Fréttatíminn - 25.03.2017, Page 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017
HVAÐ NÚ?
Trump og málefni Mið-Austurlanda
Okkar helsti sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda,
Magnús Þorkell Bernharðsson, heldur fyrirlestur um
utanríkisstefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum á 21. öldinni.
Fyrirlesturinn fer fram í Norræna húsinu,
þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 17.00
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG stýrir umræðum.
VG og VGR
Hverjum treystir þú?
ÖLL
VELKO
MIN!
Þrír karlmenn um fimmtugt sem
allir hafa unnið í því að brjótast
úr félagslegri einangrun settust
niður til að ræða sína upplifun af
einmanaleikanum.
Þegar Tryggvi fann að hann var
að einangrast ákvað hann að fara í
klúbbinn Geysi, sem var stofnaður
líkt og aðrir svokallaðir Fountain
house klúbbar til að koma í veg fyrir
einangrun og einmanaleika þeirra
sem höfðu útskrifast af sjúkrahús-
um. „Þegar maður kynnist svona
athvörfum á borð við Geysi eða
Hlutverkasetri þá hefur maður
stað til að fara á. Þegar maður byrj-
ar að loka sig af þá verður maður
einmana en maður á ekki að þurfa
að skammast sín fyrir að vera ein-
mana. Ég fer sérstaklega á þessa
staði til þess að hitta fólk.“
Evrópumet í sjálfsvorkun
Georg segist hafa átt góða vini í
grunnskóla en þegar hann flosn-
aði upp úr skólanum missti hann
af vinunum sem flestir eru lang-
skólagengnir í dag. „Ég fór að
drekka og einangraði mig þannig.
Það hættu allir gömlu vinirnir að
tala við mig enda eigum við lítið
sameiginlegt í dag. Það er samt
einn úr þessum hópi sem ég lít á
sem vin í dag. Hann hætti aldrei að
hafa samband og við tölum saman
nokkrum sinnum á ári. Ég get alltaf
hringt í hann svo ég á hann að og
svo á ég líka eina vinkonu.“
„Ég hef oft skammast mín fyrir
að vera ekki eins og margir. Eins og
þetta fólk sem hittist og fer í klúbba
og matarboð. Ég hef aldrei verið
þannig, ég hef alltaf verið einn. Ég
hef verið að berjast við alkóhólisma
í þrjátíu ár og finnst oftast best að
liggja bara uppi í rúmi og horfa á
dramatískar myndir og vorkenna
sjálfum mér og gráta. Ég á örugg-
lega Evrópumet í sjálfsvorkun,“ seg-
ir Georg og hlær.
„Ég þurfti alltaf að drekka til að
hitta fólk og þá var ég hundleiðin-
legur svo fólk hætti að nenna að
vera í kringum mig. Ég passa mig
alltaf að hringja ekki í neinn og
fara ekki á Facebook þegar ég er
á þessum stað í munstrinu,“ segir
Georg sem um þessar mundir er í
bata þó að hann hafi litla líkamlega
orku eftir síðasta drykkjutúr. Hann
mætir í Hlutverkasetur til þess að
hitta fólk því með því að hitta annað
fólk finnst honum ólíklegra að hann
detti aftur í sjálfsvorkun og lendi
í kjölfarið á nýju kojufylleríi. „Ég
var á góðum stað þegar ég ákvað að
koma hingað og ganga inn í óttann,
þó að ég hafi að sjálfsögðu verið
skíthræddur. Ég sá fullt af fólki sem
ég þekkti ekki en ákvað að fá mér
samt kaffi og setjast niður. Svo var
það bara allt í lagi og smám saman
fór mér bara að líða vel hérna.“
Fer út í búð til að hitta fólk
Björgvin segist lengi hafa þekkt ein-
angrunina vel. „Það er svo auðvelt
að festast í einangruninni og gera
hana að vana. Ég á nokkra æsku-
vini en vináttan hefur verið upp og
ofan því ég er svo lokaður. Ég hef átt
erfitt með að tengjast fólki því ég er
svo félagsfælinn. Ég hef alltaf verið
svona, ég man hvað mér fannst yfir-
þyrmandi erfitt að fara í fjölskyldu-
boð þegar ég var lítill. Ég verð svo
þreyttur andlega á því að vera inn-
an um margt fólk. En það er allt
öðruvísi að vera einn og vilja það en
að upplifa einmanaleika. Mér líður
betur þegar ég er einn en ég byrjaði
ekki að upplifa einmanaleika fyrr
en ég varð eldri. Þá byrjaði ég að
hugsa til baka og rifja upp eineltið
og ofbeldið sem ég varð fyrir í æsku,
og þá var best að reykja bara kanna-
bis til að sefa sársaukann. Í dag er
ég að vinna í því að rækta vináttu
við systkini mín og svo kem ég hing-
að því það er svo gott fólk hérna.
