Fréttatíminn - 25.03.2017, Síða 2

Fréttatíminn - 25.03.2017, Síða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017 Fyrir ekki ýkja löngu hverfðist öll stjórnmálaumræða á Ís-landi um sóknarfærin á miðj-unni. Nú er hin áður yfirfulla miðja nærri tóm. Ríkisstjórnar- flokkarnir Viðreisn og Björt framtíð næðu ekki manni á þing og Fram- sóknarflokkurinn er í 7 prósentum. Þráðu þá kjósendur ekki hófsama miðjuflokka eftir allt saman? Er kannski verið að kalla eftir átök- um um grundvallaratriði, til dæmis heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og skólana? Hægri miðjuflokkunum, Viðreisn og Bjartri framtíð hefur mistekist að tala við kjósendur. Þeir tala ekki skýrt í grundvallarmálum. Í margar vikur hefur heilbrigð- isráðherrann dregið lappirnar í að taka ákvörðun um hvort leyfa skuli tvöfalt heilbrigðiskerfi sem þó er í algerri andstöðu við vilja þorra al- mennings sem vill heilbrigðisþjón- ustu fyrir alla óháð efnahag. Viðreisn hefur talað fyrir sérvisku- legu áhugamáli Sjálfstæðisflokksins sem er að selja áfengi í matvöruversl- unum. Þá fá kaupmenn fleiri aura í vasana en ríkið minna, sem á þó að standa straum af afleiðingunum, þurrka upp fíkla, lækna sjúka, koma börnunum fyrir þegar áfengissjúkir foreldrar geta ekki annast þau og svo framvegis. Lófatakið frá miðjunni lætur eitthvað standa á sér, almenn- ingur virðist ekki hafa neinn áhuga a þessu réttlætismáli. Miðjumenn innan verkalýðshreyf- ingarinnar hafa líka á stundum gerst ákafari talsmenn atvinnurekenda en launafólks. Kannski ættu ástríðu- fullir miðjumenn að kynnast al- menningi betur. Miðjan í íslenskum stjórnmálum á ekki að vera undir- gefin fjölskylda freka kallsins, þar sem hann situr jafnan undir stýri og keyrir þangað sem hann langar til, en makinn er klæddur samkvæmt nýjustu tísku og stjórnar tónlistinni í útvarpinu og hefur hemil á börnun- um sem fá eitthvað gott í munninn ef þau trufla ekki pabba. Þóra Kristín FJÖLSKYLDA FREKA KALLSINS Stjórnmál Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar í Ármúla er ósáttur við að hafa ekki fengið formleg svar frá Óttari Proppé um synjun hans á því að Sjúkratryggingar Íslands kosti aðgerðir hjá fyrirtækinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra mun ekki ætla að útskýra ákvörðun sína frekar um að heimila Kíníkinni ekki að gera vissar læknisfræðilegar aðgerðir með kostun Sjúkratrygginga Íslands. Þetta segir aðstoðarmaður hans, Unnsteinn Jóhannsson, að- spurður. Óttarr sagði frá ákvörðun sinni á Alþingi en hann var þráspurður um málið af þingmönnum stjórnarand- stöðunnar. Hann sagði óæskilegt að umræddar aðgerðir, meðal annars mjaðmaskipti, yrðu gerðar utan ríkisrekinna sjúkrahúsa: „Ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigð- iskerfisins með því að fela í auknum mæli flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu aðilum annars staðar en á þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru.“ Klíníkin bíður hins vegar eftir formlegu svari um ákvörðun Óttars og forsend- ur hennar að sögn Hjálmars Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins: „Ég hef ekkert um það að segja fyrr en ég fæ formlegt svar. Mér finnst þetta eðlileg krafa í sið- menntuðu samfélagi, alveg sama þó einhver segi eitthvað einhvers staðar þá er svarið ekki komið fyrr en formlega svarið er komið. Mér finnst allur þessi mála- tilbúnaður mjög merki- legur: Er ekki eðlilegt að málsaðila sé fyrst svarað?“ Í máli Unnsteins kemur fram að Óttarr hafi einfaldlega ákveðið að semja við rík- isrekin sjúkrahús um að gera þær að- gerðir sem Klíníkin vildi fá leyfi til að gera með kostun Sjúkratrygginga Íslands en þessar aðgerðir eru liður í biðlistaátaki heilbrigðisyfirvalda á Ís- landi. Svarið til Klíníkurinnar virðist því ekki vera á leiðinni. Birgir Jakobsson landlæknir segist heldur ekki vilja tjá sig um ákvörðun Óttars og skoðun sína á henni. „Ráð- herra er búinn að taka ákvörðun um Klíníkina og ég hef ekkert meira um það að segja að svo stöddu.