Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 16

Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Fiskibollur í dós „Það er eitthvað við fiskibollur í dós sem fá mig til að verða lítil aftur. Ég man eftir því að hafa borðað mikið af þessu hjá dag- mömmunni minni og svo er þetta einn af fyrstu réttunum sem ég eldaði sjálf, sem sagt fiskibollur í karrísósu,“ segir Hrefna sem var farin að elda sjálf þegar hún var sex ára gömul og hikaði ekki við að gera tilraunakenndar útfærslur af klassískum réttum. „Ég þróaði fiskibollusósuna áfram en var nú alltaf hrifnust af karríútgáfunni. Ég alveg elskaði fiskibollur sem barn og mamma var rosalega dug- leg að hafa það í matinn sem ég elskaði svo það voru mjög oft fiski- bollur, alveg þar til ég sagði hingað og ekki lengra!“ „Þegar ég varð aðeins eldri fór ég að nota kókosmjólk í stað- inn fyrir venjulega mjólk og það er mjög gott. Það auðveldar líka matargerðina því þá þarftu ekki að gera smjörbollu. En ég verð að viðurkenna að ég elda ekki mik- ið af þessu í dag, enda er þetta kannski ekkert sérstaklega hollt, ég reyni frekar að gera fiskibollur frá grunni. Börnin mín eru mjög hrifin af fiskibollum og við erum oft með allskonar útfærslur af þeim.“ Annar réttur sem stendur upp úr í æskuminningabanka Hr- efnu er ekki ósvipaður bollunum, bara með öðru lagi. „Ég var líka rosalega hrifin af fiskbúðing og eldaði heilan helling af honum,“ segir Hrefna sem opnaði ósjaldan eina dós þegar hún kom heim úr skólanum. Þá skar ég búðinginn örþunnt og steikti vel á pönnu þar til hann varð stökkur og borðaði hann svo bara eins og snakk.“ Tartalettur með hangikjöti Hrefna fór ung að prófa sig áfram með jólamáltíðir og þegar hún var níu ára reiddi hún fram ham- borgarhrygg með ananas, að hætti Sigga Hall. „Ég elskaði alltaf matreiðsluþætti og byrjaði ung að herma eftir Sigga Hall. Við vorum aldrei með neinn hefðbundinn jólamat á mínu heimili en mamma gerði alltaf tartalettur á þrettánd- anum. Tartalettur með hangiköti, kartöflum, grænum baunum og uppstúf verða alltaf uppáhalds hjá mér. En það kom dálítið upp Heitasti rétturinn í dag er af Youtube Uppáhaldsréttir fara og koma en það eru samt alltaf nokkrir sem eiga sérstakan stað í hjartanu. Hrefna Sætran deilir með okkur réttum frá ólíkum tímabilum lífsins. á núna í ár,“ segir Hrefna svekkt. „Mágur minn ákvað að halda upp á afmælið sitt sama dag svo við fengum engar tartalettur í ár. En við erum farin að hlakka til næsta árs.“ Pakkapasta „Þegar ég var að læra að verða kokkur var ekki mjög gott kaup og ég var flutt að heiman svo ég var mjög mikið í því að elda pakkanúðlur,“ segir Hrefna en hún var átján ára þegar hún byrjaði í kokkaskólanum og vann á Ap- ótekinu meðfram náminu. „Það var brjálað að gera á Apótekinu, þetta var heitasti staðurinn í þá daga, vaktirnar voru mjög langar og maður gerði lítið annað en að vinna. Á þeim tíma var mikið um asísk áhrif svo ég var dáldið að gera ódýra núðlurétti á wokpönnu en mest var ég í því að elda ódýran mat úr pökkum en gera hann voða góðan. Ég keypti mjög mikið af pakkanúðlum með dufti og man að pakkinn kostaði 19 krónur á þeim tíma. Ég náði að gera þetta mjög gott með því að blanda smá kryddum eða sojasósu eða sætri chilisósu og kannski baunaspír- um.“ Saltfiskur með waldorf-salati Í dag er Hrefna komin langan veg frá pakkapastaárunum. Eftir nám- ið vann hún á Michelin-stjörnu stað í Lúxemburg, opnaði svo sína eigin staði í Reykjavík, hefur búið til bækur, sjónvarpsþætti og sína eigin matvörulínu auk þess að stofna fjölskyldu. Á þessum mjög svo uppteknu árum hefur hún búið til endalaust magn rétta en það er samt einn sem á sérstakan stað í hjartanu. „Það er einn réttur sem ég gerði fyrir jólamatseðil á Fiskmark- aðinum fyrir mörgum árum sem verður alltaf uppáhalds. Rétturinn kemur úr æskunni því pabbi gerði alltaf waldorf-salat með fiski þegar ég var lítil, og oft með saltfiski. Ég hugsa mjög mikið til æskunnar þegar ég er að prófa mig áfram með rétti því ég var alltaf að prófa eitt- hvað sem barn, var mjög duglega að smakka allt og var aldrei matvönd.“ „Rétturinn er nætursaltaður þorskur og með honum ákvað ég að setja waldorf-salat með sell- erí, eplum, hnetum og þurrkuð- um kirsuberjum og svo er kirsu- berjasósa með þessu. Þetta átti að vera algjör jólaréttur en svo æxlað- ist það þannig að hann fór ekkert af matseðlinum og hann er þar enn. Við tókum hann einu sinni út en það varð bara allt brjálað og hann er ennþá einn af vinsælustu réttunum hjá okkur. Þetta er mjög djúsí réttur, með smá súru og líka sætu, og mér sjálfri finnst hann alltaf jafn góður.“ Taco-spagettí Börnin hennar Hrefnu hafa erft áhuga mömmu sinnar á elda- mennsku og sýna að hennar sögn áhrifamikil tilþrif í eldhúsinu. En í stað sjónvarpsþátta með Sigga Hall horfa þau á Youtube-þætti og finna þar uppskriftir sem þeim líst vel á. Og þar fann yngri dóttirin einn girnilegan rétt sem hún eldar óspart við mikla lukku. „Dóttir mín er þriggja ára og hún er alveg svakaleg í eldhúsinu. Hún gerir til dæmis salat frá grunni alveg sjálf. Við vorum að leita að auðveldum réttum á netinu og þá rakst hún á þennan og vildi endilega gera hann. Þetta er mjög auðveldur réttur sem öll börn fíla. Þú steik- ir nautahakk með tacokryddi og svo setur þú dós af tómötum út í, og svo brýtur þú spagettí út í og þrjá bolla af vatni og sýður allt í tuttugu mínútur. Svo hendir þú rifnum osti út í þegar kássan er til. Þetta er það allra heitasta í dag á okkar heimili.“ Hrefna Sætran byrjaði ung að stunda tilraunir í eldhúsinu. Hún reiddi fram hamborgarhrygg með ananas a la Siggi Hall þegar hún var níu ára, enda matreiðsluþættir hennar uppáhaldssjónvarpsefni. Í dag reiðir hún fram Youtube rétti með börnunum sínum sem hafa erft áhugann á eldamennsku. Mynd | Heiða

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.