Fréttatíminn - 25.03.2017, Qupperneq 22
22 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. MARS 2017
ekki, það er best að fara með þau
á fataskiptimarkað sem Anika sæk-
ir og fá ný föt í staðinn. Anika segir
að ekki sé alltaf krafa um að koma
með föt á móti á öllum skiptimörk-
uðum. Hún hefur farið á skiptifata-
markað hjá Rauða krossinum og
heldur upp á samtök sem kalla sig
Green Messengers (með síðu á Feis-
búkk) sem hún segir vera mjög vin-
sæl og halda góða skiptimarkaði
með föt, leikföng og bækur. Þeir
eru einsog nafnið gefur til kynna
mjög umhverfisvænir og meðvit-
aðir og skipuleggja viðburði fyr-
ir börn og fullorðna. Anika hefur
fengið mikið af fötum hjá þeim.
Þeir eru líka með allskonar við-
burði einsog til dæmis ljóðakvöld
í kvöld 25. mars. En það eru uppá-
komur sem hún sækir minna núna
eftir að hún eignaðist börnin sín.
„Ég hef varla keypt mér föt i
mörg ár,“ segir Anika sem skipt-
ir út fataskápnum reglulega. Samt
kýs ég betri og dýrari föt afþví að
þau endast betur sem er alltaf vist-
vænna.“ Anika fer að vísu stund-
um í Rauða Krossbúðirnar og fékk
nýlega mjög fína skó fyrir son sinn
fyrir aðeins 500 kr. Skórnir voru
ónotaðir en nýir á netinu kosta þeir
10.000 kr.
Rauða kross búðirnar og Hjálp-
ræðisherinn eru með gott úrval af
fötum fyrir lítinn pening. Anika
mælir einnig með feisbúkksíðun-
um, Gefins, allt gefins og Brask og
brall. Þar er hægt að finna ókeypis
eða ódýr tilboð á húsgögnum og
innanstokksmunum.
Epli í stað jarðarberja
Matarmálin eru flóknari, af því að
Anika velur hollan mat og hann
er ekki alltaf ódýrastur. Hún seg-
ist helst vilja íslenskar afurðir og
tekur þær fram yfir innfluttan mat.
„Ég reyni að elda frá grunni og
nota sjaldan unnar vörur. Það er
líka ódýrara segir Anika. Ég borða
epli í staðinn fyrir jarðarber, ég
vel einföldu leiðina sem er alltaf
ódýrari.“ Anika telur marga staði
vera í Reykjavik þar sem hægt er
að borða bæði frítt eða fyrir lít-
inn pening. Hún nefnir í því tilfelli
matarboðin og veislurnar í Reykja-
vik. Fyrst ber að nefna hóp sem
eldar fyrir flóttafólk og vini þeirra
á hverjum miðvikudegi. Hópur-
inn kallar sig Andrými og borðar
saman í húsnæði á Klapparstíg sem
er að vísu að springa utan af við-
burðinum af því að matarveislurn-
ar eru svo vinsælar. Andrými leita
logandi ljósi að nýju húsnæði. And-
rými er á Feisbúkk.
Anika mælir líka með Matar-
kvöldi hjá Samtökum kvenna af er-
lendum uppruna. Konurnar hittast
og borða saman. Það er eingöngu
fyrir konur.
Ódýri maturinn á heimasíðunni
Matarsóun er mikil á Íslandi allt of
mikill matur sem fer í ruslið. Sum-
ar búðir eru farnar að gefa það sem
ekki selst eða selja fyrir lítið. Og
þar er Krónan fremst í flokki segir
Anika sem er ánægð með að þeir
auglýsi vörur á niðursettu verði á
heimasíðunni sinni. Bónus stendur
sig ekki eins vel en þeir eru stund-
um að gefa vörur eða selja ódýrt
vörur sem eru varla boðlegar.
Anika bætir við að hún sé bundin
við Miðbæinn og Bónus í Breiðholti
gæti kannski verið með aðrar vör-
ur í boði fyrir lítið og bætir við að
Kjöt og fiskur á Bergstaðastræti sé
líka stundum með mat gefins eða
fyrir lítið.
