Fréttatíminn - 25.03.2017, Page 36
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Það er mikil vakning í fiskinum,“ segja hjónin Guðmundur Viðarsson matreiðslumaður og Mjöll Daníelsdóttir sem
reka Kaffivagninn úti á Granda.
Þau tóku við rekstri Kaffivagns-
ins árið 2013 og hafa getið sér gott
orð fyrir hlýlega stemningu og sí-
gilda íslenska matargerð. Þar er
fiskurinn í aðalhlutverki.
Við reynum að halda okkur í
þessum hefðbundna mat; rauð-
sprettu, ýsu, fiskibollum og salt-
fiski. Svo erum við líka alltaf með
rétti dagsins og spilum það svolítið
eftir veðrinu og stemningu hvað er
á boðstólum hverju sinni. Það get-
ur verið steikt ýsa með lauksmjöri
eða grillaður lax með humarsósu,“
segja þau.
Guðmundur segir að þessi klass-
íska nálgun, þessi gamla íslenska
stemningin höfði greinilega til
fólks í dag.
„Þegar ég kom að þessu fyrir
fjórum árum fannst mér virkilega
vanta eitthvað svona í veitinga-
húsaflóruna í bænum. Það vantaði
stað þar sem hægt væri að panta
venjulegan mat, það þurfti ekki
froður eða tíu tegundir af meðlæti
á diskinn.“
Hvaða fólk kemur til ykkar?
„Það er bara þverskurðurinn af ís-
lensku þjóðfélagi. Ég held að Jónas
Kristjánsson hafi orðað þetta ágæt-
lega í vetur þegar hann skrifaði um
okkur. Hann sagði að hjá okkur
Þarf ekki
froðu eða
tíu tegundir
af meðlæti
Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdótt-
ir hafa slegið í gegn með Kaffivagninn úti á
Granda. Þar er íslenskur fiskur í aðalhlutverki,
eldaður á klassískan máta.
Klassískar fiskibollur
Einn af vinsælustu réttunum
á matseðli Kaffivagnsins eru
klassískar fiskibollur. Mjöll og
Guðmundur gefa okkur hér
uppskriftina að þessari dásemd.
„Þessar eru algjörlega geggjað-
ar,“ segir Mjöll.
Steiktar fiskibollur með
lauksmjöri og remúlaði
Fyrir fjóra
Hráefni
Ýsuhakk 1 kg
Laukur 100 g
4 stk. egg
200 g hveiti
250 ml rjómi
250 ml mjólk
Salt/pipar
Aðferð
Allt sett í hrærivélarskál og hrært
saman þar til deigið er orðið silki-
mjúkt.
Steiking
Bollurnar eru steiktar á pönnu með
smjöri og matarolíu þar til þær eru
orðnar gullinbrúnar. Borið fram
með kartöflusmælki, lauksmjöri og
remúlaði.
Mjöll Daníelsdóttir stendur vaktina á Kaffivagninum úti á Granda ásamt bónda sínum, Guðmundi Viðarssyni matreiðslumanni. Einn
af vinsælustu réttum staðarins eru fiskibollurnar. Mynd | Heiða Helgadóttir
væru allt frá leigubílstjórum upp
í ráðherra og allt þar á milli. Þetta
hefur mælst hrikalega vel fyrir,“
segir Guðmundur.
Kaffivagninn er vitaskuld á besta
stað í bænum og útsýnið yfir höfn-
ina á fallegum dögum er óborg-
anlegt. Það er því ekki að undra
að erlendir ferðamenn hafa tek-
ið staðnum opnum örmum og
þegar síðast var að gáð var hann
með fimmtu hæstu einkunnina
af veitingastöðum í Reykjavík á
Tripadvisor.
„Það sem skapar þetta er salur-
inn og staðsetningin, allt sem er í
kringum þetta. Þetta er lítið sætt
veitingahús. En það er ekki nóg því
þú þarft að vera með matinn í lagi
og bjóða upp á eitthvað sem fólk
fær ekki allsstaðar annars staðar.
Þetta hefur steinlegið hjá túrist-
um,“ segja Mjöll og Guðmundur.
Hverju eru ferðamennirnir hrifn-
astir af?
„Þeir eru mikið í fiskisúpunni og
fiski og frönskum. En ef fólk er
ekki fyrir fisk þá erum við líka með
smurbrauð og samlokur, kaffi og
með því.“
Þið haldið enn í gömlu stemn-
inguna...
„Jájá. Hér er enn hægt að fá kaffi og
kleinu með því eða rjómapönnu-
köku. Þetta er bara það sem við
vorum alin upp með. Það er ver-
ið að reyna að halda í þær matar-
hefðir og láta þær njóta sín. Það er
engin ástæða til að henda því burtu
fyrir donuts og cup cakes. Það er
svona hugmyndafræðin á bakvið
þennan stað; að vera trú gamla
tímanum en uppfæra líka með því
að bera fram í pönnum og á falleg-
um diskum.
Þið hafið verið lengi í fiskinum,
rákuð veiðihús til margra ára, ekki
satt?
„Jú, við rákum veiðihúsið við Norð-
urá í yfir 20 ár og eins komum við
að Hítará, Langá og Laxá í Dölum.
Þannig að þetta er eiginlega í blóð-
inu að elda og umgangast fisk.“
Er íslenski fiskurinn besta hráefnið?
„Algjörlega. Þú finnur ekki betra
hráefni. Hér er ekki átt við neitt.
Þetta er ekki eins og kjúkling-
ur sem búið er að sprautusalta til
andskotans, eða þegar búið er að
þyngja kjöt með því að setja í það
allskonar efni. Þú færð ekki hollara
hráefni en fiskinn og það skilar sér
á diskinn,“ segir Guðmundur.
Þetta er klass-
ískt hjá okkur,
hér er ekkert verið
að finna upp hjólið.
4 LAUGARDAGUR 25. MARS 2017MATARTÍMINN