Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 244
GRIPLA244
Króksfjarðarbók (aM 122 a fol.) með hliðsjón af reykjarfjarðarbók (aM
122 b fol.). Rökin voru að báðar skinnbækurnar hefðu verið komnar í útlán
að Hólum í Hjaltadal árið 1635.20 Hefur Þorleifur Hauksson tekið undir
þetta en Jakob Benediktsson taldi eins víst að Jón hefði gert afritið eftir
að skinnbókunum var skilað aftur um 1640. Eintak Jóns var vitanlega í
Vatnsfirði árið 1645.21 Miðað við önnur handrit með hendi Jóns sem hægt
er að tímasetja er tillaga Jakobs líklegri.
Ætla má að Jón hafi farið að fást við afritun fornra texta seint á fjórða
áratug 17. aldar, nálægt fimmtugu. Líklegt er að fyrstu handrit hans hafi
verið rímnasafn (aM 610 a–f 4to) og fornaldarsögur (aM 340 4to, aM
527 4to), en bæði eru þau í fjórðungsbroti á meðan önnur handrit hans eru
í arkarbroti. Áhrifavaldar munu hafa verið áðurnefndur séra Jón arason,
sem tók við Vatnsfirði árið 1636, Þorlákur Skúlason biskup á Hólum og
Björn Jónsson lögréttumaður á Skarðsá, en ekki síður Brynjólfur bróðir
hans, biskup í Skálholti frá 1639.22 Jón fékkst við afritun annála um og eftir
1640 og árin 1644–1645 tók hann saman ritgerð um siðaskiptatímann.23
Hin miklu sagnasöfn hans í arkarbroti urðu til árin 1642–1646, ef marka
má upplýsingar frá Árna Magnússyni sem tók þau í sundur og raðaði upp
á nýtt í hillur sínar. íslendingasögur, að minnsta kosti 620 blaðsíður, fékk
Árni hjá Sveini torfasyni, sonarsyni Jóns, og var sú bók „eldri en 1643“
eftir því sem nýr eigandi skrifaði á seðla (aM 126 fol., aM 136 fol., aM
138 fol., AM 165 f fol., AM 165 m fol.). Þarna var Njála Jóns orðin til.
Biskupasögur, um 380 blaðsíður, sem Árni fékk hjá Þorláki syni Þórðar
biskups Þorlákssonar, biskups Skúlasonar, voru skrifaðar árið 1644 (aM
109 fol., AM 205 fol., AM 215 fol.). Sama ár lauk Jón við Játvarðar sögu
20 Kristian Kålund, „om håndskrifterne af Sturlunga saga og dennes enkelte bestanddele,“
Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie II:16 (1901): 268–269.
21 Árna saga biskups, útg. Þorleifur Hauksson (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Ís-
landi, 1972), xxvii; Sturlunga Saga. Manuscript no. 122 A fol. in the Arnamagnæan Collection,
útg. Jakob Benediktsson. Early Icelandic Manuscripts in facsimile I (Kaupmannahöfn:
Rosenkilde og Bagger, 1958), 16. Björn á Skarðsá skrifaði Sturlunga sögu eftir Reykjar-
fjarðarbók veturinn 1634–1635 fyrir Þorlák Skúlason biskup á Hólum. Eigandi hennar
var Jón Magnússon sýslumaður á Haga á Barðaströnd, náfrændi Jóns; sjá Gísla Baldur
róbertsson, „Snurðan á þræði reykjarfjarðarbókar,“ Gripla 16 (2005): 163–164, 189–191.
22 Springborg, „antiqvæ historiæ lepores,“ 78–81; Haraldur Bernharðsson, Málblöndun í
sautjándu aldar uppskriftum íslenskra miðaldahandrita (reykjavík: Málvísindastofnun Há-
skóla íslands, 1999), 33, 100.
23 „ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siðaskipta tímann,“ 642–643; Annálar I, 39; Annálar III,
11.