Ókeypis smakk og kaffi
Anika notar tvo fyrir einn hjá
Nova. Þannig gat hún farið á Tapas-
barinn með kærastanum sínum og
borgað fyrir einn og fengið hinn
Anika Noack segir Reykjavik skarta merkilega góðri götulist
sem er alveg ókeypis að horfa á.
fríann. „Ég nota þetta Nova tilboð
mikið en ég hefði annars ekki efni
á því að fara á staði eins og Tapas-
barinn. Það er líka hægt að fara á
matarmarkaðinn í Hörp unni og
smakka endalaust, það er gaman.
Og ef við förum út í þessa sálma
þá er Hagkaup oft með einhverjar
kynningar á mat, ostum og beygl-
um sem er hægt að fá að smakka
ókeypis. „Bankarnir eru með
ókeypis kaffi á boðstólum sem ég
get ekki notfært mér af því að ég
drekk ekki kaffi.“ En á jólunum
býður Rauði Krossinn upp á heitt
kakó niðri í bæ sem Anika drekkur
með bestu lyst.
Menning og afþreying
Anika mælir með Menningar-
kortinu sem er árskort í helstu
söfnin í Reykjavik og sparar mik-
inn pening. Annars getur verið
dýrt að fara á söfnin ef þú borg-
ar einn stakann aðgang. Anika er
hinsvegar mjög ánægð með götu-
listina í Reykjavik og hún er alveg
ókeypis. Hún segir vegglistaverkin
á húsgöflum bera af samskonar list
í öðrum heimsborgum. „Ég held
líka að ferðamennirnir séu ánægð-
ir með götulistina í Reykjavik.“
Anika bætir við að sér finnist léttir
fyrir borgina að fá þessa upplits-
djörfu og brosandi ferðamenn, Ís-
lendingar geti verið þungir á brún.
Hún stingur upp á Einars Jóns-
sonar-garðinum fyrir listunnend-
ur, þar þarf ekki að borga sig inn.
Það kostar heldur ekkert að heim-
sækja sýningar í Galleríum. Klink
og Bank voru oft með skemmti-
legar sýningar og frían aðgang. „En
ég veit ekki hvort það verður áfram
ókeypis aðgangur á nýja staðnum,
en þau voru að flytja út á Granda í
Marshallhúsið,“ segir Anika.
Gaukurinn er með uppistand
á hverjum mánudegi og karókí á
þriðjudagskvöldum. Það er ókeyp-
is og þeir eru líka með ókeypis
konserta. Og ef þú átt ekki fyrir
bjór þá er auðvelt að blanda sér í
þvöguna og skemmta sér konug-
lega án þess að eyða krónu. Sama
má segja um Dillon og Boston og
Airwaves þar sem meiri hluti at-
riðanna er “off venues” og ókeypis.
Ókeypis útivistarlíf í Reykjavik
Ókeypis útivistarsvæði eru mörg
í Reykjavik og Anika er hrifin af
Laugardalnum sem henni finnst
vera gott svæði til þess að spóka
sig. Á veturnar er auðvitað ókeyp-
is að renna sér á skautasvellinu á
Tjörninni og alltaf hægt að renna
sér niður Arnarhólinn. Síðan er
meira að segja hægt að renna sér á
skíðum á þremur stöðum í Reykja-
vík, í skíðabrekkunni í Breiðholti,
skíðabrekkunni í Grafarvogi og
skíðabrekkunni í Árbæ. Allt ókeyp-
is. Já einmitt, afhverju alltaf þessi
Bláfjöll?
Það kostar ekkert að renna sér í
skíðabrekkunum í úthverfunum. Og
Everest í Skeifunni er með notuð skíði
sem hægt er fá fyrir lítið.
„Ég reyni að elda frá grunni og nota sjaldan
unnar vörur. Það er líka ódýrara segir Anika.
Ég borða epli í staðinn fyrir jarðarber, ég vel
einföldu leiðina sem er alltaf ódýrari.“
Þessi bókaskiptimarkaður var á veg-
um Green Messengers í samstarfi við
farfuglaheimilið í Laugardal. Green
messengers starfa með HI Hostels.
Mynd | FacebooksíðaGreen Messengers.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum