Fréttatíminn - 18.02.2017, Síða 20

Fréttatíminn - 18.02.2017, Síða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017 Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Sjöfn, ertu ekki sammála mér um að við misstum einhversstaðar tækifærið til þess að stytta vinnu-tímann?“ spyr Drífa vin- konu sína og samherja í stéttabar- áttunni. „Það kemur mér alltaf svo mikið á óvart að fólk geri ekki meiri kröfur um að stytta vinnutímann.“ „Jú, ég er sammála því, en vandinn er þessi endalausa krafa vinnuveitenda að halda grunnlaun- um niðri, það ég hef alltaf sagt, þegar ég var að vinna í fiski þá var það andsk..., já, ég segi það bara, andskotans bónusinn. Ég segi ekki að kannski lyfti hann sumum eitt- hvað áleiðis en hvað enda margir gigtveikir og heilsulausir? Hvað eru margar konur búnar að eyðileggja sig á miðjum aldri á þrældómi í bónus? Vinnuveitendur leggja ekki mikla áherslu á að losna við þetta. Þeim er svo mikið í mun að halda niðri grunnlaununum, sem á í sjálfu sér reyndar við allan vinnu- markaðinn á Íslandi. 300 þúsund í grunnlaun „Kollegar mínir á Norðurlöndum skildu aldrei þetta yfirvinnuþref í íslenskri stéttabaráttu,“ segir Sjöfn. „Þar voru þeir betur settir en við, með góð grunnlaun sem veittu undirstöðuöryggi hjá laun- þegum.“ Drífa segir að í verkfalli Starfsgreinasambandsins 2015 hafi áhersla verið lögð á 300 þúsund í grunnlaun og sú tala hafi verið reiknuð samkvæmt umboðsmanni skuldara. „Það er hræðilegt að við höfum ekki ennþá náð grunnlaun- um miðað við hvað það kostar að lifa. Grunnlaunin eru í kringum 260 þúsund krónur í dag en sam- kvæmt umboðsmanni skuldara þá kostar um 350 þúsund að lifa,“ seg- ir Drífa áhyggjufull. Fatapeningarnir „Ég hélt að þetta væri búið,“ segir Sjöfn. „En fólk er ennþá að vinna sér til húðar. Það sést á tölunum hjá sjúkrasjóði; konur með stoð- kerfavandamál. Sjáðu allt þetta heilbrigðisstarfsfólk, allt konur vinnandi vaktavinnu og takandi aukavaktir til þess að tína eitthvað til ofan á þessi lágu grunnlaun.“ „Auðvitað á fólk að fá hærra kaup þegar það vinnur á nóttinni en einhvernvegin tókst okkur að eyðileggja þetta. Það eru alltaf þessi ömurlegu grunnlaun sem eyðileggja allt. Hjá sjúkraliðum og hjúkkum og konunum í frystihús- inu. Í þessi ár sem ég var í þessu,“ segir Sjöfn og á þá við árin sem hún barðist fyrir betri kjörum, „þá vorum við að plokka inn eitthvað ofan á vaktaálagið, pínu hér og pínu þar.“ „Fatapeningana,“ skýt- ur Drífa inn í. „Já, einmitt,“ segir Sjöfn og hristir hausinn. „Smott- erí hér og þar en grunnlaunin lágu alltaf þarna eins og eitthvert akkeri sem mátti ekki snerta við.“ Lucky Strike fuðraði upp Sjöfn rifjar upp allsherjarverkfallið 1984: „Þá voru allflestir opinberir starfsmenn í BSRB. Við gátum þá lokað háskólanum á einum manni. Dyravörðurinn fór í verkfall og hann var eini maðurinn sem mátti opna og loka skólanum. En þessu var svo bara breytt,“ segir Sjöfn. „Þetta var verkfall sem lam- aði samfélagið, eitthvað annað en núna,“ segir Sjöfn sem var á þess- um tíma farin að starfa fyrir stéttar- félagið. „Ég sat hjá Sáttasemjara og allt orðið nikótínlaust í bænum, þegar við fengum Lucky Strike sí- garettur sendar suður frá Kaupfé- lagi Húnvetninga. Sígaretturnar voru svo þurrar að ég mátti passa hreinlega að það kviknaði ekki í þessu,“ segir Sjöfn og bendir á nef sitt. „Þá var líka allt bensín búið og Reykvíkingar keyrðu hringinn í kringum landið að hamstra bens- ín.