Fréttatíminn - 18.02.2017, Side 45
9 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 FRAMANDI FERÐIR
Með jóga
varð lífið
ævintýri
Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
skipuleggur vinsælar jógaferðir
til Ítalíu og víðar.
Unnið í samstarfi við Jógafrí.is.
Guðrún Ingibjörg Hálfdanar-dóttir kynntist kundalini jóga þegar hún var komin yfir miðjan aldur og það
markaði upphaf umbreytinga í
lífi hennar – með meiri ró og innri
styrk.
„Einnig fór ég að finna í mér nýja
ákefð, sem sjálfsagt er það sama
og ástríða. Ég fór í jógakennaranám
og síðan hefur hugleiðsla verið hluti
af deginum. Ég spurði mig hvað mig
langaði að gera með líf mitt. Hvað
væri skemmtilegast; fann svarið og
ég velti fyrir mér hvort það gæti
orðið vinnan mín,“ segir hún.
Guðrún lét slag standa og hefur
síðustu tvö ár skipulagt vinsæl-
ar jógaferðir til Ítalíu. Auk þess að
vera jógakennari er hún einnig leið-
sögumaður og fléttar þetta tvennt
saman í ferðunum.
„Ég var stödd við Iseóvatnið á
Ítalíu – sem er svo undurfagurt,
með háum tindum allt um kring
sem gjarnan speglast í logninu í
vatnsfletinum, ég horfði upp til
fjallanna og velti fyrir mér hvort
þar væri ekki einhvers staðar hótel
sem hentaði vel fyrir jógahóp. Það
reyndist vera – ég fann það með
hjálp Google Earth og er drauma-
staður hátt í fjalli – þar fetar bif-
reiðin leiðina upp um krókóttan veg
og hótelið er staðsett yst í gömlu
litlu þorpi með bóndabæjum nærri;
stundum má heyra í bjöllum kúnna
í skóginum.
Þetta var byrjunin – og draumur
sem í byrjun sýndist fjarlægur varð
að veruleika í júní 2015 þegar ég
fór með fyrsta jógahópinn. Sumar-
ið 2016 var farið með þrjá hópa til
Ítalíu – þar af einn mjög stóran hóp
grunnskólakennara,“ segir Guðrún
en þrjár ferðir eru fyrirhugaðar í
sumar; í júní til Iseovatnsins, í sept-
ember til Gardavatnsins og í ágúst
er stefnt til Slóveníu.
Hóparnir í jógaferðum eru
oftast kringum 15 manns, að sögn
Guðrúnar, skroppið er í dagsferð-
ir í lítilli rútu annan hvern dag en
hinn daginn er í boði fyrir þá sem
vilja dagsferðír frá hótelinu, ýmist
gönguferðir, siglingar um vötnin,
hjólaferðir eða annað sem umhverf-
ið gefur tilefni til. Þeir dagar eru
ávallt frjálsir þannig að þeir sem
það vilja geta líka bara slakað á.
„Slóveníuferðin er ný – ég bjó þar
í 16 mánuði 2007-2008 og kynntist
þá þessu yndisfagra landi og þjóð
afar vel. Grunnhugmyndin er sú
sama með þá ferð – ávallt er jóga
í boði að morgni og svo er farið í
ferðir. Borgir sem sóttar eru heim í
Ítalíuferðunum eru hin rómantíska
Veróna hvar ástarsaga Rómeó og
Júlíu svífur yfir vötnum og fornt
hringleikahús setur svip sinn á
miðbæinn; svo er ekið til Feneyja
og siglt um kanala og rölt um götur
og Markúsartorg og Rialtobrú, svo
eitthvað sé nefnt. Einnig er farið
til hátískuborgarinnar Mílanó sem
skartar ægifagurri dómkirkju í
miðjum bæ.
