákalt
fram að hann hafi varla fengið að
umgangast barnið sitt í ellefu ár,
ég sé tálmandi móðir sem komi í
veg fyrir eðlileg samskipti. Ég þarf
að sitja undir því að þessi maður
sé orðinn einskonar falspámaður
forræðislausra feðra og beri mig
allskyns sökum til að upphefja
sjálfan sig. Það liggja samt fyr-
ir opinber gögn um hvernig þessi
samskipti hafa verið, um fulla um-
gengni hans við dóttur sína, en
það hindrar hann ekki og alltaf
fær hann gríðarlegar undirtektir.
Fólk hópast á þráðinn, til að hrósa
honum, stappa í hann stálinu: það
segir að hann sé duglegur og eigi
ekki að gefast upp, og kallar mig
öllum illum nöfnum. Það rataði
meira að segja af Facebook í fjöl-
miðla án þess að ég hefði neitt um
málið að segja.“
„Fólk virðist ekki hafa sömu
hömlur í samskiptum á Facebook
og augliti til auglitis. Það sleppir
fram af sér beislinu án umhugsun-
ar um leið og eitthvað höfðar til til-
finninganna. „Það er enginn til að
taka í taumana. Fólk er bara eitt
við lyklaborðið og engin bremsa,“
segir Jóhann Loftsson.
Gúgglaðu foreldrana
Rúmlega þrítug móðir segir að
dóttir hennar hafi nýlega komið
heim úr skólanum og sagt henni
að kennarinn hafi verið að sýna
bekknum hvernig væri hægt
að nota leitarforritið Google.
„Kennarinn ráðlagði börnunum
að prófa að leita eftir nöfnum for-
eldra sinna og fá hvað kæmi upp.
Mér rann hreinlega kalt vatn milli
skinns og hörunds. Pabbi hennar
er búinn að vera að úthúða mér á
netinu í meira en áratug. Hversu
einfaldur getur kennari eiginlega
verið. Ég þarf ekki annað en að
horfa á bekkjarmyndina. Ég er
ekki eina foreldrið sem vill ekki
vera gúgglað á netinu.“
Sigþrúður Guðmundsdóttir,
fræðslufulltrúi í Kvennaathvarf-
inu, segir að Facebook komi oft
við sögu í heimilisofbeldismálum.
Oftast nær fari þá fólk inn á aðgang
makans og dreifi efni í nafni hans
eða óhróðri á sinni eigin síðu. Hún
segist ekki hafa orðið vör við það
persónulega að börn verði bitbein
í slíkum deilum en viti þó að svo
sé. Fólk ætti auðvitað aldrei að
blanda sér í slíkar deilur þar sem
það þekkir ekki til atvika. Og alls
ekki ef börn koma við sögu.
„Þetta er stórhættuleg hjarð-
hegðun. Fólk er að taka þátt í of-
beldi og margfalda áhrifin,“ seg-
ir móðir á fertugsaldri. „Það eru
engar venjulegar siðareglur í gildi á
Facebook. Þessi venjulegu kurteis-
isviðmið og varkárni, eru algerlega
víðsfjarri. Fólk vandar sig ekki og
gætir ekki orða sinna, eins og það
myndi gera augliti til auglitis. Það
er eins og það haldi að það megi
bara skrifa allt sem því dettur í hug
á lyklaborðið á tölvunni. Fæst þetta
fólk myndi ganga að mér út á götu
og segja upp í opið geðið á mér,
það sem það segir á Facebook. Ég
vil bara segja við þetta fólk. Hugs-
ið áður en þið látið vaða. Mann-
orð fólks skiptir verulega máli og
mannvirðingin. Það er fólk sem á í
hlut og þetta er að særa og meiða.“
„Maður verður allur
varnarlaus og lítill í sér.
Öll mál sem koma upp
eru samstundis rædd
og reifuð á Facebook af
hundruðum manna sem
hika ekki við að setja like-
-merki við færsluna eða
dreifa henni víðar.
8.499 kr.
FRANKFURT f rá
T í m a b i l : m a rs - j ú n í 2 0 1 7
5.999 kr.
LONDON f rá
T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7
19.999 kr.
VARSJÁ f rá
T í m a b i l : á gú st - o k tó b e r 2 0 1 7
8.499 kr.
BERLÍN f rá
T í m a b i l : a p r í l - m a í 2 0 1 7
12.999 kr.
LYON f rá
T í m a b i l : j ú n í - j ú l í & s e p te m b e r 2 0 1 7
12.999 kr.
SALZBURG f rá
T í m a b i l : j a n ú a r 2 0 1 8
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
*
*
*
*
*
*
Þú getur
flogið!