“ Ennþá með kverkatak „En svona aðgerðir eru úr sögunni, það verður ekkert allsherjarverk- fall hjá opinberum starfsmönn- um af því að þeir eru orðnir miklu dreifðari í mörg smærri félög. Fólk hefur verið að semja hvert í sínu lagi og verkföll hafa verið staðbund- in. Það eru bara flugumferðarstjór- ar sem hafa ennþá svona kverka- tak á atvinnumarkaðnum,“ segir Drífa og Sjöfn rifjar upp að einu sinni voru það mjólkurfræðingar sem settu allt á annan endann þegar þeir fóru í verkfall. „Þetta var þannig að maður vaknaði og fyrsta spurning dagsins snerist um hvað væri nú að frétta af mjólkur- fræðingunum,“ segir Sjöfn og hlær. „Act of god“ Þær eru báðar óánægðar með hversu lítið fer fyrir sjómannaverk- fallinu og hversu lítill vilji er til þess að leysa það. „Horfðir þú á Silfrið? Það var verið að ræða áfengisfrum- varpið, þetta er skandall,” segir Sjöfn og Drífa tekur undir það. Drífa er áhyggjufull yfir því hvernig atvinnurekendur í sjó- mannadeilunni eru að nota ákvæði í samningnum sér í hag. Þeir segja fólki upp í vinnslusalnum. „Það kom okkur í opna skjöldu. Þeir vitna í ákvæði sem er notað ef það kemur bruni, skipsskaði náttúru- hamfarir eða óviðráðanlegar ástæð- ur. Þá má setja fólk á atvinnuleysis- bætur strax. En það sem þeir eru að gera núna er svo hræðilegt vegna þess að þú situr við samningaborðið að semja við sjómenn en lætur eins og þetta sé „Act of god“ og berð þarafleiðandi enga ábyrgð á þínu fólki í vinnslusalnum. Af því að sömu aðilar eiga vinnslusalinn og útgerðina. Þetta eru þessi stóru hús að gera víða um land.“ Starfsfólkið með uppreisn Sjöfn segir að í mörgum tilfellum séu báðar fyrirvinnur á heimili í vinnu hjá sama fyrirtækinu. Eig- inmaðurinn á sjó og eiginkonan í vinnslunni. Þá eru þau bæði kom- in í sömu stöðuna, eins og þau séu bæði í verkfalli. Þannig er þetta tvö- falt álag á þessu litlu samfélög úti á landi, hrikalegt tekjutap, búið að vera í margar vikur og engin lausn í augsýn. Og svo er starfsfólkinu kennt um að það sé að gera upp- reisn, og kennt um þetta ástand en ekki vinnuveitandanum.“ „Það er spurning hvort þurfi ekki að setja inn eitthvert ákvæði um þetta í vinnulöggjöfina,“ segir Sjöfn sem er hætt að starfa fyrir stéttarfélögin og beinir þessu því til Drífu. „Það Baráttan endalausa Það eru mikil forréttindi að fá að setjast niður með alvöru baráttukonum sem eru öllum hnútum kunnugar þegar kemur að kjörum og réttindum launafólks. Drífa Snædal fékk sér Ginger Ale og Sjöfn Ingólfsdóttir svart kaffi og saman rifjuðu þær upp verkföll og réttindabaráttu sem nær yfir hálfa öld. „Ég var bæði handfljót og frekar handsterk,“ segir Sjöfn en ég hætti í akkorði af því að ég gat ekki staðið í því að fá meira kaup en konan sem vann við hliðina á mér. Hún vann alveg jafn langan vinnu- dag og eyddi alveg jafn miklum kröftum í starfið og ég.“ „Mér finnst almenn misskipting hafa aukist gríðarlega,“ segir Drífa, „og auðvaldið alltaf vera að herða tökin.“ Sjöfn er þessu sammála: „Ég held að við höfum misst af tækifærinu til að færa fólkinu ágóðann af framleiðniaukningunni, hún hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks.“ Myndir | Alda Lóa

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.