Fréttatíminn - 25.03.2017, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 25.03.2017, Qupperneq 39
7 LAUGARDAGUR 25. MARS 2017 MATARTÍMINN Ferskur matur og vingjarnlegt viðmót Veitingastaðir Tokyo sushi hafa verið endurnýjaðir og nú er boðið upp á frábært hádegistilboð í Glæsibæ og á Nýbýlavegi. Unnið í samstarfi við Tokyo sushi. Það gengur mjög vel hjá okk-ur, og við stækkum á hverju ári. Við bjuggum til nýjan matseðil í síðasta mánuði fyrir árið 2017 og hann hefur slegið í gegn,“ segir Ari Alexander Guðjóns- son hjá Tokyo sushi. „Nú erum við ekki eingöngu með takeaway-veitingastaði leng- ur, heldur höfum við endurbætt veitingastaðina okkar í Glæsibæ og á Nýbýlavegi, sem bjóða upp á heita rétti á nýja matseðlinum okkar á viðráðanlegu verði og í þægilegu andrúmslofti. Við erum núna að vinna að hádegistilboðum svo að fólk geti fengið góða máltíð fyrir lítinn pening,“ segir Ari. Hver er helsta ástæðan fyrir vinsældum Tokyo sushi? „Ég trúi því persónu- lega að það sé vegna þess að við erum sanngjörn við viðskiptavini okkar. Við bjóðum upp á góðan mat á viðráðanlegu verði og notum bara ferskasta hráefnið. Starfsfólkið okkar er mjög vingjarnlegt og við reynum alltaf okk- ar besta að leysa vanda- mál við- skipta- vina þegar okkur berast kvartanir.“ Ari segir að allir rétt- ir á matseðlinum njóti vinsælda enda sé mikil áhersla lögð á ferskleika. „Við erum mjög stolt af hráefnunum okkar. Allt er undirbúið daglega: sósurnar, hrís- grjónin, kjötið og grænmetið, það er allt hreins- að, skorið eða eldað á sama deginum. Innan fyrirtækisins erum við sífellt að verða um- hverfisvænni. Eftir nokkra mánuði munum við hætta að nota plast- bakka fyrir sushi-réttina okkar og förum að nota bambus- bakka í staðinn.“ Ari hefur unnið lengi við sushig- erð. Hann kveðst hafa kynnst eiganda Tokyo sus- hi, Andrey Rudkov, árið 2011. „Þar áður vann ég á öðr- um sushi-veitingastað í sjö ár. Þar var margt hægt að gera betur og ég var viss um að gæti það. Ég var því heppinn að kynnast Andrey og nú höfum við unnið saman í sjö ár. Það er mikilvægt að vinna með fólki sem hlustar á skoðan- ir þínar. Ég ferðast oft um heiminn þegar ég get, til að sjá hvort að ég geti komið aftur til Íslands með nýjar hugmyndir eða nýjan mat. Elda- mennska hefur alltaf verið ástríða mín. Ég hef búið hérna í 17 ár og kann því að blanda saman íslensku bragði við asískan mat. Uppeldi mitt í Asíu hefur gefið mér það forskot.“ Ari segir að samfara því að veitingastað- irnir voru teknir í gegn hafi hádeg- istilboðið verið sett í gang. „Við erum með hádeg- istilboð á 1.790 krónur þar sem fólk getur valið á diskinn sinn, hvort sem það eru sus- hi-bitar, heitir réttir eða hvort tveggja, ásamt súpu og salati. Það verða alltaf mismun- andi réttir í boði á hverjum degi,“ segir Ari. „Það verða engar verð- hækkanir á nýja matseðlinum og ef þú kaupir meira, þá kostar það þig minna. Það er til dæmis 350 krónum ódýrara að kaupa einn bakka með átta bitum af laxi og avókadó en að kaupa tvo bakka með fjórum bitum. Með þessu móti er hægt að geyma meiri mat í stærri bökkum í stað þess að nota fleiri smærri bakka, sem er líka gott fyrir umhverfið. Spörum peninga og björgum um- hverfinu!