Mig langar núna að koma hingað á
hverjum degi. Það skiptir svo miklu
máli að
fara úr
gamla
farinu
og reyna
að byrja
upp á
nýtt. Í
dag er ég
farinn
að geta
horft í
augun
á fólki,“
segir
Björg-
vin sem
hefur
búið sér til sína eigin aðferð til að
komast úr einangruninni. „Ég fer í
hverfisbúðina bara til að hitta fólk.
Og þar hitti ég alltaf fullt af skrítnu
og skemmtilegu fólki. Svo fer ég í
Tólf tóna til að hlusta á tónlist og
spjalla við fólk en þetta hefur verið
mikil vinna,“ segir Björgvin og Ge-
org tekur undir.
„Ég fer á ákveðna staði og reyni
markvisst að lenda á spjalli við
fólk. Í dag fór ég til dæmis í sjósund
og þar hitti ég fólk sem ég lenti á
löngu spjalli við. Mér sýndist allir
bara mjög glaðir að fá að tala. Ég
geri þetta í strætó líka. Stundum á
ég erfitt með að tala en svo þegar
maður er búinn að ganga inn í ótt-
ann þá er alltaf gaman að lenda á
spjalli.“
„Íslendingar eru samt svo lokað-
ir,“ segir Björgvin. „Ég heilsa fólki
oft í strætó og þá finnst mér sumir
bara hugsa; hver andskotinn!“
Fólk hætt að fara í heimsókn
Eitt sem félagarnir segja hafa
breyst er að fólk er hætt að fara í
heimsókn. Fólk tali meira saman
á netinu en augliti til auglits. „Ég
hitti stundum fólk og fer að tala um
fréttir en þá segist fólk bara vera
búið að heyra þetta allt á Face-
book. En mér finnst allt öðruvísi
að tala við fólk á Facebook,“ segir
Björgvin.
„Í dag fer fólk ekkert í heimsókn
án þess að hringja á undan sér,
hér áður fyrr mætti maður bara og
gekk inn án þess að hringja bjöll-
unni,“ segir Trausti. „Það þarf að
vinna í að halda vinskapnum við.
Það er sjaldnast þannig að vin-
ir hafa sama áhugamál. Við erum
öll ólík, það fer ekkert allur vina-
hópurinn í sama námið og þess
vegna fer fólk í sitthvora áttina.“
Getur verið einmana í hópi fólks
Hvað með áhugamál, er það sniðug
leið til að kynnast fólki?
„Já, það er gott að hafa áhugamál
því þá hefur maður eitthvað til að
hlakka til. En fólk sem er mjög fast
í einmannaleika er mjög líklega
búið að koma sér frá öllum áhuga-
málum. Finnst það vera tímasóun
frekar en annað,“ segir Georg.
„Já, það finna sér margir áhuga-
mál sem eru búnir að tapa gömlu
vinunum En tómstundir eru dýrar,
það hafa ekkert allir efni á að vera
í golfi,“ segir Trausti sem ákvað
að skrá sig í hjólaklúbb því hann
hefur mjög gaman að hjólreiðum.
„Ég hitti þar fólk einu sinni í viku
og ég þetta er stórskemmtilegt. En
vandinn með áhugamálin er að það
hafa ekkert allir efni á að ástunda
áhugamál. Ég hefði til dæmis al-
veg áhuga á því að fara í golf en ég
hef bara ekki efni á því. Það kostar
70.000 á ári að vera í Golfklúbbi
Reykjavíkur. Ég væri líka til í að
vera í skotfélagi en byssur eru rán-
dýrar. Svo gæti ég hugsað mér að
vera í sprikltímum, þeir eru dá-
samlega skemmtilegir.“
„Já, ég hef líka reynt það en mað-
ur er dáldið einn þar líka,“ segir
Georg. „Ef þú ert ekki með neinn
með þér þá ertu bara aleinn innan
um fullt af fólki. Ég finn fyrir raun-
verulegum einmanaleika þegar ég
er nýbúinn að vera með fólki og
það er ekkert annað framundan en
að fara heim. Svo opna ég dyrnar
heima og það er bara ekkert. Þegar
mig langar að eiga samskipti við
einhvern en hef ekki möguleika á
því, þá verð ég raunverulega ein-
mana. Það gerist ekkert svo oft
fyrir mig í dag en þegar það ger-
ist þá er það rosalega óþægileg tilf-
inning. Það er erfitt að vera aleinn
þegar maður er ungur en það venst
með aldrinum, þá er maður kom-
inn með reynslu til að bara sitja og
hlusta á lífið.“
Tryggvi Garðarsson, Björgvin Eðvaldsson og Georg Jónasson hafa allir upplifað það að vera einmana. Mynd | Hari
Skammast mín
fyrir að vera ekki
eins og margir
„Ég finn fyrir
raunverulegum
einmanaleika
þegar ég er
nýbúinn að vera
með fólki og það
er ekkert annað
framundan en
að fara heim. Svo
opna ég dyrnar
heima og það er
bara ekkert.“
EINMANALEIKI