Sama snið verður í Slóveníu-
ferð; dvalið verður við hið töfrandi
fagra Bledvatn – það er eins og
algjört ævintýr að vera þar. Eftir
jóga morgunsins verða borgir og
fagir staðir heimsóttir; Piran og
Portoroz sem liggja við ströndina,
Bohinj vatnið og svo Ljubljana,
höfuðborgin sem státar af afar
fallegum arkitektúr umhverfis ána
Ljubljanicu sem liðast um gamla
borgarhlutann og hefur oft verið
nefnd litla Prag þess vegna. Frjálsu
dagarnir við Bledvatn bjóða t.d.
siglingu út í litlu eyjuna þar, göngu-
ferðir og hjólatúra, svo eitthvað sé
nefnt.“
Hafa þessar ferðir mælst vel
fyrir?
„Já. Þátttakendur hafa ver-
ið afar ánægðir í þessum ferðum
og dæmi eru um konur sem hafa
haldið áfram að stunda kundalini
jóga eftir ferðina. Það myndast sér-
stök stemning í
þessum ferðum – það fylgir því að
stunda jóga í hópi og er upplifun
líka sem gefur nýja vídd í ferða-
lagið. Svo er ferð sem þessi einnig
tækifæri til að skoða sjálfan sig
innra – fyrir þá sem vilja fara þá
leiðina,“ segir Guðrún.
Hún er með mörg járn í eldinum
því til viðbótar utanlandsferðunum
er hún að skipuleggja námskeið á
Íslandi í samvinnu við aðra jóga-
kennara, bæði íslenska og erlenda.
„Þar á meðal er jógakennari sem
ég kynntist í jógaathvarfi í Portú-
gal, en þar dvaldist ég í sex vikur
í haust – þá var ég að elta einn af
draumum mínum með þeirri veru!
Jógað breytti algerlega mínu lífi
og það er yndislegt að dreyma, líka
yndislegt að fylgja draumnum og
kannski yndislegast að sjá hann
rætast.“
Hægt er að kynna sér
jógaferðirnar nánar á
heimasíðunni www.jogafri.is.
Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir
fór í jógakennaranám þegar
hún var komin yfir miðjan aldur
og síðan hefur hugleiðsla verið
hluti af hverjum degi hjá henni.
Guðrún skipuleggur nú jógaferðir
út í heim.
Siglt á Garda-vatninu
Föngulegur hópur í
jógaferð við kastala
í Mílanó.
www.bjarmaland.is sími 770 50 60
bjarmaland@bjarmaland.is
598 000
kr.
Gullni þríhyrningurinn+strandir GOA
339 000
kr.
161 700
kr.
Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa
Moskva-Pétursborg
298 000
kr.
Úzbekistan og Túrkmenistan
488 000
kr.
Kákasusfjöll
379 000
kr.
HIÐ ÓÞEKKTA INDÓKÍNA
Víetnam, Kambódía+ Moskva
8. - 23. apríl I 15 nætur UM HAUST
INDVERSKT SUMAR
ÆVINTÝRALJÓMI 8 nætur
TRANSILVANÍU19. - 26. maí
GEORGIA OG AZERBÆDSJAN
9. - 19. september I 10 nætur
SILKILEIÐIN MIKLA
7. - 19. október I 12 nætur
SIGLING KEISARALEIÐIN
30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur
11 nætur
14.-25. nóvember
ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR!
ferðast mikið séu hamingjusamari
en aðrir. Það er vegna þess að þú ert
sífellt að ögra þér og læra nýja hluti.
Ný tungumál
Þú lærir kannski ekki langar setn-
ingar í nýju tungumáli á stuttu
ferðalagi, en styttri frasa má leggja
á minnið. Það er alltaf gaman að
slá um sig með nokkrum orðum á
framandi tungumálum og innfædd-
ir kunna að meta viðleitni þína til
að læra.
Meira sjálfstraust
Það getur verið ógnvekjandi að
ferðast einn til framandi landa, en
þú aðlagast mjög fljótt, sérstaklega
ef þú ert opin/n fyrir því að kynn-
ast nýju fólki og menningu. Smátt
og smátt fyllist þú sjálfstrausti sem
enginn getur tekið af þér.