Fréttatíminn - 25.03.2017, Síða 14

Fréttatíminn - 25.03.2017, Síða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. MARS 2017 volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. Guðlaug Sæmundsdóttir segir erfiðast af öllu hafa verið að missa bílinn. Þá hafi einmanakenndin komið yfir hana. „Ég ákvað að fara í dagdvöl af því að mér leiddist heima. Dagarnir eru svo langir, segir Guðlaug Sæmunds- dóttir. Guðlaug er áttatíu og þriggja ára gömul og býr ein. „Ég vann sveitastörf þegar ég var að alast upp á Vopnafirði og við ýmislegt eftir að ég fór í nám í húsmæðraskólanum. Ég vann í mötuneytum og sá um að gefa allt að 200 manns að borða, við bjuggum til allan mat frá grunni. Svo vann ég lengi á skrifstofu og sem sölumaður, það fannst mér mjög skemmtilegt. Svo vann ég á saumastofu og það fannst mér líka gaman. Síðustu átta árin vann ég á Landspítalanum, á sótthreinsunar- deild, við að raða í læknabakka,“ segir Guðlaug sem var sjötug þegar hún hætti að vinna. „Ég er búin að búa ein í mörg, mörg ár en það var ekki fyrr en ég hætti að vinna sem mér fór að leið- ast. Og svo þegar ég missti bílinn þá fór ég að vera einmana. Það er með því verra sem maður lendir í, því þó maður noti bílinn ekki endi- lega mikið þá er svo gott að vita af honum. Að geta bara farið eitthvað þegar manni dettur í hug, í búð eða í heimsókn er svo gott. Maður verð- ur svo innilokaður og einangraður þegar maður missir bílinn.“ „Eldra fólk er oft mjög einangrað og þess vegna er svo gott að hafa svona staði eins og Þorrasel,“ segir Guðlaug en hún fer fjóra daga vik- unnar í Þorrasel sem er dagdvöl fyrir eldri borgara á vegum Reykja- víkurborgar. Hún er sótt á morgn- ana og keyrð heim seinnipartinn eftir að hafa eytt deginum með hópi fólks við hverskyns dægradvöl. „Ég heyri það á fólki að þetta sé algjör lífsbjörg. Annars væri tíminn bara svo afskaplega lengi að líða. Ég hef trú á því að fólk gæti orðið þung- lynt ef ekki væri fyrir svona staði sem bjóða upp á félagsskap. Það á ekki að þurfa að gerast að fólk verði þunglynt. Með fjölgun svona staða ættum við að geta hjálpað sem flest- um. Sumir reyndar vilja ekki fara á svona staði, þó að þeim leiðist. En það er svo gott að hafa eitthvað að stefna að.“ Guðbjörg segist hafa verið farin að finna fyrir miklum einmanaleika þegar hún ákvað að taka skrefið og sækja um dvöl í Þorraseli. „Einmanaleikinn er slæmur. Maður verður svo niðurdreginn og fer að líða illa. Það er ekki gott að finna fyrir einmanakennd. En einmanaleikinn er ekkert til að skammast sín fyrir, hann er eðli- legur. En hann fer ekkert ef maður gerir ekkert.“ „Þegar ég missti bílinn þá fór ég að vera einmana. Það er með því verra sem maður lendir í.“ Einmanaleikinn er ekkert til að skammast sín fyrir Guðlaug Sæ- mundsdóttir mætir fjórum sinnum í viku í dagdvöl fyrir eldri borgara. Mynd | Rut EINMANALEIKI

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.