Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 245
245
og Jóns sögu leikara sem stóðu saman á bók (aM 663 b 4to, aM 174
fol.). Íslendingasögur og fornaldarsögur, yfir 680 blaðsíður, fékk Árni hjá
séra Högna Ámundasyni á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, eiginmanni
Þórunnar torfadóttur, sonardóttur Jóns, og var bókin „eldri en 1646“
(aM 11 fol., aM 151 fol., aM 164 a fol., aM 165 a–e fol., aM 165 g–m
fol., aM 202 a fol., aM 202 g α fol., aM 202 i α fol. og kannski aM 202
k fol.).24 Á seðli með þáttum af noregskonungum (aM 50 a fol.), sem
höfðu verið skrifaðir á auð blöð í þeirri bók nokkru síðar, útskýrir Árni
hvar hann sá ártalið: „úr bók síra Högna Ámundasonar, utan á hverrar
bandi stóð 1646.“25 Þá er ógetið Egils sögu (aM 145 fol.) sem stendur
stök og er runnin frá Möðruvallabók (aM 132 fol.) frá miðri 14. öld. fleiri
íslendingasögur Jóns eru runnar frá þeirri bók og margar fornaldarsögur
hans eru komnar af handritinu GKS 2845 4to frá fyrri hluta 14. aldar.26
Jón hefur ekki gott orð á sér sem skrifari og tók Jakob Benediktsson
orðstír hans saman árið 1958 með þeim orðum að hann hefði verið „an
industrious, though not always an accurate, copyist of old manuscripts.“
Athugun Bjarna Einarssonar á AM 145 fol. leiddi í ljós að þar færi
„allótraustur texti“, enda hefði Jón „sums staðar breytt orðalagi að geðþótta
sínum.“27 um Hrólfs sögu kraka (aM 11 fol.) hefur Desmond Slay þau
orð að textinn hafi „some evident errors and a large number of other
alterations.“ Bósa sögu (aM 340 4to) skrifaði Jón eftir varðveittri skinn-
bók (aM 343 a 4to) frá 15. öld og var otto Jiriczek ekki ánægður með
vinnubrögðin, enda leyfði Jón sér „unbedenklich leichte phraseologische
Variationen.“ Meðal dæma eru „þungur orðinn“ fyrir „orðið þungur“ og
þar sem forritið hefur „mikil á skipið“ setti Jón „á skipið, sú var stór og
24 Desmond Slay, The Manuscripts of Hrólfs saga kraka. Bibliotheca Arnamagnæana 24
(Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1960), 13, 146–157; sjá einnig Beeke Stegmann,
„Árni Magnússon’s rearrangement of Paper Manuscripts“ (Doktorsritgerð, Københavns
Universitet, 2016), 322, 324, 334.
25 aM 50 a fol. Þættir af noregskonungum frá síðari hluta 17. aldar, seðill Árna Magnússonar
fremst.
26 Bjarni Einarsson, „um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum,“ Gripla 8
(1993): 8–11; Bandamanna saga, útg. Hallvard Magerøy (Kaupmannahöfn: StuaGnL,
1956–1976), *66; The Saga Manuscript 2845, 4to in the Old Royal Collection in the Royal
Library of Copenhagen, útg. Jón Helgason. Manuscripta Islandica II (Kaupmannahöfn:
Ejnar Munksgaard, 1955), xv.
27 Jakob Benediktsson (ritstj.), Sturlunga Saga. Manuscript no. 122 A fol., 16; Bjarni Einarsson,
„um Eglutexta Möðru vallabókar í 17du aldar eftirritum,“ 43.
ÞEtaBrot nJÁLu oG GuLLSKInna