Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 20
GRIPLA20
aðar er ljóst að þær hafa einnig tekið þátt í hefðbundinni sagnaskemmtun
alþýðufólks (sbr. kerlingasögurnar), enda kunnu þær nóg af ævintýrum til
að fylla heila bók, en gera má ráð fyrir að slíkrar þekkingar verði einungis
aflað á löngum tíma. Þar að auki höfðu þær mikinn áhuga á þessu efni og
spurðu fólk sérstaklega um það (sbr. Elísabetu, sem lét segja sér). Elísabet
var þar að auki vitni að skrifum Árna nokkurs, sem nú eru varðveitt í
þjóðsagnahandritinu Lbs 418 8vo. í handritinu eru nokkrar þjóðsögur
kenndar við Jón Bjarnason, væntanlega skólapilt Sigurðar Gunnarssonar
sem skráði fyrir hann nokkrar sögur.47 Á milli blaða nr. 109v og 111r, sem á
eru sögur frá Jóni, er að finna gullitað blað og á því stendur: „Þettað hefur
Árni/ skýrt á Desjarmýri skrifað/ það vitnar hann sjálfur/ og Elísabet
Sigurð/ardóttir á Desjarmýri/ í Borgarfirði.“48 Þótt vera megi að klausan
beri fyrst og fremst vott um skriftaræfingu skólapilts, má vera að hún
bendi ennfremur til þess að Elísabet hafi hvatt til ritunar þjóðsagna eða
a.m.k. sýnt slíku framtaki áhuga.49
í síðasta bréfi sem Sigurður nefnir dætur sínar í samhengi við þjóð-
sagna safnið og er dagsett 16. júní 1868 segir hann Jóni frá því að stelpurnar
séu hættar að taka þátt í söfnun þjóðsagna og ævintýra: „Engar hefi eg
fengið sögur af karli og kerlingu, enda gera nú dætur mínar ei annað en
týna þeim, síðan þær eltust, þær eru síiðjandi og lesa þó mikið, – en það
eru útlendar skemmtisögur oftar.“50 Sigurður kennir hér að vissu leyti
menntun dætra sinna um að þær lesi frekar erlendar skemmtisögur en að
gefa sig eins og áður að alþýðusögunum. Áhugi dætra hans virðist þó vera
í samræmi við breytingar á lestrarháttum fólks sem átti sér stað upp úr
miðri 19. öld. Vinsældir hefðbundins sagnaefnis á borð við riddarasögur,
rómönsur og rímur dofnaði smám saman og á seinni hluta aldarinnar náðu
bæði innlendar og erlendar skáldsögur miklum vinsældum meðal almenn-
47 Sjá nánar Werth, „Vox viva docet,“ 107–8 og 152–4.
48 Númer blaða er samkvæmt handrit.is. Blaðsíðutal í handritinu sjálfu er 83v og 85r.
49 Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hver þessi Árni hefur verið og hvaðan hann kom.
Í manntalinu frá 1860 má finna m.a. tvo Árna Jónssyni, einn bónda og einn vinnumann, í
Desjarmýrasókn, sem eru þá 41 og 34 ára gamlir. Auk þess finnast fleiri menn með sama
nafni í nágrannasóknum, m.a. í Klyppstaðarsókn en næstum því allir eru þeir komnir yfir
þrítugt. í Eiðasókn í Suður-Múlasýslu finnast þó tveir strákar, níu og þrettán ára gamlir, og
gæti hugsanlega verið um skólapilta að ræða.
50 Bréf (42) frá SG til JÁ þann 16. júní 1868 í nKS 3010 4to. Úr fórum Jóns Árnasonar:
Sendibréf II, 147.