Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 37

Fréttatíminn - 25.03.2017, Side 37
5 LAUGARDAGUR 25. MARS 2017 MATARTÍMINN 500 ársverk sem greinin skapar 15.000 tonn framleidd hér á landi 50 milljón máltíðir sem verða til 24 eldisstöðvar víðsvegar um landið 90% afurðanna eru seld á erlendum mörkuðum Áætlað er að það skili þjóðarbúinu á bilinu 13-15 milljörðum króna Um fiskeldi á Íslandi 2016. Einar K. Guðfinnsson trúir því að hægt sé að stunda laxeldi og stangveiði í sátt og samlyndi hvort við annað. Fiskeldi er svar við ákalli um aukna framleiðslu á matvælum Landssamtök fiskeldisstöðva eru hagsmunasamtök þeirra sem standa að fiskeldi á Íslandi. Unnið í samstarfi við Landssamband fiskeldisstöðva Fiskeldi hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri og mikil sóknarfæri eru í grein-inni. Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis tók nýlega við sem formaður stjórnar samtakanna. Þegar Einar er spurður fyrir hvað samtökin standa er hann fljótur til svars. „Þetta eru heildarsamtök þeirra sem eru í fiskeldi, bæði þeirra aðila sem eru í sjókvíaeldi og þeirra aðila sem eru með eldi á landi. Samtök- in endurspegla býsna breiða atvinnugrein sem hefur verið mjög vax- andi hér á landi upp á síðkastið. Við Íslendingar stöndum að ýmsu leyti mjög fram- arlega á þessu sviði. Við erum t.d. leiðandi í útflutningi og sölu á bleikju á alþjóðlegum mörkuðum. Laxeldið er síðan mikill framtíðarat- vinnuvegur sem hefur verið að ha- sla sér hér völl og mun vaxa mikið á næstu árum,“ segir Einar. En hvað er það sem okkur ber að varst í fiskeldinu? Getum við lært eitthvað af Norðmönnum í þessum efnum? „Það er nú þannig að það er nán- ast enginn atvinnugrein á Íslandi sem er óumdeild. Það hafa staðið deilur um sjávarútveginn, landbún- aðinn, iðnaðaruppbyggingu, fjár- málaþjónustu, smásöluverslunina og þannig mæti áfram telja. Fisk- eldið er að því leyti ekki frábrugðið öðrum atvinnugreinum. Að mínu mati er langstærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sú sem lýtur að umhverfisþætti fiskeldisins og þá sérstaklega sjókvíaeldisins. Fiskeldismenn vilja gera vel, við vilj- um vanda okkur. Í laxeldinu höfum við tekið upp ströngustu norsku staðla um allan útbúnað og við vilj- um að greinin lúti ströngu eftirliti opinberra eftirlitsaðila. Gáum að því að áður en fiskeldi hefst þurfa menn að ganga í gegnum langt og strangt ferli, þar sem lagt er mat á alla umhverfisþætti. Hafrann- sóknarstofnun mælir hversu mikið er hægt er að ala af fiski í einstök- um fjörðum, þannig að lífríkið verði í jafnvægi. Framkvæmt er umhverfis- mat sem heyrir undir Skipulags- stofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun gefa út rekstrar og starfsleyfi samkvæmt lögum og reglum og þeir sem hafa athugasemdir við uppbyggingu geta komið á framfæri athugasemdum á öllum stigum málsmeðferðarinnar. Þannig að ljóst er að reglurnar eru skýrar og strangar. Fiskeldið er ekki bara vaxandi atvinnugrein á Íslandi held- ur er hún það í heiminum. Fisk- eldið er svar við ákalli um aukna framleiðslu á matvælum. Því miður er það þannig að þörf mannkyns fyrir fiskafurðir verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi og þjóðir heimsins hafa gert sér grein fyrir því. Það er enginn tilviljun að horft sé til stóraukins laxeldis í heimin- um. Laxinn er próteinrík afurð, rík af omega3 og ýmsum vítamínum sem líkaminn þarf á að halda. Á fiskmörkuðum heimsins er áhuga- vert að sjá að laxinn er stöðugt að verða meira áberandi. Ég er nýlega