“ Eitt stærsta heilsufyrirtæki landsins Þetta er í raun einfalt. Ef við hreinsuðum ekki Lýsið, þá gætum við ekki selt það. Unnið í samstarfi við Lýsi Hvert íslenskt mannsbarn þekkir Lýsi og flest okkar alast upp við að fá sér lýsi með morgunmatnum og fylgir sá góði siður okkur í gegnum lífið. Árni Geir Jónsson er sölu- og markaðsstjóri neytendavöru hjá Lýsi. Hann segir að gróusögur sem heyrst hafa í bloggheimum og víðar, um að þær vinnsluaðferðir sem Lýsi hf. notar til að hreinsa lýsið, meðal annars hitun, verði þess valdandi að afurðin skemmist eigi ekki við rök að styðjast. Lýsi hf. starfar eft- ir ströngum alþjóðlegum gæða- stöðlum og er meðal annars með lyfjaframleiðsluleyfi. Það liggur því beinast við að spyrja. Hvers vegna er lýsi hitað? „Allt lýsi er hitað við framleiðslu en ef rétt er að farið skemmir hitinn ekki lýsið. Vinnsla þorskalýsis kall- ast bræðsla. Eins og nafnið gefur til kynna er þar beitt upphitun. Lifrin er hökkuð, hituð með gufu og lýsið svo skilið frá í skilvindu. Það sama á við um búklýsi eins og síldar- eða ansjósulýsi. Það verður að hita hrá- efnið og pressa svo lýsið náist úr fiskholdinu. Ómeðhöndlað lýsi er óhæft til manneldis. Það er dökkt, bragðvont og getur innihaldið að- skotaefni. Því er frekari hreinsun óhjákvæmileg. Hreinsunarferill lýs- is miðast við að lágmarka lykt og bragð, fjarlægja óæskileg efni og tryggja gott geymsluþol. Í aðalat- riðum er hreinsun lifrarlýsis og búk- lýsis sú sama. Það er útilokað að hreinsa lýsi án þess að hita það. Um leið verður að gæta þess að súrefni komist ekki í snertingu við lýsið svo jákvæðir eiginleikar þess séu varð- veittir. Allt lýsi í neytendaumbúðum er að auki kaldhreinsað. Þá er lýsið kælt niður þar til fíngerðir fitukrist- allar falla út. Þeir eru svo síaðir frá með dúkum. Ef lýsið væri ekki kald- hreinsað myndi það storkna eins og tólg við geymslu í kæli. Þetta er í raun einfalt. Ef við hreinsuðum ekki Lýsið, þá gætum við ekki selt það, “ segir Árni En hver skyldu mikilvægustu efnin í lýsi vera ? „Mikilvægustu efnin í lýsi eru Omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og D vítamínið. EPA og DHA fitu- sýrurnar eru okkur lífsnauðsynlegar þar sem líkaminn getur ekki fram- leitt þær. Þær eru t.d. mikilvægt byggingarefni í heila, miðtaugakerfi og augum. Margsannað er með rannsóknum að þær geta dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og ýmsum geðrænum kvillum,“ segir Árni. Eru Íslendingar alltaf jafn duglegir við það að taka lýsi? „Já. Íslendingar eru afskaplega duglegir að taka lýsi. Við höfum ekki látið gera könnun alveg nýlega. En það er um helmingur þjóðarinnar sem tekur lýsi dags daglega,“ segir Árni. Hvernig gengur að koma Lýsi á erlenda markaði? „Það gengur bara býsna vel. 95% af okkar veltu er útflutningur. Stærsti hlutinn hefur verið í magntunnum en í dag erum við að einbeita okkur að neytendavörunni. Evrópa hefur verið okkar stærsti markaður enn- þá. Við höfum horft í auknum mæli til Asíu en það er spennandi mark- aður sem við sjáum mikil sóknarfæri á,“ segir Árni. Mikilvægi D-vítamíns inntöku hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Sú umræða hefur ekki farið framhjá Árna og hans fólki hjá Lýsi. ,,Við fundum fyrir miklum kipp fyrst þegar þessi umræða fór af stað fyrir nokkrum árum. Þá varð vakning meðal almennings um mik- ilvægi D-vítamíns og jákvæð áhrif þess á líkama og sál. Í framhaldi af því höfum við sett á markað vörur sem eru með viðbættu D-vítamíni og þær vörur hafa gengið mjög vel,“ segir Árni. Hvað skyldi vera vinsælasta varan hjá Lýsi? „Þorskalýsið er okkar aðalvara í raun og veru og okkar lang vin- sælasta vara. Hér á Íslandi kemur Heilsutvennan þar á eftir. Við erum stærsta þorskalýsisverksmiðja í heimi,“ segir Árni. Þorskalýsi er langvinsælasta varan hjá Lýsi. Glæsilega höfuðstöðvar Lýsis úti á Fiskislóð. Árni Geir Jónsson, sölu- og markaðsstjóri neytendavöru hjá Lýsi, segir að Lýsi sé með stærstu þorskalýsisverksmiðju í heimi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.