Fréttatíminn - 25.03.2017, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 25.03.2017, Qupperneq 20
20 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017 Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Fyrir f lutningana fyrir fjórum árum þá rann upp fyrir Aniku að hún var umkringd dóti sem hún hafði enga þörf fyr- ir. Hún tæmdi íbúðina í Hamborg og gaf allt dótið sitt og flaug til Ís- lands. „Það rann upp fyrir mér að það er byrði frekar en ánægja að eiga allt þetta dót. Þess vegna á ég ekki bíl. Auðvitað getur ver- ið hagstætt að eiga bíl, en þá þarf ég að hirða hann og gera við þegar eitthvað bilar. Eftir að ég eignaðist börnin mín þá veit ég hvað tíminn er dýrmætur. Þú horfir á börnin þín og sérð á sama tíma hvað tím- inn er hverfull. Ég vil ekki þurfa að vinna aukavinnu ofan á þessar 40 stundir til þess að eiga fyrir bíl, íbúð, fötum og mat og koma heim þreytt og eiga þá eftir að laga til og búa til mat og eiga enga orku af- lögu fyrir barnið mitt.“ Raunverulegar þarfir okkar Að vinna bara sínar 40 stundir og þéna minna færir Aniku dýrmæt- an tíma með fjölskyldunni sem er hennar fjársjóður og meira ríki- dæmi gæti hún ekki hugsað sér. Fyrir utan það vill hún taka þátt í því að skapa betri heim fyrir börn- in sín og önnur börn. „Ég held að það sé gott að endurnýta og nota og það er gott fyrir okkur að skipt- ast á hlutum. Halda haus og vera meðvituð um hverjar þarfirnar eru raunverulega. Ekki það að ég sé búin að að ná þessu en æfingin skapar meistarann“ segir Anika með átta vikna gamla dóttur sína sofandi á bringunni. Anika er leikskólakennari og býr með námsmanni á Hjónagörðum. Hún segir vel hægt að lifa nægju- sömu lífi ef þú ert í lágri leigu sem er hinsvegar erfitt núna. Hún fæddi dóttur sína í uppblásinni sundlaug á stofugólfinu á Hjónagörðum fyr- ir átta vikum. Hún er í fæðingar- orlofi sem hún segir stutt hér, sex mánuðir, miðað Þýskaland þar sem það er 14 mánuðir. Anika kom kona einsömul til landsins en núna upplifir hún annarskonar Reykja- vík sem er borg ungra barna og foreldra. Fjölskyldufundir alla daga Anika segir fjölskyldunetið vera sterkt á Íslandi og til þess að upp- fylla þá þörf sem útlendingur með barn, neyddist hún til þess að fara út meðal fólks og sækja sér hjálp utan heimilisins þegar hún eign- aðist eldra barnið sitt fyrir tveimur árum. Anika notfærði sér barna- morgna til þess að kynnast fólki og styrkja netið og spyrja spurn- inga varðandi uppeldið á nýja fjölskyldmeðliminum. Nú er hún í sambandi við foreldra sem hún kynntist á þessum morgnum og þau bjóða hvert öðru í barnaaf- mælin. Anika segir að þessir for- eldra- og barnamorgnar hafi komið ennþá sterkari inn afþví að barns- faðir hennar er erlendur. HELGAR- TILBOÐ Gildir til og með 27.mars ROGUE 15,45 kW - 45.000 BTU. 139.995kr. 506600038 Almennt verð: 169.995kr. PRESTIGE 500 23,0 kW - 80.000 BTU. 239.995kr. 506600060 Almennt verð: 299.995kr. PRO 500 23,4 kW - 80.000 BTU. 329.995kr. 506600066 Almennt verð: 399.995kr. Q3200 6,35 kW/h – 21.700 BTU. 74.895kr. 50650021 Almennt verð: 82.995kr. 70þúsund króna afsláttur! 60þúsund króna afsláttur! 30þúsund króna afsláttur! Einfalt líf er einfaldlega betra líf Anika Noack flutti til landsins frá Hamborg með einn bakpoka á öxlunum fyrir fjórum árum. Í dag á hún tvö börn og kærasta í Reykjavík en tekst samt að halda einfaldleikanum í hversdagslífi sínu. Hún þekkir ókeypis og ódýra Reykjavik sem hefur ótrúlegt nokk upp á margt að bjóða. Anika Noack og dóttir hennar, Lucy Sól, kjósa frekar strætó en einkabílinn til þess að koma sér á milli staða. Myndir | Alda Lóa Foreldra- og barnamorgnar Foreldra- og barnamorgnar eru einhversstaðar í borginni alla virka daga vikunnar. Þeir eru ókeypis, og þarna hittast ungir foreldrar með börnin sín og spjalla saman í tvo tíma og drekka kaffi. Anika segir þessa morgna vera ýmist í kirkjunum þar sem eina kristilega athöfnin er að kveikja á kerti og signa sig. „Sem er nokkurra sek- úndna athöfn á móti tveggja tíma samveru,“ segir Anika og signir sig. Bókasöfnin og Rauði Kross- inn eru líka með foreldrafundi og þá er jafnvel skipulagðari dagskrá með næringarfræðingi eða svefn- fræðingi einsog á fjölskyldufundin- um hjá Rauða krossinum í Hamra- borg sem hún sótti. En sökum þess að hún er bíllaus urðu fundirnir í Hallgrímskirkju oftast fyrir valinu. Þeir voru frekar alþjóðlegir og fjöl- mennastir. Hún segir bókasöfn borgarinnar vera með marga viðburði fyrir fjöl- skyldur og börn sem eru ókeypis. Einn viðburður er í uppáhaldi hjá henni þar sem börn lesa upp fyrir hunda en það er Borgarbókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, sem bjóða börnum sem heimsækja safnið að lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Næsta lestrarstund verður 3. apríl og hefst hún kl. 15. Foreldr- ar þurfa að bóka tíma fyrirfram fyrir börnin með því að senda á netfangið thorbjorg.karlsdottir@ reykjavik.is. Notar skiptimarkaði Anika segir alltof mikið af fötum vera í umferð á Íslandi. Algjör óþarfi sé að kaupa öll þessi föt. Sér- staklega ungbarnaföt sem slitna Skiptimarkaður á vegum Swapp var síðast í janúar á Loft Hostel en er að öllu jöfnu þrisvar á ári. Mynd | FacebooksíðaGreen Messengers.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.