Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 28

Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 28
Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Ég er eiginlega að lifa svona lífi eins og ég sé fyrir mér að ég lifi eftir fimmtíu ár,“ segir sál-fræðineminn Snædís Gígja Snorradóttir sem á von á sínu fyrsta barni á mánudaginn og tekur því lífinu með ró. Snæ- dís hefur að eigin sögn alltaf verið árrisul enda hægt að koma ýmsu í verk á morgnana þegar þú ert með marga bolta á lofti. Nú á síðustu metrum meðgöngu gerast hlutirnir þó hægt og þá er lítið fyrir Snædísi og barnsföður hennar Stefán að gera, nema að njóta. „Núna er ég bara tvisvar í viku í skólanum, eftir hádegi en ég vakna alltaf á sama tíma á slaginu hálf átta því sami bíllinn fer þá í gang og beinir ljósunum inn um gluggann. Ég er orðin eins og klukka með þetta, sem er mjög næs,“ segir Snædís og hlær. Snæ- dís og Stefán eru bæði heima þessa dagana og eru vel undir- búin fyrir komu litlu stúlkunnar. Snædís vaknar þó gjarnan á und- an Stefáni og fer beint inn í eld- hús að dunda sér. „Ég vakna alltaf og fer beint inn í eldhús og kveiki á Rás 2. Ég gef mér góðan tíma í að gera morgunbústið, en áður var ég vön að borða bara ristað brauð.“ Snædísi finnst nefnilega mjög notalegt að dútla í eldhús- inu í morgunsárið. „Ég kveiki á kertum og geri ógeðslega kósí, ég er líka eiginlega bara komin í fæðingarorlof. Eða mér líður þannig þó ég sé ennþá að mæta í skólann.“ Stefán er hinsvegar á þannig matarkúr að hann fastar frá 8 á kvöldin til 12 á hádegi, þannig hann snæðir ekki morgunverð með Snædísi. Heldur kúrir gjarn- an lengur og gerir stundum öndunaræfingar á morgnana. Þess vegna finnst Snædísi gott eyða góðum tíma í að gera kaffi- bollann hans Stefáns svo þau geti drukkið morgun bollann saman eftir að hún borðar morgunverð. „Hann fær sér alltaf bullet proof föstukaffi sem er mjög sérstakt kaffi með ósöltuðu smjöri og kókosolíu. Þetta er mjög ritúal- ískt,“ segir Snædís og skellihlær þegar hún bætir við kímin. „Ég vil samt undirstrika að ég þarf ekki að gera morgunkaffið, þetta er engin kvöð.“ Skötuhjúin gera sér þó grein fyrir því að rútín- an mun eflaust breytast mikið á næstu dögum þegar líf þeirra umturnast og nýr einstaklingur bætist í hópinn. „Við erum búin að vera að stíga inn í fæðingaror- lofið síðan um áramótin. Það er bara allt tilbúið en það mun auð- vitað margt breytast þegar barnið fæðist. En ég held við séum búin að koma okkur vel fyrir í þessu lífi heima og ná að slaka á og jarð- tengja okkur.“ 28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 24. MARS 2017 Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Rólegir morgnar áður en barnið fæðist Morgunstund Morgnar Snædísar og Stefáns eru mjög rólegar, en þau eiga von á sínu fyrsta barni í næstu viku. Mynd | Heiða. Snædís og Stefán eiga von á sínu fyrsta barni eft- ir tvo daga. Frumburðurinn er lítil stúlka og bíð- ur parið í ofvæni eftir komu erfingjans sem mun eflaust umbreyta rólegum morgun stundum þeirra töluvert. Bubbar sem má hrista og slá Ninna Þórarinsdóttir hönnuður hefur hannað hljóðfæri fyrir börn sem koma í sjö útgáfum og kallast Bubbar. „Hefðbundin hljóðfæri eru dálítið alvarleg og kannski ekki alveg nógu spennandi fyrir mjög unga krakka. En Bubbarnir eru agalega hressir,“ segir hönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir sem sýnir um þessar mundir hjóðfæri sem hún hannaði fyrir börn í tengslum við Hönnunarmars. Ninna er nýkomin frá Gautaborg þar sem hún stundaði meistara- nám í barnamenningarhönnun og þar urðu Bubbarnir einmitt til. „Ég er voðalega hrifin af tónlist og svo á ég einn litinn strák. Ég var alltaf að kaupa allskonar hljóð- færi handa honum en þegar ég var að leita og skoða þá fannst mér vanta eitthvað sem hentaði yngri börnum betur. Mig langaði svo til að setja andlit á hljóðfærin, gera hálfgerðar dúkkur sem hægt væri að búa til hljóð með. Þetta eru alls ekkert flókin hljóð en það er hægt að leika sér með Bubbana og fram- kalla hjóð með því að hrista þá og slá,“ segir Ninna en Bubbarnir koma í sjö mismunandi útfærsl- um. Ninna segir skólann sem hún lærði við vera þann eina í heim- inum sem einblíni sérstaklega á hönnun fyrir börn og sem noti þeirra aðstoð í ferlinu, en þau séu sjaldnast spurð álits á einu né neinu. „Það er svo mikilvægt að við ræktum barnamenningu því þetta eru einstaklingarnir sem taka við heiminum af okkur. Þau skipta mestu máli og þau hafa svo mikið að segja. Það er mikilvægt að taka eftir börnum og hlusta vel á hvað þeim finnst,“ segir Ninna sem sýnir Bubbana í Hannes- arholti á meðan Hönnunar- mars stendur yfir. | hh Ninna segir mikilvægt að við ræktum barnamenn- ingu, því börnin séu jú einstaklingarnir sem taki við heiminum. Mynd | Heiða Kattaaðdáendur sameinast Kisur geta gefið lífinu lit. Vefsíðan Facebook er orðinn einn stærsti vettvangur fyrir umræður. Allir hafa skoðun á öllu og fjölmiðlar eru duglegir við að kippa upp skoðunum einstaklinga og birta á eigin vef- svæðum. Á tímum sem þessum er mikilvægt að fylla krúttskal- ann reglulega og einn hópur á netinu er einmitt góður í það. Facebook síðan Kettir á Facebook, aðdáendur katta og dýravinir er virk Facebook-síða með meira en ellefu þúsund meðlimi. Þar viðra meðlimir ýmis áhyggjuefni sín sem varða gæludýrin og meðlim- ir ræða það nýjasta í málefnum katta. Þetta er síðan sem þú vilt fara inn á þegar Mjási litli týnist eða þegar að kötturinn Njáll lendir í slagsmálum. En auk þess að ræða um ýmis háalvarleg málefni sem koma upp í kattarhaldi þá er einnig að finna í hópnum nóg af húmor og skemmtilegheitum því meðlimir eru nefnilega sérstaklega iðnir við að deila sætum, fyndnum og krútt - legum myndum og myndböndum sem tengjast kisum. Þeir sem vilja hella sér í umræður um málefni katta og gæludýra almennt, skoða sætar myndir og fylla krúttskal- ann fyrir næstu árin ættu að finna þessa síðu og taka þátt. | bsp

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.