kominn af stórri sjávarút- vegssýningu í Boston, þar var lax og laxaafurður mjög áberandi sem endurspeglar áhuga seljanda jafnt og neytanda,“ segir Einar. Það hefur orðið mikil framþróun í fiskeldi á undanförnum árum, ekki satt? „Jú mikil ósköp. Það hafa verið miklar framfarir í þessum efnum. Bæði hvað varðar eldisbúnaðinn og ekki síður við vinnsluna á laxinum og þar held ég að íslensk fyrirtæki eigi næsta leik. Við Íslendingar stöndum framar en aðrar þjóðir þegar kemur að vinnslu á sjávar- afurðum. Tækniframfarir hafa verið orðum þarf til eldisins fólk með margþættan bakgrunn. Þessi störf henta bæði konum og körlum. Fjölbreytni í framboði á störfum skiptir byggðarlögin gríðar- legu máli svo þar megi byggðin lifa dafna og halda áfram að þróast. Þetta er tvímælalaust einn af vaxtrarbrddunum í okkar atvinnu- lífi, uppbyggingin hefur verið hæg og sígandi, leyfafyrirkomulagið er strangt. Það tekur langan tíma frá því að menn hefjast handa við undirbúning fiskeldis og þar til að framleiðslan getur farið af stað. Við munum tvímælalaust sjá frek- ari vöxt í greininni á næstu árum,“ segir Einar. Hvað með áhyggjur stangveiði- manna sem hafa áhyggjur af því að eldislax geti eyðilagt laxveiðiár landsins. Getur þetta tvennt farið saman? „Ég ber fulla virðingu fyrir stangveiðimönnum og stangveiði. Ég tel að við eigum að taka áhyggj- ur þeirra alvarlega, sem við erum að gera með því að vera með þann öruggasta og besta búnað sem völ er á. Það er líka gert með auknu eftirliti og vöktun til þess að koma í veg fyrir að lax sem mögulega sleppur úr eldiskvíum gangi upp í laxveiðiárnar. Ég trúi því að það sé hægt að stunda hvort tveggja í góðri sátt, annars vegar laxeldi og hins vegar lax á stöng,“ segir Einar. leiddar af íslenskum fyrirtækjum. Við höfum því mikið fram að færa þegar kemur að vinnslu á afurðun- um,“ segir Einar. Senegal-flúra, hvað getur þú sagt mér um það fiskeldi? „Það er heitsjávarfiskur sem er verið að ala hér á Reykjanesinu. Það hefur ver- ið jafn og góður vöxtur í því eldi. Þetta er mjög eftirsóttur fiskur víða um heim. Og það er afar áhugavert að við séum að hasla okkur völl á þessu sviði. Í fiskeldinu njótum við jarðhitans sem landið okkar býður upp á,“ segir Einar. Hvað með umhverfisþáttin í fiskeldinu? „Það er býsna óumdeilt að kolefnissporið af fiskeldi er frekar lítið. Það er því hægt að segja að þetta sé mjög vistvæn framleiðsla. Það gefur augaleið að við erum að ala fiskinn í sjónum og það þarf ekki að beita neinni orku til þess. Það er þó enginn vara sem er algjörlega án vistspors. Vistsporið hefur þá helst komið fram í fóðurgerðinni en á því sviði hafa verið miklar framfarir, einfaldlega vegna þess að það er krafa markaðarins og almennings og stjórnvalda að minnka vistsporið á öllum mögulegum sviðum,“ segir Einar. Hvar á landinu eru helstu sóknarfæri til fiskeldis? „Langstærsti hluti strandlengj- unnar hér við land hefur verið skil- greindur þannig að þar megi ekki fara fram sjókvíaeldi. Hins vegar hefur það verið heimilt á Vestfjörð- um og að hluta til á Austfjörðunum. Það er því ljóst mál að á næstu árum verður uppbyggingin þar, sem er jákvætt að því leyti byggðirn- ar þarna hafa þurft að heyja mikla varnarbaráttu og fyrir vikið er þessi uppbygging afar kærkomin á þessum svæðum. Þessi starf- semi útheimtir mjög fjölbreytta flóru starfsfólks. Það þarf bæði ófaglært starfsfólk og fólk sem hef- ur fagmenntun, sérhæfða þekkingu og háskólamenntun með öðrum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.