“ Klíníkín súr yfir að fá ekkert svar Hjálmar Þorsteinsson heyrði fyrst um niður- stöðu Óttars Proppé í fjölmiðlum. Velferð „Foreldrar mínir og við systkinin upplifum vanmátt, sorg og reiði yfir þessu ástandi,“ segir Lísa Björg Ingvarsdóttir en faðir hennar, Ingvar Daníel Eiríksson sem er með Parkinson-sjúkdóm- inn, hefur verið á dvalarheimili á Vík í Mýrdal frá því 20. nóvem- ber en móðir hennar, Eygló Jóna Gunnarsdóttir býr á Selfossi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Pabbi á erfitt með aðskilnaðinn enda hálf mállaus af sjúkdómnum og erfitt að eiga samskipti við hann í síma og móðir mín heyrir illa,“ seg- ir hún. „Ég skil vel af hverju pabbi minn spyr: Af hverju er ég hér, ég vissi ekki að þetta myndi verða svona. Þetta er búin að vera ein sorgarsaga.“ Foreldrar Lísu Bjargar Ingvars- dóttur eru búnir að vera saman í 59 ár, síðan mamma hennar var 15 ára og pabbi hennar 18. „Þetta er því mjög erfiður og sár aðskilnaður fyr- ir þau bæði. Við héldum upphaflega að þetta yrðu einungis þrjár til fjór- ar vikur, og hann kæmist á Selfoss fyrir jólin en núna eru liðnir margir mánuðir. Fyrst vonuðumst við eft- ir að koma honum að á Kumb- aravogi en því heimili var lokað, þá á hjúkrunarheimili að rísa á Selfossi en þótt talað sé um að það sé rétt handan við hornið er staðreyndin sú að enn hefur ekki verið dregið pennastrik á blað,“ segir Lísa Björg. – gerir lífið bjartara Stækkunarglerslampar Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is Vandaðir stækkunar­ glerslampar í föndur og fína vinnu. Góð birta. kr. 14.990,- kr. 19.900,- kr. 39.990,- Hún fékk far á Hellu og þar var hún stranda- glópur seint um kvöld í svartasta skammdeginu. Þegar ég hringdi í hana fyrir algera tilviljun stóð hún á brú á þjóðveginum og var að reyna að húkka sér far. Þetta er bara dæmi um örvæntingafull- ar ákvarðanir eldra fólks sem vill hittast. 75 ára á puttanum til Víkur að heimsækja eiginmanninn „Áður en pabbi minn fór í burtu var mamma búin að vera í fullu starfi heima við að annast pabba og gefa lyf sjö sinnum á dag. Hún var ger- samlega úrvinda á líkama og sál. Hún er að upplagi ofboðslega sterk manneskja, hún útskrifaðist til að að mynda sem djákni 59 ára og var útnefnd heiðursborgari Selfoss fyrir skömmu. Ég óttast þó stundum að ástandið sé að buga hana. Þeim líð- ur báðum eins og honum hafi verið úthýst og þetta er mikið tilfinninga- flóð. Okkur líður öllum illa.“ Á fjórða tug fólks bíða eftir hjúkr- unarheimili á Selfossi og ríflega 300 í Reykjavík þar sem faðir Lísu Bjargar er á biðlista á átta stöðum. „Núna hefur pabbi fengið vilyrði fyrir að komast á heimili á Hellu en það er aðeins styttra þangað en þó mjög langt,“ segir hún. „Við systkinin höfum skipst á að fara með mömmu til Víkur, en auk þess hefur hún fengið far með fólki sem á aðstandendur þar til að heimsækja pabba,“ segir Lísa og bendir á að aðeins sé ein rúta sem gangi fram og til baka á ein- um degi. „Hún kemur til Víkur kl. 16 og fer strax til baka. Í eitt skipti þegar mamma tók rútuna, þá ákvað að hún að treysta á að geta fengið far til baka frá Vík en það gekk ekki eftir. Hún fékk far á Hellu og þar var hún strandaglópur seint um kvöld í svartasta skammdeginu. Þegar ég hringdi í hana fyrir algera tilviljun stóð hún á brú á þjóðveginum og var að reyna að húkka sér far. Þetta er bara dæmi um örvæntingafullar ákvarðanir eldra fólks sem að vill hittast.“ MT: MT. Lísa Björg Ingvars- dóttir segir að foreldr- um sínum líðí báðum eins og honum hafi verið úthýst. Þetta sé mikið tilfinningaflóð. Vilhjálmur Birgisson segir að lífsviðurværi bæjarbúa verði varið með kjafti og klóm. Ingvar Daníel og Eygló Jóna Gunnarsdóttir hafa verið aðskilin síðan í nóvember. Hann er á Vík í Mýrdal þar sem hann fær ekki hjúkrunarheimili nærri heimili sínu en getur ekki lengur dvalið heima vegna veikinda. Óveðursský og eldingar á Akranesi 32732 Verkalýðsmál „Í gærkveldi hrönnuðust upp óveðurský yfir Akranesi sem endaði með gríðar- legum þrumum og eldingum sem lýsti upp allan bæinn,“ skrifar verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson á Akranesi á Facebook- -síðuna sína. Tilefnið er sögusagn- ir þess efnis að HB-Grandi hyggist loka útibúi sínu í bænum. „Það hefur enginn sagt mér að þetta standi til. Ég segi bara pass,“ segir Þröstur Reynisson frystihús- stjóri á Akranesi. Vilhjálmur segir að lífsviðurværi bæjarbúa verði varið með kjafti og klóm, en málið muni skýrast á mánudag. „Ég veit bara það, að ég var á Akranesi og engin elding lýsti upp mína íbúð,“ segir Þröstur Reynisson við Frétta- tímann. | þká Sögusagnir eru um að HB-Grandi hyggist loka útibúi sínu í bænum

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.